Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?

Snorri Agnarsson

Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess má geta að Háskóli Íslands sæmdi Konrad Zuse heiðursdoktorsnafnbót árið 1986.

Elsta forritunarmálið sem enn er notað er FORTRAN, en fyrsta útgáfa þess var skilgreind árið 1955. Það þróaðist að hluta til frá fyrra máli sem kallaðist Speedcoding, sem aftur var leitt af öðru máli, Short-Code. FORTRAN er enn heilmikið notað, sérstaklega í verkfræði og tölulegri greiningu.

Dæmi um önnur gömul forritunarmál sem enn eru í notkun eru COBOL (1960) og LISP (1959). COBOL er hannað fyrir viðskiptaforritun og þótt önnur forritunarmál séu um þessar mundir mun meira notuð en COBOL þá er ljóst að stór hluti þess forritstexta sem nú er í notkun í heiminum er skrifaður í COBOL.

LISP er listavinnslumál sem er hannað undir miklum áhrifum af rökfræðimáli sem kallast lambda-reikningur (e. lambda-calculus). Stærðfræðingarnir Alonzo Church og Stephen Kleene skilgreindu lambda-reikning á fjórða áratug síðustu aldar, en hugmyndirnar bak við hann má þó að hluta til rekja mun lengra, í það minnsta til nítjándu aldar, til dæmis til rökfræðingsins Gottlob Frege (1848-1925).

Þá má nefna forritunarmálið Algol (1959, 1960), sem hefur haft mjög mikil áhrif á þróun hugmynda þeirra sem hönnun forritunarmála byggist nú á. Algol var aldrei mikið notað, en fjölmörg seinni forritunarmál, svo sem Pascal, Ada, Modula-2 og jafnvel nýrri útgáfur af LISP, svo sem Scheme, eru mikið til byggð á hugmyndum sem eiga upphaf sitt í Algol. Auk þess eru flest forritunarmál í dag skilgreind með aðferðum sem fyrst voru notaðar til að skilgreina Algol (svokallað BNF, eða Backus-Naur Form).

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Höfundur

Snorri Agnarsson

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.6.2004

Spyrjandi

Guðmundur Ingason
Ragnar Pálsson, f. 1987

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2004. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4331.

Snorri Agnarsson. (2004, 9. júní). Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4331

Snorri Agnarsson. „Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2004. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4331>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?
Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess má geta að Háskóli Íslands sæmdi Konrad Zuse heiðursdoktorsnafnbót árið 1986.

Elsta forritunarmálið sem enn er notað er FORTRAN, en fyrsta útgáfa þess var skilgreind árið 1955. Það þróaðist að hluta til frá fyrra máli sem kallaðist Speedcoding, sem aftur var leitt af öðru máli, Short-Code. FORTRAN er enn heilmikið notað, sérstaklega í verkfræði og tölulegri greiningu.

Dæmi um önnur gömul forritunarmál sem enn eru í notkun eru COBOL (1960) og LISP (1959). COBOL er hannað fyrir viðskiptaforritun og þótt önnur forritunarmál séu um þessar mundir mun meira notuð en COBOL þá er ljóst að stór hluti þess forritstexta sem nú er í notkun í heiminum er skrifaður í COBOL.

LISP er listavinnslumál sem er hannað undir miklum áhrifum af rökfræðimáli sem kallast lambda-reikningur (e. lambda-calculus). Stærðfræðingarnir Alonzo Church og Stephen Kleene skilgreindu lambda-reikning á fjórða áratug síðustu aldar, en hugmyndirnar bak við hann má þó að hluta til rekja mun lengra, í það minnsta til nítjándu aldar, til dæmis til rökfræðingsins Gottlob Frege (1848-1925).

Þá má nefna forritunarmálið Algol (1959, 1960), sem hefur haft mjög mikil áhrif á þróun hugmynda þeirra sem hönnun forritunarmála byggist nú á. Algol var aldrei mikið notað, en fjölmörg seinni forritunarmál, svo sem Pascal, Ada, Modula-2 og jafnvel nýrri útgáfur af LISP, svo sem Scheme, eru mikið til byggð á hugmyndum sem eiga upphaf sitt í Algol. Auk þess eru flest forritunarmál í dag skilgreind með aðferðum sem fyrst voru notaðar til að skilgreina Algol (svokallað BNF, eða Backus-Naur Form).

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

...