Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna frjósa tölvur?

Ebba Þóra Hvannberg

Tölva keyrir mörg notendaforrit í einu sem öll keppast um vélarafl hennar. Stýrikerfi tölvunnar stjórnar því hvaða notendaforrit fá aðgang að vélbúnaði hennar, svo sem innra minni, reikniafli, varanlegu minni og netbúnaði.

Talað er um að tölva frjósi þegar hún hættir að geta svarað beiðnum og unnið úr þeim verkum sem henni eru falin. Þetta getur sést á því að tölvan svarar hvorki lyklaborðs- né músarinntaki. Ástæðan er sú að stýrikerfið getur ekki útdeilt vélarafli til forritanna því aflið er á þrotum. Þetta gerist til dæmis þegar tvö eða fleiri forrit lenda í sjálfheldu, það er forritin eru hvort um sig að bíða eftir að hitt losi um vélarafl til að geta haldið áfram. Sagt er að forritið sé að bíða eftir að tiltekinn atburður gerist sem aldrei getur orðið.


Þegar tölva frýs getur það valdið notendum tölvunnar hugarangri

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Crash. MyWord.info.

Höfundur

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2005

Spyrjandi

Arnór Freyr, f. 1993

Efnisorð

Tilvísun

Ebba Þóra Hvannberg. „Hvers vegna frjósa tölvur?“ Vísindavefurinn, 31. október 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5366.

Ebba Þóra Hvannberg. (2005, 31. október). Hvers vegna frjósa tölvur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5366

Ebba Þóra Hvannberg. „Hvers vegna frjósa tölvur?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5366>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna frjósa tölvur?
Tölva keyrir mörg notendaforrit í einu sem öll keppast um vélarafl hennar. Stýrikerfi tölvunnar stjórnar því hvaða notendaforrit fá aðgang að vélbúnaði hennar, svo sem innra minni, reikniafli, varanlegu minni og netbúnaði.

Talað er um að tölva frjósi þegar hún hættir að geta svarað beiðnum og unnið úr þeim verkum sem henni eru falin. Þetta getur sést á því að tölvan svarar hvorki lyklaborðs- né músarinntaki. Ástæðan er sú að stýrikerfið getur ekki útdeilt vélarafli til forritanna því aflið er á þrotum. Þetta gerist til dæmis þegar tvö eða fleiri forrit lenda í sjálfheldu, það er forritin eru hvort um sig að bíða eftir að hitt losi um vélarafl til að geta haldið áfram. Sagt er að forritið sé að bíða eftir að tiltekinn atburður gerist sem aldrei getur orðið.


Þegar tölva frýs getur það valdið notendum tölvunnar hugarangri

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Crash. MyWord.info....