Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?

Jón Már Halldórsson

Ræktunarafbrigðið Golden Retriever er upprunnið í Skotlandi um miðja 19. öld. Upphaflega var þetta afbrigði ræktað úr tveimur gamalkunnugum hundakynjum, Yellow Wavy-coated Retriever og Tweed Water Spaniel. Það var sir Dudley Marjoriebanks sem ætlaði sér að rækta hið fullkomna afbrigði veiðihunda og um 1835 byrjaði hann að keppa að því markmiði. Útkoman varð ræktunarafbrigði sem kallað er Golden Retriever.

Þeir eiginleikar sem Marjoriebanks sóttist eftir voru meðal annars góð líkamsbygging, hlýr feldur, vingjarnlegt viðmót, vatnssækni og veiðieðli. Allir þessir eiginleikar koma vel fram hjá hundum af afbrigðinu Golden Retriever.

Upphaflega voru þessir hundar notaðir til að sækja bráð skotveiðimanna, aðallega vatnafugla því að hlýr og þykkur feldur þeirra hentar vel til að vaða eftir fugli í köldum vötnum skoska hálendisins.

Vinsældir Golden-Retriever-hunda jukust jafnt og þétt þegar leið á 20. öldina, bæði sem gæludýrs og vinnuhunds. Sérstaklega hafa þeir verið mikið notaðir sem blindrahundar og fíkniefnahundar.

Eins og áður segir voru hundar af kyninu Yellow Wavy-coated Retriever notaðir til að ná fram vissum einkennum við ræktun Golden Retriever. Yellow-Wavy-coated-Retriever hundar þessir eru forfeður hinna vinsælu Labrador-Retriever-hunda og því er skyldleikinn á milli Golden Retriever og Labrador Retriever mikill enda er líkamsbygging þeirra mjög áþekk.

Hitt afbrigðið sem Marjoriebanks notaði, Tweed Water Spaniel, er talið útdautt og uppruni þess lítt þekktur. Talið er að Marjoriebanks hafi sótt eiginleika eins og sækni í bráð og gott lundarfar frá afbrigðinu Tweed Water Spaniel.



Mynd af Golden Retriever: Of Lyndiewood Golden Retriever

Mynd af Labrador Retriever: Labrador Retriever Rescue, Inc.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.11.2001

Spyrjandi

Þórir Sigurðarson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2001, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1961.

Jón Már Halldórsson. (2001, 20. nóvember). Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1961

Jón Már Halldórsson. „Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2001. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1961>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?
Ræktunarafbrigðið Golden Retriever er upprunnið í Skotlandi um miðja 19. öld. Upphaflega var þetta afbrigði ræktað úr tveimur gamalkunnugum hundakynjum, Yellow Wavy-coated Retriever og Tweed Water Spaniel. Það var sir Dudley Marjoriebanks sem ætlaði sér að rækta hið fullkomna afbrigði veiðihunda og um 1835 byrjaði hann að keppa að því markmiði. Útkoman varð ræktunarafbrigði sem kallað er Golden Retriever.

Þeir eiginleikar sem Marjoriebanks sóttist eftir voru meðal annars góð líkamsbygging, hlýr feldur, vingjarnlegt viðmót, vatnssækni og veiðieðli. Allir þessir eiginleikar koma vel fram hjá hundum af afbrigðinu Golden Retriever.

Upphaflega voru þessir hundar notaðir til að sækja bráð skotveiðimanna, aðallega vatnafugla því að hlýr og þykkur feldur þeirra hentar vel til að vaða eftir fugli í köldum vötnum skoska hálendisins.

Vinsældir Golden-Retriever-hunda jukust jafnt og þétt þegar leið á 20. öldina, bæði sem gæludýrs og vinnuhunds. Sérstaklega hafa þeir verið mikið notaðir sem blindrahundar og fíkniefnahundar.

Eins og áður segir voru hundar af kyninu Yellow Wavy-coated Retriever notaðir til að ná fram vissum einkennum við ræktun Golden Retriever. Yellow-Wavy-coated-Retriever hundar þessir eru forfeður hinna vinsælu Labrador-Retriever-hunda og því er skyldleikinn á milli Golden Retriever og Labrador Retriever mikill enda er líkamsbygging þeirra mjög áþekk.

Hitt afbrigðið sem Marjoriebanks notaði, Tweed Water Spaniel, er talið útdautt og uppruni þess lítt þekktur. Talið er að Marjoriebanks hafi sótt eiginleika eins og sækni í bráð og gott lundarfar frá afbrigðinu Tweed Water Spaniel.



Mynd af Golden Retriever: Of Lyndiewood Golden Retriever

Mynd af Labrador Retriever: Labrador Retriever Rescue, Inc.

...