Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er Pompei?

Helga Sverrisdóttir

Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þeir viðskipti af ýmsu tagi. Pompei var rómverskur verslunarstaður og íbúarnir voru frægir fyrir að byggja sér glæsileg hús og vera snillingar í að útbúa gómsæta fiskirétti.

Pompei eyðilagðist ásamt fleiri bæjum og borgum í kröftugu eldgosi úr eldfjallinu Vesúvíusi 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Lýsingar sjónarvotta af eldgosinu hafa varðveist í tveimur bréfum Pliníusar hins unga til sagnfræðingsins Tacitusar. Bréfin og rannsóknir sem hafa verið gerðar í Pompei á síðari tímum sýna að eldgosið í Vesúvíusi hófst sennilega rétt eftir hádegi þann 24. ágúst. Ösku, vikri og gjósku tók að rigna yfir borgina og fljótlega varð Pompei þakin þriggja metra djúpu öskulagi. Í kjölfarið byrjuðu húsþök að hrynja. Morgunin eftir streymdu gas og gjóska sem kallast "nuées ardentes" yfir Pompei og kæfði alla eftirlifandi íbúa borgarinnar. "Nuées ardentes" er franska og er þýtt á íslensku sem "eldflóð" eða "brímaský". Fyrirbærið er massi af gjósku og gasi sem getur dreifst mjög hratt eða með allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Hitinn á gasinu getur orðið allt að 6-700 stig á Selsíus. Ösku og vikri rigndi dögum saman yfir borgina og að lokum var Pompei þakin sex til sjö metra öskulagi. Íbúar borgarinnar, mannvirki, híbýli og húsbúnaður grófust í öskunni og næstu sautján aldirnar var það hún sem varði leifar Pompei gegn eyðileggingu og ágangi veðra og vinda.

Rústir hinna fornu Pompei fundust á seinni hluta sautjándu aldar en byrjað var að grafa upp rústirnar árið 1748. Árið 1763 fannst platti sem á stóð "Rei publicae Pompeianorum" og staðfesti það að um rústir Pompei var að ræða. Frá 1869 hefur farið fram skipulagðar fornleifauppgröftur á svæðinu og má segja að uppgröfturinn í Pompei marki upphaf fornleifarannsókna nútímans.

Öskulagið sem féll á Pompei hefur gert borgina að ómetanlegri heimild um daglegt líf Rómverja á þessum tíma því ýmislegt hefur varðveist í öskunni sem annars hefði ekki staðist tímans tönn. Má þar nefna ýmis veggmálverk, viðarhúsgögn og matarleifar. Talið er að elsti hluti Pompei sé í suðvesturhlutanum en öll borgin stendur á um 66 hektara svæði. Í kringum hana liggur þriggja kílómetra langur borgarmúr. Sjö borgarhlið hafa verið grafin upp, fleiri hundruð húsa og ýmsar aðrar byggingar. Einnig eru í Pompei frægar afsteypur af líkömum fólksins sem lést vegna gassins á öðrum degi eldgossins. Þær gerði ítalski fornleifafræðingurinn Giuseppe Fiorelli á fyrri hluta nítjándu aldar með því að hella steypu í holrúmið sem myndaðist í öskunni eftir að líkamar fólksins höfðu rotnað. Afsteypurnar sýna líkama sem hniprar sig saman til að verjast hamförunum.

Heimildir

www.britannica.co.uk

www.discovery.com

Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.



Mynd af afsteyptum líkömum: The Discovery and Excavation of Pompeii og af sama vefsetri: Plastercast Gallery

Mynd af eldgosi úr Vesúvíusi, 1944: Michigan Tech: Department of Geological Engineering and Sciences

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.11.2001

Spyrjandi

Gunnar Arnarson, fæddur 1984

Efnisorð

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvar er Pompei?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2001, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1963.

Helga Sverrisdóttir. (2001, 21. nóvember). Hvar er Pompei? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1963

Helga Sverrisdóttir. „Hvar er Pompei?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2001. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1963>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er Pompei?
Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þeir viðskipti af ýmsu tagi. Pompei var rómverskur verslunarstaður og íbúarnir voru frægir fyrir að byggja sér glæsileg hús og vera snillingar í að útbúa gómsæta fiskirétti.

Pompei eyðilagðist ásamt fleiri bæjum og borgum í kröftugu eldgosi úr eldfjallinu Vesúvíusi 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Lýsingar sjónarvotta af eldgosinu hafa varðveist í tveimur bréfum Pliníusar hins unga til sagnfræðingsins Tacitusar. Bréfin og rannsóknir sem hafa verið gerðar í Pompei á síðari tímum sýna að eldgosið í Vesúvíusi hófst sennilega rétt eftir hádegi þann 24. ágúst. Ösku, vikri og gjósku tók að rigna yfir borgina og fljótlega varð Pompei þakin þriggja metra djúpu öskulagi. Í kjölfarið byrjuðu húsþök að hrynja. Morgunin eftir streymdu gas og gjóska sem kallast "nuées ardentes" yfir Pompei og kæfði alla eftirlifandi íbúa borgarinnar. "Nuées ardentes" er franska og er þýtt á íslensku sem "eldflóð" eða "brímaský". Fyrirbærið er massi af gjósku og gasi sem getur dreifst mjög hratt eða með allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Hitinn á gasinu getur orðið allt að 6-700 stig á Selsíus. Ösku og vikri rigndi dögum saman yfir borgina og að lokum var Pompei þakin sex til sjö metra öskulagi. Íbúar borgarinnar, mannvirki, híbýli og húsbúnaður grófust í öskunni og næstu sautján aldirnar var það hún sem varði leifar Pompei gegn eyðileggingu og ágangi veðra og vinda.

Rústir hinna fornu Pompei fundust á seinni hluta sautjándu aldar en byrjað var að grafa upp rústirnar árið 1748. Árið 1763 fannst platti sem á stóð "Rei publicae Pompeianorum" og staðfesti það að um rústir Pompei var að ræða. Frá 1869 hefur farið fram skipulagðar fornleifauppgröftur á svæðinu og má segja að uppgröfturinn í Pompei marki upphaf fornleifarannsókna nútímans.

Öskulagið sem féll á Pompei hefur gert borgina að ómetanlegri heimild um daglegt líf Rómverja á þessum tíma því ýmislegt hefur varðveist í öskunni sem annars hefði ekki staðist tímans tönn. Má þar nefna ýmis veggmálverk, viðarhúsgögn og matarleifar. Talið er að elsti hluti Pompei sé í suðvesturhlutanum en öll borgin stendur á um 66 hektara svæði. Í kringum hana liggur þriggja kílómetra langur borgarmúr. Sjö borgarhlið hafa verið grafin upp, fleiri hundruð húsa og ýmsar aðrar byggingar. Einnig eru í Pompei frægar afsteypur af líkömum fólksins sem lést vegna gassins á öðrum degi eldgossins. Þær gerði ítalski fornleifafræðingurinn Giuseppe Fiorelli á fyrri hluta nítjándu aldar með því að hella steypu í holrúmið sem myndaðist í öskunni eftir að líkamar fólksins höfðu rotnað. Afsteypurnar sýna líkama sem hniprar sig saman til að verjast hamförunum.

Heimildir

www.britannica.co.uk

www.discovery.com

Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.



Mynd af afsteyptum líkömum: The Discovery and Excavation of Pompeii og af sama vefsetri: Plastercast Gallery

Mynd af eldgosi úr Vesúvíusi, 1944: Michigan Tech: Department of Geological Engineering and Sciences

...