Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?

Ritstjórn Vísindavefsins

Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér.

Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og aðeins eina lausn. Hér er þó ekki því að heilsa. Þessi "gáta" sýnist hafa margar lausnir; það er hægt að henda svo mörgum hlutum! Niðurstaðan virðist því framar öðru háð ímyndunaraflinu og kannski því hversu sterkur kastarinn er.

Einna meinlausast er líklega að henda Snæ eða Mjöll í annan mann, að minnsta kosti ef þau eru ekki hnoðuð um of. Miklu hættulegra er að henda Steini því að hann er bæði harður og þungur. Við mælum alls ekki með því að hann sé notaður til þess arna enda er ekki heldur víst að hann gæti mætt afleiðingunum. En í sama flokki mætti kasta Völu, allavega ef hún heitir bara því nafni. Í gamla daga var Geir (spjót) einmitt ætlaður til að henda honum í mann, og það beinlínis í þeim tilgangi að drepa hann. En ef Geir er hent í Stein fer niðurstaðan mjög eftir stafsetningunni, það er að segja hvort orðin eru með stórum staf eða ekki.

Svo kemur líka fyrir að menn henda dýrum. Þeir sem hafa andúð á köttum henda stundum Högna en það er svo skrýtið að þá kemur hann víst yfirleitt alltaf niður á fæturna. Það er ekki fallega gert að henda Högna í annað fólk en auðvitað er það hægt. Svo má líka henda Ref eða Merði með svipuðum afleiðingum. Þeir sem hafa krafta í kögglum geta líka hent Hrúti eða Rúti, einkum ef hann er ungur. Svipað á við um Björn en Kálfur er vandræðalaus.

Fuglum er líka hægt að henda ef því er að skipta. Ef ætlunin er að henda fugli í mann er þó kannski betra að fuglinn sé dauður því að annars flýgur hann kannski upp og lendir ekki á manninum. En þetta gildir bæði um Hrafn, Þröst, Svölu, Erlu, Lóu, Ara, Örn, Val, Hauk, Gauk, Svan, Orra, Má og fleiri fugla sem stundum eru skrifaðir með stórum staf. Spyrjandinn heitir Hrefna sem getur þýtt kvenhrafn og þess vegna er hægt að henda henni samkvæmt þessu. En nafnið getur líka þýtt hvalategund af smærri gerðinni og þá fer þetta að verða spurning um krafta hrefnukastarans og aldur dýrsins.

Einu sinni var kastað mistilteini og það fellur auðvitað ekki undir spurninguna. Hins vegar er hægt að kasta Reyni. Ef hann er orðinn of stór og gamall má hluta hann sundur fyrst. Sama gildir um Víði, Ösp, Þöll, Rós, Lilju, Sóley, Fífil, Björk og fleiri, en ekki er okkur kunnugt um Túlípana í þessum hópi. Sumum er meira að segja illa við Ösp og mundu sjálfsagt gjarnan vilja henda henni.

Svo er auðvitað fátt hægara en að henda Knúti og í gamla daga köstuðu menn Rún á milli sín, ekki þó endilega í góðum tilgangi. Rúnin hefur sjálfsagt ekki hentað verr til slíkra hluta þó að hún héti Guðrún eða Sigrún, utan hvað slíkar rúnir verða varla nýttar til ills. En Björgu hefur líka verið beitt í þessum tilgangi, meðal annars til að seðja hungur manna.

Við gerum okkur ekki vonir um að hafa tæmt umræðuefnið með þessum ábendingum, en við látum lesandanum eftir að halda áfram á sömu braut eftir vild.

Að lokum viljum við undirstrika að þetta er föstudagssvar sem ber ekki að taka hátíðlega.

Útgáfudagur

30.11.2001

Spyrjandi

Hrefna Helgadóttir, fædd 1989

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2001. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1981.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 30. nóvember). Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1981

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2001. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1981>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér.

Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og aðeins eina lausn. Hér er þó ekki því að heilsa. Þessi "gáta" sýnist hafa margar lausnir; það er hægt að henda svo mörgum hlutum! Niðurstaðan virðist því framar öðru háð ímyndunaraflinu og kannski því hversu sterkur kastarinn er.

Einna meinlausast er líklega að henda Snæ eða Mjöll í annan mann, að minnsta kosti ef þau eru ekki hnoðuð um of. Miklu hættulegra er að henda Steini því að hann er bæði harður og þungur. Við mælum alls ekki með því að hann sé notaður til þess arna enda er ekki heldur víst að hann gæti mætt afleiðingunum. En í sama flokki mætti kasta Völu, allavega ef hún heitir bara því nafni. Í gamla daga var Geir (spjót) einmitt ætlaður til að henda honum í mann, og það beinlínis í þeim tilgangi að drepa hann. En ef Geir er hent í Stein fer niðurstaðan mjög eftir stafsetningunni, það er að segja hvort orðin eru með stórum staf eða ekki.

Svo kemur líka fyrir að menn henda dýrum. Þeir sem hafa andúð á köttum henda stundum Högna en það er svo skrýtið að þá kemur hann víst yfirleitt alltaf niður á fæturna. Það er ekki fallega gert að henda Högna í annað fólk en auðvitað er það hægt. Svo má líka henda Ref eða Merði með svipuðum afleiðingum. Þeir sem hafa krafta í kögglum geta líka hent Hrúti eða Rúti, einkum ef hann er ungur. Svipað á við um Björn en Kálfur er vandræðalaus.

Fuglum er líka hægt að henda ef því er að skipta. Ef ætlunin er að henda fugli í mann er þó kannski betra að fuglinn sé dauður því að annars flýgur hann kannski upp og lendir ekki á manninum. En þetta gildir bæði um Hrafn, Þröst, Svölu, Erlu, Lóu, Ara, Örn, Val, Hauk, Gauk, Svan, Orra, Má og fleiri fugla sem stundum eru skrifaðir með stórum staf. Spyrjandinn heitir Hrefna sem getur þýtt kvenhrafn og þess vegna er hægt að henda henni samkvæmt þessu. En nafnið getur líka þýtt hvalategund af smærri gerðinni og þá fer þetta að verða spurning um krafta hrefnukastarans og aldur dýrsins.

Einu sinni var kastað mistilteini og það fellur auðvitað ekki undir spurninguna. Hins vegar er hægt að kasta Reyni. Ef hann er orðinn of stór og gamall má hluta hann sundur fyrst. Sama gildir um Víði, Ösp, Þöll, Rós, Lilju, Sóley, Fífil, Björk og fleiri, en ekki er okkur kunnugt um Túlípana í þessum hópi. Sumum er meira að segja illa við Ösp og mundu sjálfsagt gjarnan vilja henda henni.

Svo er auðvitað fátt hægara en að henda Knúti og í gamla daga köstuðu menn Rún á milli sín, ekki þó endilega í góðum tilgangi. Rúnin hefur sjálfsagt ekki hentað verr til slíkra hluta þó að hún héti Guðrún eða Sigrún, utan hvað slíkar rúnir verða varla nýttar til ills. En Björgu hefur líka verið beitt í þessum tilgangi, meðal annars til að seðja hungur manna.

Við gerum okkur ekki vonir um að hafa tæmt umræðuefnið með þessum ábendingum, en við látum lesandanum eftir að halda áfram á sömu braut eftir vild.

Að lokum viljum við undirstrika að þetta er föstudagssvar sem ber ekki að taka hátíðlega.

...