Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Menn vita yfirleitt ekki nákvæmlega hversu margar kindur eru á landinu eða á tilteknum svæðum á sumrin. Fjöldinn breytist um sauðburðinn með hverju nýju lambi og síðan með náttúrulegum afföllum. Þess vegna er siður að miða tölur um sauðfé við það hversu margar ær eru settar á á haustin en af því ræðst til dæmis stærð fjárhúsa. Þegar sagt er til dæmis að tiltekinn bóndi eigi 200 fjár er átt við að hann hafi 200 ær á húsi yfir veturinn.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2000 voru alls 465.777 kindur á Íslandi. En ef rýnt er í tölur síðastliðinna 30 ára má sjá að sauðfé hefur farið mjög fækkandi á þeim tíma. Á umræddu tímabili var sauðfé flest á árinu 1978 eða rúmlega 891 þúsund ær en hefur síðan farið fækkandi eins á sjá má á eftirfarandi stöplariti.
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar kindur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2001, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2000.
Jón Már Halldórsson. (2001, 9. desember). Hvað eru margar kindur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2000
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar kindur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2001. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2000>.