Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er að hringja bjöllunni?

Ritstjórn Vísindavefsins

Ritstjórn Vísindavefsins hefur rætt þessa erfiðu spurningu rækilega. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að hugleiða hvort hún væri á verksviði okkar, en stundum fáum við spurningar sem eru það ekki. Síðan veltum við því fyrir okkur hvort þetta hefði verið mamma eða afi, stóri bróðir, Davíð eða Ingibjörg, Guð eða kannski ónefndur fjandvinur hans. En þar sem þetta er nú einu sinni vísindavefur teljum við tvo síðustu kostina ekki líklega. Einnig fannst okkur koma til greina að þetta hefði verið ofheyrn eða bilun í bjöllunni. Sjálfsagt dettur mörgum líka í hug að þetta hafi verið draugur eða huldufólk en við höfum ekki trú á að draugar hringi raunverulegum dyrabjöllum sem gefa frá sér raunveruleg hljóð.

Þannig höfum við leitað á vit fjölmargra fræðasviða, til dæmis hljóðfræði, rafsegulfræði, fjölskyldufræði, bókmenntafræði, (dul)sálarfræði, stjórnmálafræði og guðfræði. En að lokum höfum við fundið svarið á landareign rökfræðinnar.

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni? er sagt frá svokölluðum rökhendum sem rekja má allar götur til forngríska heimspekingsins Aristótelesar fyrir um það bil 2300 árum. Samkvæmt því búum við til eftirfarandi rökhendu sem svarar spurningunni:
Allir sem hringja bjöllum eru hringjarar

Einhver hringdi bjöllunni

_________________________________

Það var hringjari sem hringdi bjöllunni

Að lokum er skylt að nefna að þetta er svokallað föstudagssvar. Þess vegna ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega.



Mynd: HB

Útgáfudagur

14.12.2001

Spyrjandi

Bjarni Sigurbjörnsson, f. 1989

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver er að hringja bjöllunni?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2010.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 14. desember). Hver er að hringja bjöllunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2010

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver er að hringja bjöllunni?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2010>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er að hringja bjöllunni?
Ritstjórn Vísindavefsins hefur rætt þessa erfiðu spurningu rækilega. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að hugleiða hvort hún væri á verksviði okkar, en stundum fáum við spurningar sem eru það ekki. Síðan veltum við því fyrir okkur hvort þetta hefði verið mamma eða afi, stóri bróðir, Davíð eða Ingibjörg, Guð eða kannski ónefndur fjandvinur hans. En þar sem þetta er nú einu sinni vísindavefur teljum við tvo síðustu kostina ekki líklega. Einnig fannst okkur koma til greina að þetta hefði verið ofheyrn eða bilun í bjöllunni. Sjálfsagt dettur mörgum líka í hug að þetta hafi verið draugur eða huldufólk en við höfum ekki trú á að draugar hringi raunverulegum dyrabjöllum sem gefa frá sér raunveruleg hljóð.

Þannig höfum við leitað á vit fjölmargra fræðasviða, til dæmis hljóðfræði, rafsegulfræði, fjölskyldufræði, bókmenntafræði, (dul)sálarfræði, stjórnmálafræði og guðfræði. En að lokum höfum við fundið svarið á landareign rökfræðinnar.

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni? er sagt frá svokölluðum rökhendum sem rekja má allar götur til forngríska heimspekingsins Aristótelesar fyrir um það bil 2300 árum. Samkvæmt því búum við til eftirfarandi rökhendu sem svarar spurningunni:
Allir sem hringja bjöllum eru hringjarar

Einhver hringdi bjöllunni

_________________________________

Það var hringjari sem hringdi bjöllunni

Að lokum er skylt að nefna að þetta er svokallað föstudagssvar. Þess vegna ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega.



Mynd: HB...