Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?

Ritstjórn Vísindavefsins

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum.

Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt og ætti náttúrlega að vera bannað nú á dögum.

Þegar mikið er færst í fang, til dæmis þegar menn kaupa meira út á krítarkort en efni leyfa, þá sitja menn í súpunni þegar kemur að skuldadögum. Betra er þá að súpan sé sæmilega heit, að minnsta kosti ef þetta gerist um miðjan vetur. Aðrir koma engu í verk en hafa þó stór orð um miklar fyrirætlanir. Þeir láta þá sitja við orðin tóm.

Sumir telja að Íslendingar séu fremur þrjóskir og skipti ekki um skoðun hvað sem rökum og skynsamlegum ástæðum líður. Þá er sagt að þeir sitji við sinn keip en orðið merkir þar 'áraþollur'. Þannig minnir þetta á fortíð Íslendinga sem sjósóknara.

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum.

Í frægri bænavísu er þess beðið að "Sitji guðs englar saman í hring ..." en við látum lesandanum eftir að velta fyrir sér þeirri guðfræðilegu spurningu á hverju englarnir sitji. Við erum engan veginn viss um að þeir sitji á þeim líkamshluta sem spyrjandi nefnir en hugsanlegt er kannski að þeir sitji til að mynda á 'þjóhnöppunum'?

Svo tölum við líka oft um að menn þurfi að 'sitja á sér' og það er auðvitað vel hægt, ekkert síður en að troða sér um tær, samanber svar okkar um það efni. Menn geta til dæmis auðveldlega setið á höndunum á sér eða á hælunum.

Að lokum er þess að geta sem algengast er, að menn sitji til dæmis á stól, bekk, borði, gólfi eða þúfu, í stað þess að sitja endilega á eigin rassi. En þá er það væntanlega sitjandinn sem situr til að mynda á stólnum, eða hvað?

Þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka háalvarlega.

Mynd:

Útgáfudagur

28.12.2001

Spyrjandi

Ásrún Sigurjónsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2026.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 28. desember). Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2026

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2026>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?
Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum.

Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt og ætti náttúrlega að vera bannað nú á dögum.

Þegar mikið er færst í fang, til dæmis þegar menn kaupa meira út á krítarkort en efni leyfa, þá sitja menn í súpunni þegar kemur að skuldadögum. Betra er þá að súpan sé sæmilega heit, að minnsta kosti ef þetta gerist um miðjan vetur. Aðrir koma engu í verk en hafa þó stór orð um miklar fyrirætlanir. Þeir láta þá sitja við orðin tóm.

Sumir telja að Íslendingar séu fremur þrjóskir og skipti ekki um skoðun hvað sem rökum og skynsamlegum ástæðum líður. Þá er sagt að þeir sitji við sinn keip en orðið merkir þar 'áraþollur'. Þannig minnir þetta á fortíð Íslendinga sem sjósóknara.

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum.

Í frægri bænavísu er þess beðið að "Sitji guðs englar saman í hring ..." en við látum lesandanum eftir að velta fyrir sér þeirri guðfræðilegu spurningu á hverju englarnir sitji. Við erum engan veginn viss um að þeir sitji á þeim líkamshluta sem spyrjandi nefnir en hugsanlegt er kannski að þeir sitji til að mynda á 'þjóhnöppunum'?

Svo tölum við líka oft um að menn þurfi að 'sitja á sér' og það er auðvitað vel hægt, ekkert síður en að troða sér um tær, samanber svar okkar um það efni. Menn geta til dæmis auðveldlega setið á höndunum á sér eða á hælunum.

Að lokum er þess að geta sem algengast er, að menn sitji til dæmis á stól, bekk, borði, gólfi eða þúfu, í stað þess að sitja endilega á eigin rassi. En þá er það væntanlega sitjandinn sem situr til að mynda á stólnum, eða hvað?

Þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka háalvarlega.

Mynd:...