Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfalda tilraun og prófa þetta á sjálfum sér.

En starfsmenn Vísindavefsins eru fúsir að leggja ýmislegt á sig fyrir lesendur sína. Þeir hafa því gert slíka tilraun með þeim árangri að þeir skreppa nú óðum saman og er tvísýnt um framhald vefsins af þeim sökum. Við framkvæmd tilraunarinnar höfum við jafnframt komist að því að það er miklu hollara (skárra) upp á blóðsykur, kólesteról og fleira að borða antipastað á undan pastanu, eins og Ítalir gera líka yfirleitt.

Í grófum dráttum getum við lýst því, sem gerist þegar efni og andefni koma saman, með eftirfarandi ferli sem við sýnum á þremur tungumálum:
n g af efni + n g af andefni --> 0 g af efni (eða andefni) + heilmikið af orku

n grams of matter + n grams of antimatter --> 0 grams of matter (or antimatter) + lots of energy

n g materia + n g antimateria --> 0 g materia (o antimateria) + molto di energia
Þetta má síðan alhæfa sem hér segir:
tiltekið magn af x + jafnmikið af and-x --> ekkert af x + ef til vill eitthvað annað
Lesandinn getur til dæmis prófað að setja orðið 'pasta' inn fyrir x í þessu síðasta ferli en þá er 'eitthvað annað' = orka því að pasta er efni hvað sem öðru líður. Einnig getur x til dæmis verið 'bára' því að engin bára verður eftir þegar bára og andbára koma saman. Vel heppnuð andbylting verður til þess að byltingin misheppnast, byr og andbyr skapa engan vind, kommúnisti og andkommúnisti gera samtals engan kommúnista, Skoti og andskoti eru enginn Skoti, streymi og andstreymi gerir ekkert streymi, styggð og andstyggð eyða hvor annarri og þannig mætti lengi telja.

Nú gæti virst sem hagur Ítala kynni að vænkast af því að það er einmitt orka sem myndast þegar efni og andefni (pasta og antipasta) koma saman, og það er líka meðal annars orka sem við erum að sækjast eftir þegar við borðum. En orkan sem myndast úr efni og andefni er yfirleitt í formi svokallaðra ljóseinda sem eru bæði massalausar og hafa tiltölulega mjög mikla orku. Ljóseindir sem verða til á þennan hátt í meltingarfærum okkar þjóta því með ógnarhraða í burt án þess að skilja eftir sig nokkra orku í líkamanum.

Með þessum rökum höfum við í hyggju að skrifa Manneldisráði Íslands og leggja til að það skrifi systurstofnun sinni á Ítalíu til að benda á þessar afleiðingar þess að borða efni og andefni í sömu máltíð. En með því að meltingarfæri Ítala kunna að hafa lagað sig að þessum sið í aldanna rás er þó enn meiri ástæða til að vara aðrar þjóðir við því að fara að fikta við þetta.

Eftir að við höfðum samið þetta svar komumst við að því að í ítölskum orðabókum er ekki talað um antipasta heldur antipasto sem er þýtt sem 'forréttur'. Við höllumst einna helst að því að þetta sé prentvilla í orðabókunum og viljum í öllu falli vara fólk við ítölskum forréttum, að minnsta kosti ef pasta er í síðari réttum.

Vettvangsathugun hefur einnig leitt í ljós að hætturnar leynast víða því að í íslenskum búðum má finna vöru sem kallast andpaté eða eitthvað álíka. Við mælum ekki með því að slíkt sé borðað í sömu máltíð og paté.

Svo viljum við að lokum minna á að þetta er föstudagssvar við spurningu sem er í föstudagsflokki. Svarið má ekki taka með meiri alvöru en býr að baki spurningarinnar. Lesandinn verður sjálfur að taka ábyrgð á því hverju hann vill trúa í spurningu og svari.

Þeir sem vilja fræðast nánar um andefni geta til dæmis sett það orð inn í leitarvél Vísindavefsins efst til vinstri á skjánum.



Mynd af pasta og antipasta: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.1.2002

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2040.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 11. janúar). Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2040

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2040>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfalda tilraun og prófa þetta á sjálfum sér.

En starfsmenn Vísindavefsins eru fúsir að leggja ýmislegt á sig fyrir lesendur sína. Þeir hafa því gert slíka tilraun með þeim árangri að þeir skreppa nú óðum saman og er tvísýnt um framhald vefsins af þeim sökum. Við framkvæmd tilraunarinnar höfum við jafnframt komist að því að það er miklu hollara (skárra) upp á blóðsykur, kólesteról og fleira að borða antipastað á undan pastanu, eins og Ítalir gera líka yfirleitt.

Í grófum dráttum getum við lýst því, sem gerist þegar efni og andefni koma saman, með eftirfarandi ferli sem við sýnum á þremur tungumálum:
n g af efni + n g af andefni --> 0 g af efni (eða andefni) + heilmikið af orku

n grams of matter + n grams of antimatter --> 0 grams of matter (or antimatter) + lots of energy

n g materia + n g antimateria --> 0 g materia (o antimateria) + molto di energia
Þetta má síðan alhæfa sem hér segir:
tiltekið magn af x + jafnmikið af and-x --> ekkert af x + ef til vill eitthvað annað
Lesandinn getur til dæmis prófað að setja orðið 'pasta' inn fyrir x í þessu síðasta ferli en þá er 'eitthvað annað' = orka því að pasta er efni hvað sem öðru líður. Einnig getur x til dæmis verið 'bára' því að engin bára verður eftir þegar bára og andbára koma saman. Vel heppnuð andbylting verður til þess að byltingin misheppnast, byr og andbyr skapa engan vind, kommúnisti og andkommúnisti gera samtals engan kommúnista, Skoti og andskoti eru enginn Skoti, streymi og andstreymi gerir ekkert streymi, styggð og andstyggð eyða hvor annarri og þannig mætti lengi telja.

Nú gæti virst sem hagur Ítala kynni að vænkast af því að það er einmitt orka sem myndast þegar efni og andefni (pasta og antipasta) koma saman, og það er líka meðal annars orka sem við erum að sækjast eftir þegar við borðum. En orkan sem myndast úr efni og andefni er yfirleitt í formi svokallaðra ljóseinda sem eru bæði massalausar og hafa tiltölulega mjög mikla orku. Ljóseindir sem verða til á þennan hátt í meltingarfærum okkar þjóta því með ógnarhraða í burt án þess að skilja eftir sig nokkra orku í líkamanum.

Með þessum rökum höfum við í hyggju að skrifa Manneldisráði Íslands og leggja til að það skrifi systurstofnun sinni á Ítalíu til að benda á þessar afleiðingar þess að borða efni og andefni í sömu máltíð. En með því að meltingarfæri Ítala kunna að hafa lagað sig að þessum sið í aldanna rás er þó enn meiri ástæða til að vara aðrar þjóðir við því að fara að fikta við þetta.

Eftir að við höfðum samið þetta svar komumst við að því að í ítölskum orðabókum er ekki talað um antipasta heldur antipasto sem er þýtt sem 'forréttur'. Við höllumst einna helst að því að þetta sé prentvilla í orðabókunum og viljum í öllu falli vara fólk við ítölskum forréttum, að minnsta kosti ef pasta er í síðari réttum.

Vettvangsathugun hefur einnig leitt í ljós að hætturnar leynast víða því að í íslenskum búðum má finna vöru sem kallast andpaté eða eitthvað álíka. Við mælum ekki með því að slíkt sé borðað í sömu máltíð og paté.

Svo viljum við að lokum minna á að þetta er föstudagssvar við spurningu sem er í föstudagsflokki. Svarið má ekki taka með meiri alvöru en býr að baki spurningarinnar. Lesandinn verður sjálfur að taka ábyrgð á því hverju hann vill trúa í spurningu og svari.

Þeir sem vilja fræðast nánar um andefni geta til dæmis sett það orð inn í leitarvél Vísindavefsins efst til vinstri á skjánum.



Mynd af pasta og antipasta: HB...