Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af maurum?

Jón Már Halldórsson

Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu.

Rúmlega 12.000 tegundum maura hefur verið lýst en vísindamenn telja að heildarfjöldinn sé mun meiri, jafnvel vel yfir 20 þúsund tegundir. Það getur því verið nokkuð breytilegt á milli heimilda hversu margar tegundirnar eru taldar vera.



Maurtegundir í heiminum skipta þúsundum.

Maurar gegna þýðingarmiklu hlutverki í ýmsum vistkerfum, til dæmis í hitabeltinu. Ein leið til að meta mikilvægi tegundahóps í tilteknu vistkerfi er að finna út hver hlutfallsleg þyngd hennar er af heildarlífþyngd dýra í vistkerfinu. Í hitabeltinu er heildarlífþyngd maura nærri 25% af heildarlífþyngdinni og er það til að mynda mun hærra hlutfall en samanlögð lífþyngd allra hryggdýra í hitabeltinu.

Auk þess að vera svo fyrirferðarmiklir á sumum svæðum jarðar hafa maurar aðlagast ýmsum vistum í lífkerfinu. Nokkrar tegundir eru skæðar plöntuætur, aðrar eru rándýr, enn aðrar hræætur og svo eru til tegundir sem eru allt þar á milli. Maurar geta einnig verið skæð meindýr, meðal annars viðarmaurar (Camponotus spp.) sem naga sig í gegnum timbur og svonefndir eldmaurar (Solenopsis spp.) sem geta bitið fólk og valdið talsverðum óþægindum. Til eru um 200 tegundir eldmaura.

Flestar tegundir maura hafa fundist í Afríku eða 28% allra tegunda og þá aðallega á regnskógasvæðum álfunnar. Ein af hverjum fjórum maurategundum hefur fundist í Suður-Ameríku og hlutfallið er mjög svipað fyrir Asíu þar sem um 24% allra maurategunda lifa. Mikill meirihluti allra maurategunda heimsins lifir í hitabeltinu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.9.2009

Spyrjandi

Adam Einar, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af maurum?“ Vísindavefurinn, 25. september 2009, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20541.

Jón Már Halldórsson. (2009, 25. september). Hvað eru til margar tegundir af maurum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20541

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af maurum?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2009. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20541>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af maurum?
Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu.

Rúmlega 12.000 tegundum maura hefur verið lýst en vísindamenn telja að heildarfjöldinn sé mun meiri, jafnvel vel yfir 20 þúsund tegundir. Það getur því verið nokkuð breytilegt á milli heimilda hversu margar tegundirnar eru taldar vera.



Maurtegundir í heiminum skipta þúsundum.

Maurar gegna þýðingarmiklu hlutverki í ýmsum vistkerfum, til dæmis í hitabeltinu. Ein leið til að meta mikilvægi tegundahóps í tilteknu vistkerfi er að finna út hver hlutfallsleg þyngd hennar er af heildarlífþyngd dýra í vistkerfinu. Í hitabeltinu er heildarlífþyngd maura nærri 25% af heildarlífþyngdinni og er það til að mynda mun hærra hlutfall en samanlögð lífþyngd allra hryggdýra í hitabeltinu.

Auk þess að vera svo fyrirferðarmiklir á sumum svæðum jarðar hafa maurar aðlagast ýmsum vistum í lífkerfinu. Nokkrar tegundir eru skæðar plöntuætur, aðrar eru rándýr, enn aðrar hræætur og svo eru til tegundir sem eru allt þar á milli. Maurar geta einnig verið skæð meindýr, meðal annars viðarmaurar (Camponotus spp.) sem naga sig í gegnum timbur og svonefndir eldmaurar (Solenopsis spp.) sem geta bitið fólk og valdið talsverðum óþægindum. Til eru um 200 tegundir eldmaura.

Flestar tegundir maura hafa fundist í Afríku eða 28% allra tegunda og þá aðallega á regnskógasvæðum álfunnar. Ein af hverjum fjórum maurategundum hefur fundist í Suður-Ameríku og hlutfallið er mjög svipað fyrir Asíu þar sem um 24% allra maurategunda lifa. Mikill meirihluti allra maurategunda heimsins lifir í hitabeltinu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...