Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?

Ulrika Andersson

Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum:

Af hverju erum við ekki með eins lituð augu?

Af hverju erum við með lit á augunum?

Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum hennar ræður stærð sjáaldursins. Litarefnið í lithimnunni kallast melanín og er alltaf brúnt. Brúneygt fólk hefur mikið af litarefninu en þeir sem eru bláeygir hafa lítið sem ekkert.

Algengast er að bæði augun séu eins á litinn en þó eru til undantekningar frá því. Algengasta undantekningin er að annað augað sé brúnt og og hitt blátt. Sjaldgæfara er að margir ólíkir litir séu í eina og sama auganu. Orsakir mislitra augna geta verið nokkrar. Til dæmis er hugsanlegt að einstaklingurinn hafi orðið fyrir einhverjum áverka við fæðingu eða tekið inn lyf. Einnig hefur stökkbreyting getað valdið þessu.
Margir af þeim sem eru með erfðasjúkdóm sem kallast á ensku Waardenburg Syndrome eru með mislit augu. Auk mislitra augna er þetta fólk oft með skaddaða heyrn, mislitt hár og stundum er húð þeirra mislit. Augu þeirra geta líka verið óvenju blá. Á grundvelli rannsókna sem vísindamenn hafa gert á þessum erfðasjúkdómi telja þeir sig hafa fundið sannanir fyrir því að til sé gen sem hafi áhrif bæði á lit augna og á heyrn. Kvillinn er erfðafræðilega ríkjandi og því eru um helmingslíkur á því að börn þeirra sem haldin eru sjúkdómnum erfi hann.

Talið er að það séu aðallega tvö gen sem stjórna augnlitnum en hugsanlega geta 8-20 önnur komið þar við sögu. Rannsóknir sýna að eitt genið sem staðsett er á fimmtánda litningnum hefur þau áhrif að augun verða blá eða brún. Einnig hefur komið í ljós að gen á nítjánda litningnum hefur þau áhrif að augun verða græn eða blá.

Fólk með mislit augu vekur oft mikla athygli og jafnvel aðdáun. En svo hefur það ekki alltaf verið. Á miðöldum gat það verið beinlínis hættulegt að vera með mislit augu því það fólk var oft bendlað við kukl og galdra og var ósjaldan brennt á báli.

Enn er þó margt á huldu um ástæður þess að fólk fær mislit augu og fleiri rannsóknir þarf að gera til að komast til botns í því.

Heimildir

Britannica Online

Waardenburg Syndrom

Myndin og heimildir eru fráScientific American

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

18.1.2002

Spyrjandi

Ásta Guðjónsdóttir
Halldóra Eldjárn
Arnar Egilsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit? “ Vísindavefurinn, 18. janúar 2002. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2055.

Ulrika Andersson. (2002, 18. janúar). Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2055

Ulrika Andersson. „Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit? “ Vísindavefurinn. 18. jan. 2002. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2055>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?
Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum:

Af hverju erum við ekki með eins lituð augu?

Af hverju erum við með lit á augunum?

Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum hennar ræður stærð sjáaldursins. Litarefnið í lithimnunni kallast melanín og er alltaf brúnt. Brúneygt fólk hefur mikið af litarefninu en þeir sem eru bláeygir hafa lítið sem ekkert.

Algengast er að bæði augun séu eins á litinn en þó eru til undantekningar frá því. Algengasta undantekningin er að annað augað sé brúnt og og hitt blátt. Sjaldgæfara er að margir ólíkir litir séu í eina og sama auganu. Orsakir mislitra augna geta verið nokkrar. Til dæmis er hugsanlegt að einstaklingurinn hafi orðið fyrir einhverjum áverka við fæðingu eða tekið inn lyf. Einnig hefur stökkbreyting getað valdið þessu.
Margir af þeim sem eru með erfðasjúkdóm sem kallast á ensku Waardenburg Syndrome eru með mislit augu. Auk mislitra augna er þetta fólk oft með skaddaða heyrn, mislitt hár og stundum er húð þeirra mislit. Augu þeirra geta líka verið óvenju blá. Á grundvelli rannsókna sem vísindamenn hafa gert á þessum erfðasjúkdómi telja þeir sig hafa fundið sannanir fyrir því að til sé gen sem hafi áhrif bæði á lit augna og á heyrn. Kvillinn er erfðafræðilega ríkjandi og því eru um helmingslíkur á því að börn þeirra sem haldin eru sjúkdómnum erfi hann.

Talið er að það séu aðallega tvö gen sem stjórna augnlitnum en hugsanlega geta 8-20 önnur komið þar við sögu. Rannsóknir sýna að eitt genið sem staðsett er á fimmtánda litningnum hefur þau áhrif að augun verða blá eða brún. Einnig hefur komið í ljós að gen á nítjánda litningnum hefur þau áhrif að augun verða græn eða blá.

Fólk með mislit augu vekur oft mikla athygli og jafnvel aðdáun. En svo hefur það ekki alltaf verið. Á miðöldum gat það verið beinlínis hættulegt að vera með mislit augu því það fólk var oft bendlað við kukl og galdra og var ósjaldan brennt á báli.

Enn er þó margt á huldu um ástæður þess að fólk fær mislit augu og fleiri rannsóknir þarf að gera til að komast til botns í því.

Heimildir

Britannica Online

Waardenburg Syndrom

Myndin og heimildir eru fráScientific American...