Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun


Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum.

Persónufornöfnin við og þið voru notuð um tvo, vér og þér um fleiri, og eignarfornöfnin okkar og ykkar um tvo, vor og yðar um fleiri. Strax á 16. öld, þegar prentun hefst á Íslandi, sést að þetta kerfi er mjög á undanhaldi hérlendis. Það sem gerðist í málinu var að notkun tvítölu vék fyrir fleirtölu en þó á þann hátt að fornöfn tvítölunnar, við, þið, okkur, ykkur, voru nú notuð til að tákna fleiri en tvo. Leifar af gömlu fleirtölunni lifa hjá þeim sem enn kunna að þéra og segja t.d. „Vilduð þér gjöra svo vel að færa mér kaffibolla“ eða „Þakka yður fyrir,“ og í hátíðarræðum þegar þjóðin er ávörpuð: „Vér Íslendingar“.

Hinn gamla mun á tvítölu og fleirtölu finnum við enn í Biblíunni. Þar er þessi greinarmunur varðveittur, og ræður því hin gamla biblíumálshefð sem haldið er í innan kirkjunnar. Hann heyrist því hjá flestum prestum í messum. Annars staðar er hann horfinn úr daglegu máli.

Ekki er lögð áhersla á að kenna þennan mun í skólum. Mikilvægt er þó að vita af honum og að þekkja mun tvítölu og fleirtölu í fornum textum, til dæmis Íslendinga sögum, til þess að skilja þá rétt. Ég ætla að taka eitt dæmi úr Njáls sögu.
Þegar Njáll á Bergþórshvoli biður um hönd Hildigunnar fyrir Höskuld fóstra sinn segir hann við Flosa [stafsetningu er breytt]: „Gott má frá honum segja ... og skal ég svo fé til leggja að yður þyki sæmilega, ef þér viljið þetta mál að álitum gera.“ Og Flosi svarar honum: „Kalla munum vér á hana ... og vita hversu henni lítist maðurinn.“ Nokkru síðar segir Hildigunnur: „Þann hlut vilda ek til skilja ... ef þessi ráð takast, að vit værim austur hér.“
Þeir sem ekki þekkja mun tvítölu og fleirtölu átta sig ekki á að Njáll og Flosi nota fleirtölu í samtali sínu, enda eru þeir að tala fyrir hönd fjölskyldna sinna, en Hildigunnur tvítölu af því að hún er aðeins að tala um þau Höskuld. Þeir sem einhvern tíma lærðu að þéra gætu ef til vill haldið að Njáll og Flosi þéruðu hvor annan hátíðlega sem auðvitað er ekki rétt.

Þótt aðgreinig tvítölu og fleirtölu sé horfin úr daglegu máli má oft sjá leifar hennar, til dæmis í barnavísunni:
Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar,

með þeim við skulum fá oss far

og ferðast hér og þar.
Þarna er notuð fleirtalan við, eins og eðlilegt er í nútímamáli, en seinna forna fleirtalan oss hrynjandinnar vegna.



Eftir að svarið birtist, barst ritstjórn bréf frá Finnanum Tapio Koivukari með þeirri þörfu ábendingu að tvítölu verður ekki einungis vart í indó-evrópskum málum. Þetta málfræðifyrirbrigði lifir til dæmis góðu lífi í samísku: þar hafa ekki bara persónufornöfnin heldur líka sagnorðin tvítölumyndir.

Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.1.2002

Spyrjandi

Ólafur P. Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2067.

Guðrún Kvaran. (2002, 24. janúar). Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2067

Guðrún Kvaran. „Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2067>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?


Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum.

Persónufornöfnin við og þið voru notuð um tvo, vér og þér um fleiri, og eignarfornöfnin okkar og ykkar um tvo, vor og yðar um fleiri. Strax á 16. öld, þegar prentun hefst á Íslandi, sést að þetta kerfi er mjög á undanhaldi hérlendis. Það sem gerðist í málinu var að notkun tvítölu vék fyrir fleirtölu en þó á þann hátt að fornöfn tvítölunnar, við, þið, okkur, ykkur, voru nú notuð til að tákna fleiri en tvo. Leifar af gömlu fleirtölunni lifa hjá þeim sem enn kunna að þéra og segja t.d. „Vilduð þér gjöra svo vel að færa mér kaffibolla“ eða „Þakka yður fyrir,“ og í hátíðarræðum þegar þjóðin er ávörpuð: „Vér Íslendingar“.

Hinn gamla mun á tvítölu og fleirtölu finnum við enn í Biblíunni. Þar er þessi greinarmunur varðveittur, og ræður því hin gamla biblíumálshefð sem haldið er í innan kirkjunnar. Hann heyrist því hjá flestum prestum í messum. Annars staðar er hann horfinn úr daglegu máli.

Ekki er lögð áhersla á að kenna þennan mun í skólum. Mikilvægt er þó að vita af honum og að þekkja mun tvítölu og fleirtölu í fornum textum, til dæmis Íslendinga sögum, til þess að skilja þá rétt. Ég ætla að taka eitt dæmi úr Njáls sögu.
Þegar Njáll á Bergþórshvoli biður um hönd Hildigunnar fyrir Höskuld fóstra sinn segir hann við Flosa [stafsetningu er breytt]: „Gott má frá honum segja ... og skal ég svo fé til leggja að yður þyki sæmilega, ef þér viljið þetta mál að álitum gera.“ Og Flosi svarar honum: „Kalla munum vér á hana ... og vita hversu henni lítist maðurinn.“ Nokkru síðar segir Hildigunnur: „Þann hlut vilda ek til skilja ... ef þessi ráð takast, að vit værim austur hér.“
Þeir sem ekki þekkja mun tvítölu og fleirtölu átta sig ekki á að Njáll og Flosi nota fleirtölu í samtali sínu, enda eru þeir að tala fyrir hönd fjölskyldna sinna, en Hildigunnur tvítölu af því að hún er aðeins að tala um þau Höskuld. Þeir sem einhvern tíma lærðu að þéra gætu ef til vill haldið að Njáll og Flosi þéruðu hvor annan hátíðlega sem auðvitað er ekki rétt.

Þótt aðgreinig tvítölu og fleirtölu sé horfin úr daglegu máli má oft sjá leifar hennar, til dæmis í barnavísunni:
Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar,

með þeim við skulum fá oss far

og ferðast hér og þar.
Þarna er notuð fleirtalan við, eins og eðlilegt er í nútímamáli, en seinna forna fleirtalan oss hrynjandinnar vegna.



Eftir að svarið birtist, barst ritstjórn bréf frá Finnanum Tapio Koivukari með þeirri þörfu ábendingu að tvítölu verður ekki einungis vart í indó-evrópskum málum. Þetta málfræðifyrirbrigði lifir til dæmis góðu lífi í samísku: þar hafa ekki bara persónufornöfnin heldur líka sagnorðin tvítölumyndir.

Mynd: HB...