Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:
En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn himinn, engin jörð, engir hugir, engir líkamar. Því skyldi ég þá vera til? -- En ef ég sannfærði sjálfan mig hlýt ég að hafa verið til. -- En það er illur andi, máttugur og kænn, sem ævinlega blekkir mig af ásettu ráði. -- Ef hann blekkir mig er enginn vafi að ég er til. Blekki hann mig eins og hann vill: hann getur aldrei gert mig að engu, svo framarlega sem ég held ég sé eitthvað. Nú eru öll rök nægilega vegin og metin. Ég hlýt að draga þá ályktun að staðhæfingin Ég er, ég er til hljóti að vera sönn, hvenær sem ég segi hana eða hugsa (Önnur hugleiðing, bls. 142).
Á svipuðum nótum má benda á að staðhæfingin „Ég er ekki til” getur aldrei verið sönn. Merking staðhæfingarinnar felur í sér að orðið ég hlýtur að vísa til þess sem mælir. Ef mælandinn er ekki til á þeim tíma sem staðhæfingin er sett fram á orðið ég sér enga tilvísun og staðhæfingin verður merkingarlaus.

Ef til vill er það hugsanlegt að einhver geti einhvern tíma orðið sannfærður um að hann sé ekki til en slík sannfæring hlýtur þá að fela í sér rökvillu. Undirrituð treystir sér engan veginn til að gefa ráð um það hvernig fólk geti tileinkað sér svo fjarstæðukennda sannfæringu.

Hitt er svo allt annað mál hvort mögulegt sé fyrir spyrjanda eða einhvern annan að sannfæra aðra um að hann sé ekki til. Það má væntanlega gera með því að fela sig nógu lengi og efi um eigin tilvist þarf þar ekki að koma við sögu.

Heimild:

René Descartes (1641), Hugleiðingar um frumspeki, þýð. Þorsteinn Gylfason. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.

Sjá einnig eftirfarandi svör:Mynd: Móna Lísa eftir Leonardó da Vinci

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

25.1.2002

Spyrjandi

Ásgeir Valur Sigurðsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2002. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2070.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 25. janúar). Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2070

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2002. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?
Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:

En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn himinn, engin jörð, engir hugir, engir líkamar. Því skyldi ég þá vera til? -- En ef ég sannfærði sjálfan mig hlýt ég að hafa verið til. -- En það er illur andi, máttugur og kænn, sem ævinlega blekkir mig af ásettu ráði. -- Ef hann blekkir mig er enginn vafi að ég er til. Blekki hann mig eins og hann vill: hann getur aldrei gert mig að engu, svo framarlega sem ég held ég sé eitthvað. Nú eru öll rök nægilega vegin og metin. Ég hlýt að draga þá ályktun að staðhæfingin Ég er, ég er til hljóti að vera sönn, hvenær sem ég segi hana eða hugsa (Önnur hugleiðing, bls. 142).
Á svipuðum nótum má benda á að staðhæfingin „Ég er ekki til” getur aldrei verið sönn. Merking staðhæfingarinnar felur í sér að orðið ég hlýtur að vísa til þess sem mælir. Ef mælandinn er ekki til á þeim tíma sem staðhæfingin er sett fram á orðið ég sér enga tilvísun og staðhæfingin verður merkingarlaus.

Ef til vill er það hugsanlegt að einhver geti einhvern tíma orðið sannfærður um að hann sé ekki til en slík sannfæring hlýtur þá að fela í sér rökvillu. Undirrituð treystir sér engan veginn til að gefa ráð um það hvernig fólk geti tileinkað sér svo fjarstæðukennda sannfæringu.

Hitt er svo allt annað mál hvort mögulegt sé fyrir spyrjanda eða einhvern annan að sannfæra aðra um að hann sé ekki til. Það má væntanlega gera með því að fela sig nógu lengi og efi um eigin tilvist þarf þar ekki að koma við sögu.

Heimild:

René Descartes (1641), Hugleiðingar um frumspeki, þýð. Þorsteinn Gylfason. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.

Sjá einnig eftirfarandi svör:Mynd: Móna Lísa eftir Leonardó da Vinci...