Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sannar vitund að til er annað en hún?

Spyrjandi á væntanlega við hvort mögulegt sé, og þá hvernig, að setja fram sönnun á tilvist annarra hluta en eigin vitundar. Erfitt, eða jafnvel ómögulegt, er að efast um tilvist eigin vitundar en spurningin er hvort ég geti til dæmis sannað að hlutirnir sem ég skynja í kring um mig eigi sér sjálfstæða tilvist fremur en að vera bara hugarsmíð mín eða ímyndun.

Í stuttu máli má svara þessu með því að alls ekki er víst að þetta sé hægt. Sönnun af því tagi sem hér um ræðir væri jafnframt afsönnun á róttækri efahyggju og möguleikinn á slíkri afsönnun er umdeildur meðal heimspekinga.

Um efahyggju, vitundir og fleira sem tengist þessu efni má lesa nánar í eftirfarandi svörum:

Útgáfudagur

25.1.2002

Spyrjandi

Jóhann Ásmundsson

Höfundur

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvernig sannar vitund að til er annað en hún?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2002. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2072.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 25. janúar). Hvernig sannar vitund að til er annað en hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2072

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvernig sannar vitund að til er annað en hún?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2002. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2072>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.