Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?

Þegar tvö tungumál eru borin saman er alltaf munur til staðar; hljóðkerfið er ólíkt, beygingakerfið og setningafræðin sömuleiðis. Þetta á líka við þegar kemur að orðaforða tveggja mála. Hann er aldrei nákvæmlega eins. Til dæmis er ekki til orð á ensku sem þýðir nákvæmlega það sama og íslenska sögnin nenna. Hins vegar er hægt að koma sömu merkingu til skila og þá með orðasamböndum, útskýringum eða öðrum aðferðum.

Í íslensku eru fjölmörg orð til um mismunandi snjókomu en hins vegar má gera ráð fyrir því að orð um snjó séu ekki mörg til að mynda á arabísku. Hið sama gildir um táknmál. Í íslensku táknmáli eru ekki mörg tákn fyrir tónlist, hljóðfæri, hljóm eða tónfall. Orðaforði málsamfélags ræðst af umhverfinu sem það hrærist í og þeim umfjöllunarefnum sem upp koma.

Af þessu leiðir að svarið við spurningunni er nei, ekki eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli. Það eru heldur ekki til orð á íslensku fyrir öll tákn sem eru til á íslensku táknmáli. Samt sem áður duga bæði málin vel til að tala um hvaðeina, hvort sem er einfalda hluti eða flókna, heimspeki eða veðurfar.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufraMynd: HB

Útgáfudagur

25.1.2002

Spyrjandi

Agnes Ýr Aðalsteinsdóttir

Höfundur

táknmálskennari

Tilvísun

Svandís Svavarsdóttir. „Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2002. Sótt 26. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2074.

Svandís Svavarsdóttir. (2002, 25. janúar). Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2074

Svandís Svavarsdóttir. „Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2002. Vefsíða. 26. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2074>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þórólfur Matthíasson

1953

Þórólfur er prófessor við Hagfræðideild HÍ. Hann hefur m.a. fjallað um launakerfi sjómanna, upphaf kvótakerfisins í rækju-, síld-, loðnu- og botnfisksveiðum sem og orsakir og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins.