Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík

Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?

Rannveig Sverrisdóttir

Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu? þá gefur Íslensk orðtíðnibók (1991) þær upplýsingar að eftirfarandi orð séu þau tíu algengustu í íslensku:

 • og
 • vera
 • í
 • á
 • það
 • hann
 • ég
 • sem
 • hafa

Í spurningunni sem hér er leitast við að svara er spurt hvort algengustu orð í íslensku séu til á táknmáli (hér verður eingöngu miðað við íslenskt táknmál, ÍTM). Ef litið er á þessi tíu algengustu orð sem Íslensk orðtíðnibók gefur upp er svarið einfaldlega nei, þau eru ekki öll til í ÍTM, ekki á sama hátt og í íslensku að minnsta kosti.

Tíu algengustu orðin í íslensku eru ekki öll til í íslensku táknmáli, ekki á sama hátt og í íslensku að minnsta kosti.

Þessari spurningu er að hluta til svarað annars staðar á Vísindavefnum en eins og segir í svari við spurningunni Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli? eru engin tvö tungumál alveg eins. Tungumál heimsins eru ólík, bæði hvað varðar uppbyggingu og orðaforða en þó eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að tjá á þeim, hvort sem þau eru raddmál eða táknmál. Tungumál hafa ýmsar og stundum ólíkar leiðir til að gera grein fyrir hlutum og orðaforðinn er líka misjafn, finna má fjölmörg dæmi um það. Munur á milli tungumála getur líka falist í því að það sem eitt mál tjáir setningafræðilega tjáir annað með beygingu – eða jafnvel tónhæð eins og í tónamálum. Þegar þýða á milli mála er alls ekki sjálfgefið að hægt sé að þýða „orð fyrir orð“ heldur þarf oft að umorða og stundum þarf heila setningu á einu máli til að koma einu orði af öðru máli til skila.

Orðin tíu í listanum hér að ofan eru flest það sem kallast kerfisorð en kerfisorð hafa nær eingöngu málfræðilegt hlutverk en ekki merkingarlegt inntak. Það á til dæmis við um samtengingarnar á listanum, og, sem og að, en meginhlutverk samtenginga er að tengja saman setningar og setningaliði. Í ÍTM og reyndar mörgum öðrum táknmálum eru gjarnan farnar aðrar leiðir til að tengja saman setningar og þótt tákn séu til fyrir samtengingar er mun algengara að nota líkamsfærslu.[1] Dæmi um líkamsfærslu sem gegnir hlutverki samtengingar og kemur í stað og má sjá í setningunni „ég á tvo bræður og eina systur“:

Á meðan táknari myndar táknið fyrir bræður hallar hann sér til vinstri en færir sig svo yfir til hægri áður en systir er táknað. Og er þannig óþarft tákn.

Orðin í, á og sem finna má í listanum að ofan geta öll talist til forsetninga[2] sem einnig falla undir kerfisorð. Megineinkenni forsetninga í íslensku er að þær standa með fallorðum og stýra aukafalli á þeim. Íslenska táknmálið hefur ekki föll og því er ekki þörf fyrir tákn sem standa með til dæmis nafnorðum og stýra falli þeirra. Forsetningar vísa til staðar í tíma og rúmi, atviksorð geta líka táknað stað eða tíma en einnig hátt eða áherslu. Þar sem táknmál eru sjónræn mál, tjáð í þrívíðu rými, er notkun sérstakra tákna í þessu tilliti óþörf. Staðsetning hluta er sýnd í rýminu, hvort bók er á borði eða dýr í búri, nú eða hvort manneskja gengur eða frá bíl – allt er þetta sýnt með staðsetningu og hreyfingu tákna í rýminu sem gerir orðin sjálf, forsetningar eða atviksorð, óþörf. Það sama á við um áherslu og hátt, táknum er hér ofaukið því svokölluð látbrigði (e. non-manuals) sýna áherslu eða hátt ásamt því að breyting verður á hreyfingu tákns.

Þau orð sem bera höfuðmerkingu í setningum eru kölluð inntaksorð, þetta eru sagnorð, nafnorð, lýsingarorð og jafnvel atviksorð. Hvorki nafnorð né lýsingarorð er að finna á listanum yfir tíu algengustu orðin og einungis tvær sagnir eru þar, hafa og vera en þær geta báðar verið hjálparsagnir í íslensku og bera í þeim tilvikum ekki sjálfstæða merkingu. Ekki hafa öll táknmál hjálparsagnir, sögnin vera er til sem tengisögn í ÍTM en ekki sem hjálparsögn.

Fornöfnin á lista orðtíðnibókarinnar eru þrjú, ég, hann og það og teljast öll til persónufornafna. ÍTM hefur tákn fyrir persónufornöfn en þau eru tjáð með bendingum og staðsetningum í rými og beygjast hvorki í kynjum eða föllum. Táknin fyrir hann og ég eru því eins og ræðst merking þeirra af samhenginu.

Á þessum topp tíu lista eru því (nánast) engin orð sem bera meginmerkingu setninga í íslensku – og það skýrir að mestu leyti af hverju þau eru ekki til í ÍTM, málkerfin eru ólík og þar með kerfisorðin. Ef litið væri til lista yfir tíu algengustu inntaksorðin yrði svarið á annan veg. Í Íslensku orðtíðnibókinni má líka finna lista yfir tíu algengustu nafnorðin í íslensku og eru til tákn í ÍTM yfir þau öll. Sama mætti segja með sagnorðalistann, flest íslensku orðin á þeim lista eiga sér tákn í ÍTM þó ekki séu það alveg öll.

Enda þótt íslenskt táknmál sé ekki eins og neitt annað táknmál í heiminum þá eiga táknmál margt sammerkt hvað málfræði varðar enda eru þau af sömu ætt tungumála. Táknmál eru misskyld og eiga sum meira sameiginlegt en önnur. Kerfisorð eins og rætt var um hér að ofan eru mörg hver sjaldgæf í táknmálum og það á við um ÍTM eins og önnur. Ekki hefur verið gerð könnun á tíðni tákna í ÍTM og því ekki hægt að svara hver tíu algengustu orðin/táknin eru þar. Þekkingarbrunnurinn SignWiki sem unnin er af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra gegnir hlutverki orðabókar ÍTM og þar má fletta upp táknum eftir íslenskum orðum – og einnig lesa sér til um um málfræði þess. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að ekki er svo auðvelt að þýða orðalista úr einu máli yfir á annað því fleira kemur til en orðin, í tungumálum skiptir kerfið og þar með málfræðin líka máli.

Heimildir:

 • Baker, Anne, Beppie van den Bogaerde, Roland Pfau og Trude Schermer (ritstj.). 2016. The Linguistics of Sign Languages. An Introduction. John Benjamins Publishing Company, Amsterdam/Philadelphia.
 • Elísa G. Brynjólfsdóttir og Kristín Lena Þorvaldsdóttir. 2014. Að tengja saman epli og appelsínur. Aðaltengingar í íslenska táknmálinu. Íslenskt mál og almenn málfræði 36, 127-137.
 • Friðrik Magnússon. 1991. Íslensk orðtíðnibók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
 • Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
 • Málið.is. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík. Sótt 3. febrúar 2020 af https://malid.is/
 • Rannveig Sverrisdóttir. 2015. Persónufornöfn í ÍTM. SignWiki. Sótt 3. febrúar 2020 af http://is.signwiki.org/index.php/Persónufornöfn_Í_ÍTM
 • SignWiki. 2012. Þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík. Sótt 3. febrúar 2020 af https://is.signwiki.org

Tilvísanir:
 1. ^ Sjá nánari umfjöllun hjá Elísu G. Brynjólfsdóttur og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur 2014.
 2. ^ Íslensk orðtíðnibók (1991) telur þau til atviksorða, sjá bls. xxiv.

Myndband og mynd:

Matthildur sendi Vísindavefnum nokkrar spurningar og hér er að finna svar við einni þeirra.

Höfundur

Rannveig Sverrisdóttir

lektor í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við HÍ

Útgáfudagur

11.2.2020

Spyrjandi

Matthildur Jóhannsdóttir

Tilvísun

Rannveig Sverrisdóttir. „Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2020. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=74646.

Rannveig Sverrisdóttir. (2020, 11. febrúar). Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74646

Rannveig Sverrisdóttir. „Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2020. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74646>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?

Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu? þá gefur Íslensk orðtíðnibók (1991) þær upplýsingar að eftirfarandi orð séu þau tíu algengustu í íslensku:

 • og
 • vera
 • í
 • á
 • það
 • hann
 • ég
 • sem
 • hafa

Í spurningunni sem hér er leitast við að svara er spurt hvort algengustu orð í íslensku séu til á táknmáli (hér verður eingöngu miðað við íslenskt táknmál, ÍTM). Ef litið er á þessi tíu algengustu orð sem Íslensk orðtíðnibók gefur upp er svarið einfaldlega nei, þau eru ekki öll til í ÍTM, ekki á sama hátt og í íslensku að minnsta kosti.

Tíu algengustu orðin í íslensku eru ekki öll til í íslensku táknmáli, ekki á sama hátt og í íslensku að minnsta kosti.

Þessari spurningu er að hluta til svarað annars staðar á Vísindavefnum en eins og segir í svari við spurningunni Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli? eru engin tvö tungumál alveg eins. Tungumál heimsins eru ólík, bæði hvað varðar uppbyggingu og orðaforða en þó eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að tjá á þeim, hvort sem þau eru raddmál eða táknmál. Tungumál hafa ýmsar og stundum ólíkar leiðir til að gera grein fyrir hlutum og orðaforðinn er líka misjafn, finna má fjölmörg dæmi um það. Munur á milli tungumála getur líka falist í því að það sem eitt mál tjáir setningafræðilega tjáir annað með beygingu – eða jafnvel tónhæð eins og í tónamálum. Þegar þýða á milli mála er alls ekki sjálfgefið að hægt sé að þýða „orð fyrir orð“ heldur þarf oft að umorða og stundum þarf heila setningu á einu máli til að koma einu orði af öðru máli til skila.

Orðin tíu í listanum hér að ofan eru flest það sem kallast kerfisorð en kerfisorð hafa nær eingöngu málfræðilegt hlutverk en ekki merkingarlegt inntak. Það á til dæmis við um samtengingarnar á listanum, og, sem og að, en meginhlutverk samtenginga er að tengja saman setningar og setningaliði. Í ÍTM og reyndar mörgum öðrum táknmálum eru gjarnan farnar aðrar leiðir til að tengja saman setningar og þótt tákn séu til fyrir samtengingar er mun algengara að nota líkamsfærslu.[1] Dæmi um líkamsfærslu sem gegnir hlutverki samtengingar og kemur í stað og má sjá í setningunni „ég á tvo bræður og eina systur“:

Á meðan táknari myndar táknið fyrir bræður hallar hann sér til vinstri en færir sig svo yfir til hægri áður en systir er táknað. Og er þannig óþarft tákn.

Orðin í, á og sem finna má í listanum að ofan geta öll talist til forsetninga[2] sem einnig falla undir kerfisorð. Megineinkenni forsetninga í íslensku er að þær standa með fallorðum og stýra aukafalli á þeim. Íslenska táknmálið hefur ekki föll og því er ekki þörf fyrir tákn sem standa með til dæmis nafnorðum og stýra falli þeirra. Forsetningar vísa til staðar í tíma og rúmi, atviksorð geta líka táknað stað eða tíma en einnig hátt eða áherslu. Þar sem táknmál eru sjónræn mál, tjáð í þrívíðu rými, er notkun sérstakra tákna í þessu tilliti óþörf. Staðsetning hluta er sýnd í rýminu, hvort bók er á borði eða dýr í búri, nú eða hvort manneskja gengur eða frá bíl – allt er þetta sýnt með staðsetningu og hreyfingu tákna í rýminu sem gerir orðin sjálf, forsetningar eða atviksorð, óþörf. Það sama á við um áherslu og hátt, táknum er hér ofaukið því svokölluð látbrigði (e. non-manuals) sýna áherslu eða hátt ásamt því að breyting verður á hreyfingu tákns.

Þau orð sem bera höfuðmerkingu í setningum eru kölluð inntaksorð, þetta eru sagnorð, nafnorð, lýsingarorð og jafnvel atviksorð. Hvorki nafnorð né lýsingarorð er að finna á listanum yfir tíu algengustu orðin og einungis tvær sagnir eru þar, hafa og vera en þær geta báðar verið hjálparsagnir í íslensku og bera í þeim tilvikum ekki sjálfstæða merkingu. Ekki hafa öll táknmál hjálparsagnir, sögnin vera er til sem tengisögn í ÍTM en ekki sem hjálparsögn.

Fornöfnin á lista orðtíðnibókarinnar eru þrjú, ég, hann og það og teljast öll til persónufornafna. ÍTM hefur tákn fyrir persónufornöfn en þau eru tjáð með bendingum og staðsetningum í rými og beygjast hvorki í kynjum eða föllum. Táknin fyrir hann og ég eru því eins og ræðst merking þeirra af samhenginu.

Á þessum topp tíu lista eru því (nánast) engin orð sem bera meginmerkingu setninga í íslensku – og það skýrir að mestu leyti af hverju þau eru ekki til í ÍTM, málkerfin eru ólík og þar með kerfisorðin. Ef litið væri til lista yfir tíu algengustu inntaksorðin yrði svarið á annan veg. Í Íslensku orðtíðnibókinni má líka finna lista yfir tíu algengustu nafnorðin í íslensku og eru til tákn í ÍTM yfir þau öll. Sama mætti segja með sagnorðalistann, flest íslensku orðin á þeim lista eiga sér tákn í ÍTM þó ekki séu það alveg öll.

Enda þótt íslenskt táknmál sé ekki eins og neitt annað táknmál í heiminum þá eiga táknmál margt sammerkt hvað málfræði varðar enda eru þau af sömu ætt tungumála. Táknmál eru misskyld og eiga sum meira sameiginlegt en önnur. Kerfisorð eins og rætt var um hér að ofan eru mörg hver sjaldgæf í táknmálum og það á við um ÍTM eins og önnur. Ekki hefur verið gerð könnun á tíðni tákna í ÍTM og því ekki hægt að svara hver tíu algengustu orðin/táknin eru þar. Þekkingarbrunnurinn SignWiki sem unnin er af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra gegnir hlutverki orðabókar ÍTM og þar má fletta upp táknum eftir íslenskum orðum – og einnig lesa sér til um um málfræði þess. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að ekki er svo auðvelt að þýða orðalista úr einu máli yfir á annað því fleira kemur til en orðin, í tungumálum skiptir kerfið og þar með málfræðin líka máli.

Heimildir:

 • Baker, Anne, Beppie van den Bogaerde, Roland Pfau og Trude Schermer (ritstj.). 2016. The Linguistics of Sign Languages. An Introduction. John Benjamins Publishing Company, Amsterdam/Philadelphia.
 • Elísa G. Brynjólfsdóttir og Kristín Lena Þorvaldsdóttir. 2014. Að tengja saman epli og appelsínur. Aðaltengingar í íslenska táknmálinu. Íslenskt mál og almenn málfræði 36, 127-137.
 • Friðrik Magnússon. 1991. Íslensk orðtíðnibók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
 • Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
 • Málið.is. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík. Sótt 3. febrúar 2020 af https://malid.is/
 • Rannveig Sverrisdóttir. 2015. Persónufornöfn í ÍTM. SignWiki. Sótt 3. febrúar 2020 af http://is.signwiki.org/index.php/Persónufornöfn_Í_ÍTM
 • SignWiki. 2012. Þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík. Sótt 3. febrúar 2020 af https://is.signwiki.org

Tilvísanir:
 1. ^ Sjá nánari umfjöllun hjá Elísu G. Brynjólfsdóttur og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur 2014.
 2. ^ Íslensk orðtíðnibók (1991) telur þau til atviksorða, sjá bls. xxiv.

Myndband og mynd:

Matthildur sendi Vísindavefnum nokkrar spurningar og hér er að finna svar við einni þeirra....