Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt?

Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis verið að hugsa án tungumálsins þegar hann er í strætó, á æfingu eða við aðrar athafnir, sem sagt hugsanir hans eru ekki á ákveðnu tungumáli og hugsun er þannig óháð tungumálinu. Hugvísindamennirnir Steven Pinker og Jerry Fodor segja að hugsunin sé svo djúp og flókin að hún eigi sér stað áður en orðin verða til. Á þá vel við máltækið að hugsa fyrst og tala svo. Framsetning ræðst síðan af því hvaða tungumál verður notað, til dæmis í hvaða aðstæðum við erum, hvað við erum að hugsa um og hvaða fólk við erum í samskiptum við. Til dæmis getur táknmálstalandi barn rifjað upp innkaupalistann sem táknmálstalandi pabbinn var búinn að fara yfir, en notar raddmálið til að fara yfir listann með þeim sem er ekki táknmálstalandi.

Í stuttu máli þá getur verið að sá sem er eingöngu táknmálstalandi, eintyngdur, hugsi og dreymi á táknmáli ef tungumálið er notað í hugsunum og draumum. Sá sem er tvítyngdur eða fjöltyngdur notar mismunandi tungumál og þar á meðal táknmálið í hugsunum og draumi. Myndin er málverk eftir svissneska málarann Albert Anker (1831-1810).

Margar kannanir hafa verið gerðar þar sem tvítyngt eða fjöltyngt fólk er spurt á hvaða tungumáli það hugsi og meirihluti niðurstaðna bendir til að fólk hugsi á báðum tungumálum eða öllum þeim tungumálum sem það býr yfir. Niðurstaðan kemur í raun og veru ekki á óvart, það sama á við fólk sem er til dæmis tvítyngt á táknmál og ritmál eða raddmál. Sem sagt tvítyngdur einstaklingur eða fjöltyngdur einstaklingur notar tungumálin í ólíkum tilgangi, aðstæðum, við mismunandi fólk eða á mismunandi sviðum í lífinu.

Í stuttu máli þá getur verið að sá sem er eingöngu táknmálstalandi, eintyngdur, hugsi og dreymi á táknmáli ef tungumálið er notað í hugsunum og draumum. Sá sem er tvítyngdur eða fjöltyngdur notar mismunandi tungumál og þar á meðal táknmálið í hugsunum og draumi.

Mynd:

Höfundur

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

hjúkrunarfræðingur og formaður Félags heyrnarlausra

Útgáfudagur

11.2.2019

Spyrjandi

Baldur Steindórsson

Tilvísun

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir. „Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2019, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77123.

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir. (2019, 11. febrúar). Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77123

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir. „Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2019. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77123>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?
Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt?

Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis verið að hugsa án tungumálsins þegar hann er í strætó, á æfingu eða við aðrar athafnir, sem sagt hugsanir hans eru ekki á ákveðnu tungumáli og hugsun er þannig óháð tungumálinu. Hugvísindamennirnir Steven Pinker og Jerry Fodor segja að hugsunin sé svo djúp og flókin að hún eigi sér stað áður en orðin verða til. Á þá vel við máltækið að hugsa fyrst og tala svo. Framsetning ræðst síðan af því hvaða tungumál verður notað, til dæmis í hvaða aðstæðum við erum, hvað við erum að hugsa um og hvaða fólk við erum í samskiptum við. Til dæmis getur táknmálstalandi barn rifjað upp innkaupalistann sem táknmálstalandi pabbinn var búinn að fara yfir, en notar raddmálið til að fara yfir listann með þeim sem er ekki táknmálstalandi.

Í stuttu máli þá getur verið að sá sem er eingöngu táknmálstalandi, eintyngdur, hugsi og dreymi á táknmáli ef tungumálið er notað í hugsunum og draumum. Sá sem er tvítyngdur eða fjöltyngdur notar mismunandi tungumál og þar á meðal táknmálið í hugsunum og draumi. Myndin er málverk eftir svissneska málarann Albert Anker (1831-1810).

Margar kannanir hafa verið gerðar þar sem tvítyngt eða fjöltyngt fólk er spurt á hvaða tungumáli það hugsi og meirihluti niðurstaðna bendir til að fólk hugsi á báðum tungumálum eða öllum þeim tungumálum sem það býr yfir. Niðurstaðan kemur í raun og veru ekki á óvart, það sama á við fólk sem er til dæmis tvítyngt á táknmál og ritmál eða raddmál. Sem sagt tvítyngdur einstaklingur eða fjöltyngdur einstaklingur notar tungumálin í ólíkum tilgangi, aðstæðum, við mismunandi fólk eða á mismunandi sviðum í lífinu.

Í stuttu máli þá getur verið að sá sem er eingöngu táknmálstalandi, eintyngdur, hugsi og dreymi á táknmáli ef tungumálið er notað í hugsunum og draumum. Sá sem er tvítyngdur eða fjöltyngdur notar mismunandi tungumál og þar á meðal táknmálið í hugsunum og draumi.

Mynd:

...