Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?

Heiða María Sigurðardóttir

Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum:

  • Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna?
  • Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit?


Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Enginn ætti að þekkja drauma sína eins vel og sá sem dreymir þá; aðrir hafa ekki nema óbeinan aðgang að þeim.

Einu sinni héldu menn einmitt að þeir hefðu greiðan aðgang að sínu eigin hugarstarfi. Á upphafsárum sálfræðinnar voru rannsóknir á skynjun manna því stundaðar með sjálfsskoðun (e. introspection); vísindamenn reyndu að lýsa sinni eigin skynjun eins nákvæmlega og þeir gátu og greindu jafnvel hver skynhrif niður í grunneiningar sínar, svo sem lit og lögun.


Smám saman fóru gallar innskoðunar sem rannsóknaraðferðar að koma í ljós. Í kringum aldamótin 1900 töldu fræðimenn innan Würzburgskólans sig til að mynda hafa fundið dæmi um hugsun án hugmynda (e. imageless thought). Þetta skapaði heilmiklar deilur innan sálfræði og mörgum fannst niðurstöður Würzburgmanna fráleitar; að sjálfsögðu væru allar hugsanir sjónrænar! Um þetta rifust menn en komust ekki að neinu samkomulagi um hvort væri rétt. Aðalgalli innskoðunar er nefnilega sá að það er ekki með nokkru móti hægt að ganga úr skugga um að niðurstöðurnar sem með henni fást séu réttar; enginn getur athugað hvort innskoðun annars manns fari rétt fram. Af þessum sökum, meðal annarra, var fallið frá því að nota sjálfsskoðun í sálfræðirannsóknum. Þetta gerði fólk líka meðvitað um að því er ekkert endilega alltaf ljóst hvernig þeirra eigin hugur virkar.

Þegar reynt er að komast að einhverju um lit drauma lendir fólk í svipuðum vandræðum og mennirnir sem rifust um hugsanir án hugmynda; það eru fáar leiðir til að rannsaka huglæga upplifun fólks aðrar en að einfaldlega spyrja það um hana. Þrátt fyrir ákveðna galla er þetta því aðferðin sem menn hafa helst notast við. Það furðulega er að niðurstöðurnar hafa breyst í tímans rás. Á fyrri hluta 20. aldar voru afar fáir sem sögðust dreyma í lit. Árið 1962 birtist aftur á móti grein í hinu virta tímariti Science þar sem greint var frá rannsókn þar sem fólk var vakið upp úr draumsvefni og spurt um drauma sína. 83% draumanna voru að því er fólk sagði í lit. Seinni rannsóknir fengu tölur á bilinu 40% til 71%.


Hvers vegna hafa hugmyndir fólks um drauma sína breyst svona á nokkrum áratugum? Heimspekingurinn Eric Schwitzgebel hefur bent á að breyttar hugmyndir fólks um drauma sína urðu samfara breytingum í sjónvarpi og kvikmyndum; þegar svart-hvítar myndir voru algengastar sagðist fólk yfirleitt dreyma í svart-hvítu; þegar litmyndirnar komu fór fólk að telja sig dreyma í lit. Ein hugsanleg ástæða er að draumarnir hafi í alvörunni breyst því að sjálfsögðu getur reynsla manns haft áhrif á það sem mann dreymir. Það breytir því samt ekki að flest það sem fólk sá á tímum svart-hvítra kvikmynda var í lit, því veröldin sjálf er jú í lit. Schwitzgebel telur því líklegast að draumarnir hafi ekki breyst heldur einfaldlega frásagnir fólks af þeim.

Höfundur er ekki viss um að hann leggi fullan trúnað á hugmyndina um að breytingar á kvikmyndum skipti miklu máli fyrir drauma. Hann getur samt alveg tekið undir með Schwitzgebel að það er alls ekki víst að fólk geri sér grein fyrir eiginleikum eigin hugsana, þar með talið drauma. Setjum upp litla hugarleikfimiæfingu. Reynið að ímynda ykkur bleikan fíl. Sjáið þið virkilega fyrir ykkur bleika litinn? Vitið þið kannski bara að fíllinn er bleikur? Eða getið þið hreinlega ekki greint á milli þessara tveggja kosta?

Ef höfundur ætti sjálfur að svara þessum spurningum myndi hann svara síðustu spurningunni neitandi. Hann er hreint ekki viss um hvort hann skynji bleikan lit eða viti bara af honum, rétt eins og maður veit að tómatar eru rauðir og gúrkur grænar. Það er því að vissu leyti skilgreiningaratriði hvort fílshugmyndin mín sé bleik eða ekki. Þetta skýrir mögulega þessa furðulegu breytingu á draumalitum; kannski hafa draumar alltaf verið eins á litinn. Ef til vill er það bara skilgreining fólks á hvað teljist litir sem hefur breyst í gegnum tíðina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Draumar

Litir

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

14.12.2005

Spyrjandi

Haraldur Einarsson
Áslaug Dís Bergsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5484.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 14. desember). Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5484

Heiða María Sigurðardóttir. „Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5484>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?
Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum:

  • Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna?
  • Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit?


Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Enginn ætti að þekkja drauma sína eins vel og sá sem dreymir þá; aðrir hafa ekki nema óbeinan aðgang að þeim.

Einu sinni héldu menn einmitt að þeir hefðu greiðan aðgang að sínu eigin hugarstarfi. Á upphafsárum sálfræðinnar voru rannsóknir á skynjun manna því stundaðar með sjálfsskoðun (e. introspection); vísindamenn reyndu að lýsa sinni eigin skynjun eins nákvæmlega og þeir gátu og greindu jafnvel hver skynhrif niður í grunneiningar sínar, svo sem lit og lögun.


Smám saman fóru gallar innskoðunar sem rannsóknaraðferðar að koma í ljós. Í kringum aldamótin 1900 töldu fræðimenn innan Würzburgskólans sig til að mynda hafa fundið dæmi um hugsun án hugmynda (e. imageless thought). Þetta skapaði heilmiklar deilur innan sálfræði og mörgum fannst niðurstöður Würzburgmanna fráleitar; að sjálfsögðu væru allar hugsanir sjónrænar! Um þetta rifust menn en komust ekki að neinu samkomulagi um hvort væri rétt. Aðalgalli innskoðunar er nefnilega sá að það er ekki með nokkru móti hægt að ganga úr skugga um að niðurstöðurnar sem með henni fást séu réttar; enginn getur athugað hvort innskoðun annars manns fari rétt fram. Af þessum sökum, meðal annarra, var fallið frá því að nota sjálfsskoðun í sálfræðirannsóknum. Þetta gerði fólk líka meðvitað um að því er ekkert endilega alltaf ljóst hvernig þeirra eigin hugur virkar.

Þegar reynt er að komast að einhverju um lit drauma lendir fólk í svipuðum vandræðum og mennirnir sem rifust um hugsanir án hugmynda; það eru fáar leiðir til að rannsaka huglæga upplifun fólks aðrar en að einfaldlega spyrja það um hana. Þrátt fyrir ákveðna galla er þetta því aðferðin sem menn hafa helst notast við. Það furðulega er að niðurstöðurnar hafa breyst í tímans rás. Á fyrri hluta 20. aldar voru afar fáir sem sögðust dreyma í lit. Árið 1962 birtist aftur á móti grein í hinu virta tímariti Science þar sem greint var frá rannsókn þar sem fólk var vakið upp úr draumsvefni og spurt um drauma sína. 83% draumanna voru að því er fólk sagði í lit. Seinni rannsóknir fengu tölur á bilinu 40% til 71%.


Hvers vegna hafa hugmyndir fólks um drauma sína breyst svona á nokkrum áratugum? Heimspekingurinn Eric Schwitzgebel hefur bent á að breyttar hugmyndir fólks um drauma sína urðu samfara breytingum í sjónvarpi og kvikmyndum; þegar svart-hvítar myndir voru algengastar sagðist fólk yfirleitt dreyma í svart-hvítu; þegar litmyndirnar komu fór fólk að telja sig dreyma í lit. Ein hugsanleg ástæða er að draumarnir hafi í alvörunni breyst því að sjálfsögðu getur reynsla manns haft áhrif á það sem mann dreymir. Það breytir því samt ekki að flest það sem fólk sá á tímum svart-hvítra kvikmynda var í lit, því veröldin sjálf er jú í lit. Schwitzgebel telur því líklegast að draumarnir hafi ekki breyst heldur einfaldlega frásagnir fólks af þeim.

Höfundur er ekki viss um að hann leggi fullan trúnað á hugmyndina um að breytingar á kvikmyndum skipti miklu máli fyrir drauma. Hann getur samt alveg tekið undir með Schwitzgebel að það er alls ekki víst að fólk geri sér grein fyrir eiginleikum eigin hugsana, þar með talið drauma. Setjum upp litla hugarleikfimiæfingu. Reynið að ímynda ykkur bleikan fíl. Sjáið þið virkilega fyrir ykkur bleika litinn? Vitið þið kannski bara að fíllinn er bleikur? Eða getið þið hreinlega ekki greint á milli þessara tveggja kosta?

Ef höfundur ætti sjálfur að svara þessum spurningum myndi hann svara síðustu spurningunni neitandi. Hann er hreint ekki viss um hvort hann skynji bleikan lit eða viti bara af honum, rétt eins og maður veit að tómatar eru rauðir og gúrkur grænar. Það er því að vissu leyti skilgreiningaratriði hvort fílshugmyndin mín sé bleik eða ekki. Þetta skýrir mögulega þessa furðulegu breytingu á draumalitum; kannski hafa draumar alltaf verið eins á litinn. Ef til vill er það bara skilgreining fólks á hvað teljist litir sem hefur breyst í gegnum tíðina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Draumar

Litir

Heimildir og mynd

...