Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað ræður því hvað mann dreymir?

JGÞ

Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum?

Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við alltaf við hugsanir okkar þegar við erum vakandi? Hver kannast ekki við það að hugsa eitt og annað án þess að hafa í raun og veru ætlað sér að hugsa þá hugsun? Yfirleitt er heilinn í okkur á fullu að hugsa fyrir okkur og hugsanirnar spretta stundum hver af annari. Hver ræður því hvað við hugsum?

Segja má að heilinn ráði draumunum.

Ef við höfum þetta í huga þá má svara spurningunni á þá vegu að það er heilinn í okkur sem "ræður því" hvað okkur dreymir. Oftar en ekki dreymir okkur eitthvað sem tengist því sem við vorum að gera eða upplifðum daginn áður.

Frekar lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: The Daily Galaxy. Sótt 2. 5. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Dagmar Helga Einarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvað ræður því hvað mann dreymir?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7155.

JGÞ. (2008, 4. mars). Hvað ræður því hvað mann dreymir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7155

JGÞ. „Hvað ræður því hvað mann dreymir?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7155>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ræður því hvað mann dreymir?
Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum?

Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við alltaf við hugsanir okkar þegar við erum vakandi? Hver kannast ekki við það að hugsa eitt og annað án þess að hafa í raun og veru ætlað sér að hugsa þá hugsun? Yfirleitt er heilinn í okkur á fullu að hugsa fyrir okkur og hugsanirnar spretta stundum hver af annari. Hver ræður því hvað við hugsum?

Segja má að heilinn ráði draumunum.

Ef við höfum þetta í huga þá má svara spurningunni á þá vegu að það er heilinn í okkur sem "ræður því" hvað okkur dreymir. Oftar en ekki dreymir okkur eitthvað sem tengist því sem við vorum að gera eða upplifðum daginn áður.

Frekar lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: The Daily Galaxy. Sótt 2. 5. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....