Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 13:02 í Reykjavík

Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim?

Skúli Magnússon

Það er enginn vafi á því, ef greiðsla er lögð inn á reikning einhvers vegna hreinna mistaka, að þá á greiðandinn rétt á því að fá greiðsluna endurgreidda frá reikningseigandanum. Öðru máli getur gegnt ef greiðandinn greiðir ranglega í þeirri trú að honum sé það skylt (til dæmis vegna þess að krafa sem er greidd er fallin niður fyrir fyrningu). Samkvæmt meginreglum kröfuréttar bæri þeim, sem fær ranglega í hendur peningagreiðslu, að endurgreiða hana þegar þess væri krafist. Ekki væri þó skylt að greiða dráttarvexti af endurgreiddri fjárhæð nema frá og með mánuði eftir að kröfuhafinn hefði sannanlega krafið um greiðsluna, sbr. 3.mgr.5.gr.laga nr 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Höfundur

lektor við lagadeild HÍ

Útgáfudagur

1.2.2002

Spyrjandi

Jón Arnar Ólafsson

Tilvísun

Skúli Magnússon. „Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim? “ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2002. Sótt 5. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=2091.

Skúli Magnússon. (2002, 1. febrúar). Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2091

Skúli Magnússon. „Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim? “ Vísindavefurinn. 1. feb. 2002. Vefsíða. 5. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2091>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim?
Það er enginn vafi á því, ef greiðsla er lögð inn á reikning einhvers vegna hreinna mistaka, að þá á greiðandinn rétt á því að fá greiðsluna endurgreidda frá reikningseigandanum. Öðru máli getur gegnt ef greiðandinn greiðir ranglega í þeirri trú að honum sé það skylt (til dæmis vegna þess að krafa sem er greidd er fallin niður fyrir fyrningu). Samkvæmt meginreglum kröfuréttar bæri þeim, sem fær ranglega í hendur peningagreiðslu, að endurgreiða hana þegar þess væri krafist. Ekki væri þó skylt að greiða dráttarvexti af endurgreiddri fjárhæð nema frá og með mánuði eftir að kröfuhafinn hefði sannanlega krafið um greiðsluna, sbr. 3.mgr.5.gr.laga nr 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

...