Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?

Gylfi Magnússon

SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum. Sjóðurinn notar þessa einingu í viðskiptum sínum en einnig er stuðst við hana í ýmsum öðrum viðskiptum, einkum þó milli ríkisstjórna, seðlabanka og alþjóðastofnana.

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, D.C.

Körfunni er breytt af og til og var það síðast gert 1. janúar 2001. Nú er karfan þannig reiknuð að Bandaríkjadalur vegur 45%, evran 29%, japanska jenið 15% og sterlingspundið 11%. Þegar þetta er skrifað, í febrúar 2002, kostar hvert SDR um 126 krónur íslenskar.

Nafnið sérstök dráttarréttindi er þannig til komið að aðildarþjóðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa rétt til að fá fé frá sjóðnum undir ákveðnum kringumstæðum, það er hafa rétt til að draga fé út úr sjóðnum. Hve mikið hver þjóð getur fengið eða dregið út er reiknað í fyrrgreindum einingum og þess vegna eru þær kenndar við dráttarréttindi.

Heimild og mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.2.2002

Spyrjandi

Jón Ágústsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2095.

Gylfi Magnússon. (2002, 5. febrúar). Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2095

Gylfi Magnússon. „Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2095>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?
SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum. Sjóðurinn notar þessa einingu í viðskiptum sínum en einnig er stuðst við hana í ýmsum öðrum viðskiptum, einkum þó milli ríkisstjórna, seðlabanka og alþjóðastofnana.

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, D.C.

Körfunni er breytt af og til og var það síðast gert 1. janúar 2001. Nú er karfan þannig reiknuð að Bandaríkjadalur vegur 45%, evran 29%, japanska jenið 15% og sterlingspundið 11%. Þegar þetta er skrifað, í febrúar 2002, kostar hvert SDR um 126 krónur íslenskar.

Nafnið sérstök dráttarréttindi er þannig til komið að aðildarþjóðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa rétt til að fá fé frá sjóðnum undir ákveðnum kringumstæðum, það er hafa rétt til að draga fé út úr sjóðnum. Hve mikið hver þjóð getur fengið eða dregið út er reiknað í fyrrgreindum einingum og þess vegna eru þær kenndar við dráttarréttindi.

Heimild og mynd:...