Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?

Einar Örn Þorvaldsson

Auðvelt er að reikna út hvað 10 m/s er mikill hraði í km/klst eða km/h; 'h' er alþjóðleg skammstöfun fyrir klukkustund (samanber frönsku 'heure' og ensku 'hour'). Við vitum að í einum kílómetra eru 1000 metrar og í klukkustund eru 3600 sekúndur. Því reiknum við:
10 m/s · 3600 s/h · 0,001 km/m = 36 km/h.
Þennan útreikning má hugsa þannig að við höfum tvisvar margfaldað með einum:
3600 s/h = 1 og 0,001 km/m = 1

Þetta þýðir til dæmis að heimsmethafinn í 100 m hlaupi fer álíka hratt og bíll á hraðanum 36 km á klukkustund. Bíll sem fer með þeim hraða undan vindi sem er 10 m/s er eins og hann sé í logni.

Á þessari síðu hjá Veðurstofu Íslands er hægt að sjá samanburð á vindhraða, mældum í vindstigum, metrum á sekúndu, kílómetrum á klukkustund og hnútum. Þar kemur í ljós að 10 m/s jafngilda 5 vindstigum og 20 m/s eru 8 vindstig. Eins og sést af þessu dæmi er ekki beint hlutfall milli vindstigafjölda og vindhraða og er því vissara að fletta upp í töflunni ef menn vilja hafa þetta rétt.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.2.2002

Spyrjandi

Bryndís Snorradóttir

Efnisorð

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2002, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2099.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 5. febrúar). Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2099

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2002. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2099>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?
Auðvelt er að reikna út hvað 10 m/s er mikill hraði í km/klst eða km/h; 'h' er alþjóðleg skammstöfun fyrir klukkustund (samanber frönsku 'heure' og ensku 'hour'). Við vitum að í einum kílómetra eru 1000 metrar og í klukkustund eru 3600 sekúndur. Því reiknum við:

10 m/s · 3600 s/h · 0,001 km/m = 36 km/h.
Þennan útreikning má hugsa þannig að við höfum tvisvar margfaldað með einum:
3600 s/h = 1 og 0,001 km/m = 1

Þetta þýðir til dæmis að heimsmethafinn í 100 m hlaupi fer álíka hratt og bíll á hraðanum 36 km á klukkustund. Bíll sem fer með þeim hraða undan vindi sem er 10 m/s er eins og hann sé í logni.

Á þessari síðu hjá Veðurstofu Íslands er hægt að sjá samanburð á vindhraða, mældum í vindstigum, metrum á sekúndu, kílómetrum á klukkustund og hnútum. Þar kemur í ljós að 10 m/s jafngilda 5 vindstigum og 20 m/s eru 8 vindstig. Eins og sést af þessu dæmi er ekki beint hlutfall milli vindstigafjölda og vindhraða og er því vissara að fletta upp í töflunni ef menn vilja hafa þetta rétt....