Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Trausti Jónsson

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík.

Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því valda algengar truflanir í mælingum. Þessar truflanir koma oft frá rafkerfi eða tengjast mikilli ísingu, hvoru tveggja gætir mest þegar veður er hvað verst. Það sem virðast vera miklar hviður eru oftar en ekki rafmagnstruflanir af ýmsu tagi. Þar sem mikið álag er á mælum er hættara við bilunum en ella.

Sjálfvirk veðurstöð á Gagnheiði 4. mars 2004. Horft í suðvestur og sér í Lagarfljót til hægri.

Þeir mælar sem mest hafa verið notaðir á fjallstindum hér á landi eru annarrar gerðar en á venjulegum stöðvum og eru líklegri til að fara í yfirsnúning sem kallað er. Á fjallstindum er lóðréttur þáttur vindsins meiri en annars staðar og blási vindurinn að hluta til upp undir mælinn getur hann farið að snúast hraðar en raunverulegur vindhraði myndi einn valda. Fjallamælar eru líka flestir fremur þungir í snúningi og eru því bæði tregari til að snúast í hægum vindi og snúast lengur eftir að vindhviða hefur gengið yfir heldur en hefðbundnari mælar. Yfirsnúningurinn getur valdið því að vindhviður mælast meiri en er í raun og snúningstregðan því að meðalvindurinn verður meiri en væri á venjulegum mæli. Þetta verður að hafa í huga þegar fjallað er um mælingar á mesta vindhraða á landinu.

Ekki er alltaf jafnljóst hvað átt er við þegar talað er um vindhviðu. Þeir mælar sem algengastir eru teljast næmir niður í hviður sem standa í 3 sekúndur, en flestir mælar Vegagerðarinnar mæla einnar sekúndu vind. Ekki er vitað hvert almennt styrkleikahlutfall 3 s og 1 s hviðu er og er það einnig háð staðháttum. Mælar Veðurstofunnar eru allir í 10 m hæð yfir jörðu, en flestir mælar Vegagerðarinnar í um 6 m hæð. Vegna hæðarmunarins ættu mælar Veðurstofunnar að sýna ívið hærri meðalvind en mælar Vegagerðarinnar, en vegna hviðunæmis ættu Vegagerðarmælar að sýna ívið hærri hviðugildi en Veðurstofumælarnir.

Þau met sem nefnd voru hér í upphafi svars þykja sannfærandi mælingar og hafa hlotið eins konar opinbera viðurkenningu sem mesti 10-mínútna meðalvindhraði og mesta vindhviða. Svipaður vindhraði mældist á Skálafelli 17. febrúar 2003 en þá fór 10-mínútna vindur í 63,9 m/s og hviða í 76,5 m/s. Má vera að þessi mæling sé rétt.

Stöku hærri mælingar aðrar eru taldar vafasamar - en ekki alveg hægt að afskrifa þær. Er einkum um einstakar hviður að ræða. Áreiðanleiki þessara athugana kemur betur í ljós þegar meira safnast af gögnum frá viðkomandi stöðvum og betra yfirlit fæst yfir tíðni slíkra atburða og samspil þeirra við aðstæður á hverjum stað.

Mesti vindhraði við yfirborð sem mælst hefur á jörðinni var í veðurathugunarstöðinni á Washingtonfjalli.

Að lokum má geta þess að mesti vindhraði sem mælst hefur á jörðinni var á Washingtonfjalli í ríkinu New Hampshire í Bandaríkjunum þann 12. apríl 1934. Þá mældist vindhraðinn 87m/s ± 4 m/s og 100 m/s í mestu hviðunni. Meira fárviðri hefur ekki mælst, hvorki fyrr né síðar. Mesti vindhviða sem mælst hefur með ratsjárvindmæli er hins vegar 142 m/s ± 5 m/s og var það í Oklahoma í Bandaríkjunum þann 3. maí 1999.

Heimild og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er mesti vindhraði sem hefur verið mældur í heiminum?

Þetta svar er að mestu leyti af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

26.5.2008

Spyrjandi

Páll Axel Ólafsson, Sigurður Svavarsson, Jakob Helgi Bjarnason

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47509.

Trausti Jónsson. (2008, 26. maí). Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47509

Trausti Jónsson. „Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47509>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?
Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík.

Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því valda algengar truflanir í mælingum. Þessar truflanir koma oft frá rafkerfi eða tengjast mikilli ísingu, hvoru tveggja gætir mest þegar veður er hvað verst. Það sem virðast vera miklar hviður eru oftar en ekki rafmagnstruflanir af ýmsu tagi. Þar sem mikið álag er á mælum er hættara við bilunum en ella.

Sjálfvirk veðurstöð á Gagnheiði 4. mars 2004. Horft í suðvestur og sér í Lagarfljót til hægri.

Þeir mælar sem mest hafa verið notaðir á fjallstindum hér á landi eru annarrar gerðar en á venjulegum stöðvum og eru líklegri til að fara í yfirsnúning sem kallað er. Á fjallstindum er lóðréttur þáttur vindsins meiri en annars staðar og blási vindurinn að hluta til upp undir mælinn getur hann farið að snúast hraðar en raunverulegur vindhraði myndi einn valda. Fjallamælar eru líka flestir fremur þungir í snúningi og eru því bæði tregari til að snúast í hægum vindi og snúast lengur eftir að vindhviða hefur gengið yfir heldur en hefðbundnari mælar. Yfirsnúningurinn getur valdið því að vindhviður mælast meiri en er í raun og snúningstregðan því að meðalvindurinn verður meiri en væri á venjulegum mæli. Þetta verður að hafa í huga þegar fjallað er um mælingar á mesta vindhraða á landinu.

Ekki er alltaf jafnljóst hvað átt er við þegar talað er um vindhviðu. Þeir mælar sem algengastir eru teljast næmir niður í hviður sem standa í 3 sekúndur, en flestir mælar Vegagerðarinnar mæla einnar sekúndu vind. Ekki er vitað hvert almennt styrkleikahlutfall 3 s og 1 s hviðu er og er það einnig háð staðháttum. Mælar Veðurstofunnar eru allir í 10 m hæð yfir jörðu, en flestir mælar Vegagerðarinnar í um 6 m hæð. Vegna hæðarmunarins ættu mælar Veðurstofunnar að sýna ívið hærri meðalvind en mælar Vegagerðarinnar, en vegna hviðunæmis ættu Vegagerðarmælar að sýna ívið hærri hviðugildi en Veðurstofumælarnir.

Þau met sem nefnd voru hér í upphafi svars þykja sannfærandi mælingar og hafa hlotið eins konar opinbera viðurkenningu sem mesti 10-mínútna meðalvindhraði og mesta vindhviða. Svipaður vindhraði mældist á Skálafelli 17. febrúar 2003 en þá fór 10-mínútna vindur í 63,9 m/s og hviða í 76,5 m/s. Má vera að þessi mæling sé rétt.

Stöku hærri mælingar aðrar eru taldar vafasamar - en ekki alveg hægt að afskrifa þær. Er einkum um einstakar hviður að ræða. Áreiðanleiki þessara athugana kemur betur í ljós þegar meira safnast af gögnum frá viðkomandi stöðvum og betra yfirlit fæst yfir tíðni slíkra atburða og samspil þeirra við aðstæður á hverjum stað.

Mesti vindhraði við yfirborð sem mælst hefur á jörðinni var í veðurathugunarstöðinni á Washingtonfjalli.

Að lokum má geta þess að mesti vindhraði sem mælst hefur á jörðinni var á Washingtonfjalli í ríkinu New Hampshire í Bandaríkjunum þann 12. apríl 1934. Þá mældist vindhraðinn 87m/s ± 4 m/s og 100 m/s í mestu hviðunni. Meira fárviðri hefur ekki mælst, hvorki fyrr né síðar. Mesti vindhviða sem mælst hefur með ratsjárvindmæli er hins vegar 142 m/s ± 5 m/s og var það í Oklahoma í Bandaríkjunum þann 3. maí 1999.

Heimild og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er mesti vindhraði sem hefur verið mældur í heiminum?

Þetta svar er að mestu leyti af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

...