Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?

Þórhildur LíndalEkki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það í sér það sem nefnt er foreldraskyldur í barnalögum, sbr. til dæmis VI. kafla og 29. gr. Í þriðja lagi felur það í sér rétt barnsins til forsjár foreldra, sbr. 2. mgr. Barnið á sem sagt rétt á forsjá foreldra sinna uns það verður sjálfráða og eru foreldrar forsjárskyldir við það. Foreldrum ber að gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.

Þrátt fyrir þá lögmæltu skipan að forsjá sé hjá foreldrum (eða eftir atvikum öðrum forsjáraðilum), er sá möguleiki fyrir hendi, ef heilsu barns eða þroska er hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, að barnaverndarnefnd svipti þá forræði yfir barninu með úrskurði, sbr. 25. gr. barnaverndarlaga nr. 58/1992.

Úrskurður um forsjársviptingu skal því aðeins kveðinn upp að ekki sé unnt að beita öðrum vægari aðgerðum til úrbóta skv. 21. og 24. gr. barnaverndarlaga eða slíkar aðgerðir hafa verið fullreyndar án nægilegs árangurs. Þessar aðgerðir eru til dæmis eftirlit með heimili, taka barns af heimili, læknisskoðun, innlögn á sjúkrahús eða aðra stofnun og svo framvegis.

Barn, er telur heilsu sinni eða þroska vera hætta búin, getur sjálft leitað til barnaverndarnefndar, sem leitar þá lausna á því máli með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Þegar foreldrar eru sviptir forsjá barns síns með úrskurði barnaverndarnefndar hverfur forsjá þess til barnaverndarnefndarinnar að svo stöddu. Síðan er barninu ráðstafað í fóstur til fósturforeldra og færist þá forsjáin yfir til þeirra. Barnaverndarnefnd ber að velja fósturforeldra af kostgæfni og með tilliti til aðstæðna þeirra, hæfni og reynslu sem heppilegra uppalenda. Enn fremur skal velja fósturforeldra sérstaklega út frá hagsmunum og þörfum viðkomandi barns.Mynd: Úr kvikmyndinni Oliver! frá 1968. Sjá IMDB.

Höfundur

lögfræðingur, umboðsmaður barna

Útgáfudagur

13.2.2002

Spyrjandi

N.N

Tilvísun

Þórhildur Líndal. „Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2002. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2111.

Þórhildur Líndal. (2002, 13. febrúar). Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2111

Þórhildur Líndal. „Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2002. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2111>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?


Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það í sér það sem nefnt er foreldraskyldur í barnalögum, sbr. til dæmis VI. kafla og 29. gr. Í þriðja lagi felur það í sér rétt barnsins til forsjár foreldra, sbr. 2. mgr. Barnið á sem sagt rétt á forsjá foreldra sinna uns það verður sjálfráða og eru foreldrar forsjárskyldir við það. Foreldrum ber að gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.

Þrátt fyrir þá lögmæltu skipan að forsjá sé hjá foreldrum (eða eftir atvikum öðrum forsjáraðilum), er sá möguleiki fyrir hendi, ef heilsu barns eða þroska er hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, að barnaverndarnefnd svipti þá forræði yfir barninu með úrskurði, sbr. 25. gr. barnaverndarlaga nr. 58/1992.

Úrskurður um forsjársviptingu skal því aðeins kveðinn upp að ekki sé unnt að beita öðrum vægari aðgerðum til úrbóta skv. 21. og 24. gr. barnaverndarlaga eða slíkar aðgerðir hafa verið fullreyndar án nægilegs árangurs. Þessar aðgerðir eru til dæmis eftirlit með heimili, taka barns af heimili, læknisskoðun, innlögn á sjúkrahús eða aðra stofnun og svo framvegis.

Barn, er telur heilsu sinni eða þroska vera hætta búin, getur sjálft leitað til barnaverndarnefndar, sem leitar þá lausna á því máli með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Þegar foreldrar eru sviptir forsjá barns síns með úrskurði barnaverndarnefndar hverfur forsjá þess til barnaverndarnefndarinnar að svo stöddu. Síðan er barninu ráðstafað í fóstur til fósturforeldra og færist þá forsjáin yfir til þeirra. Barnaverndarnefnd ber að velja fósturforeldra af kostgæfni og með tilliti til aðstæðna þeirra, hæfni og reynslu sem heppilegra uppalenda. Enn fremur skal velja fósturforeldra sérstaklega út frá hagsmunum og þörfum viðkomandi barns.Mynd: Úr kvikmyndinni Oliver! frá 1968. Sjá IMDB.

...