Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?

Lára V. Júlíusdóttir

Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt.

Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru síðan sett sérstök lög um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, lög nr. 29/1976. Samkvæmt þeim lögum fór BSRB með umboð til að gera aðalkjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd aðildarfélaga sinna, en aðildarfélögin önnuðust síðan gerð sérkjarasamninga. Samkvæmt þessum lögum hafði BSRB rétt til að fara í allsherjarverkfall í þeim tilgangi að knýja á um gerð aðalkjarasamnings. Verkfallsrétturinn var þó takmarkaður á ýmsan hátt og aðdragandi verkfalls var með öðrum hætti en á almennum vinnumarkaði.

Um aðra starfsmenn í þjónustu ríkisins giltu fram til 1986 ákvæði laganna frá 1915, sem bönnuðu opinberum starfsmönnum að fara í verkfall. Þau lög eru enn í fullu gildi fyrir tiltekna hópa opinberra starfsmanna.

Ýmsir annmarkar voru á þessu fyrirkomulagi og hafði BSRB lengi krafist þess að einstök aðildarfélög færu með samningsrétt eins og gilti á almennum vinnumarkaði og samtök háskólafólks höfðu lengi krafist verkfallsréttar.

Árið 1986 voru sett ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 94/1986. Meginrökin fyrir sérstökum lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna fólust annars vegar í sérstöðu þeirra hvað ráðningarkjör varðar og hins vegar í sérstöðu ríkisins sem vinnuveitanda og þeim skyldum sem ríkið hefur lögum samkvæmt á ýmsum sviðum, þar á meðal í verkefnum sem geta ekki verið háð verkföllum. Sjá Alþingistíðindi 1986, umræður, dálkur 1320 og áfram.

Sú sérstaða gildir enn um opinbera starfsmenn að félög þeirra hafa verkfallsrétt, en atvinnurekandinn, sem er ríkið, hefur ekki verkbannsrétt. Leiðir það af sérstöðu ríkisins sem atvinnurekanda.

Höfundur

hæstaréttarlögmaður

Útgáfudagur

15.2.2002

Spyrjandi

Arnar Guðmundsson

Tilvísun

Lára V. Júlíusdóttir. „Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2002, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2118.

Lára V. Júlíusdóttir. (2002, 15. febrúar). Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2118

Lára V. Júlíusdóttir. „Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2002. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?
Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt.

Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru síðan sett sérstök lög um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, lög nr. 29/1976. Samkvæmt þeim lögum fór BSRB með umboð til að gera aðalkjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd aðildarfélaga sinna, en aðildarfélögin önnuðust síðan gerð sérkjarasamninga. Samkvæmt þessum lögum hafði BSRB rétt til að fara í allsherjarverkfall í þeim tilgangi að knýja á um gerð aðalkjarasamnings. Verkfallsrétturinn var þó takmarkaður á ýmsan hátt og aðdragandi verkfalls var með öðrum hætti en á almennum vinnumarkaði.

Um aðra starfsmenn í þjónustu ríkisins giltu fram til 1986 ákvæði laganna frá 1915, sem bönnuðu opinberum starfsmönnum að fara í verkfall. Þau lög eru enn í fullu gildi fyrir tiltekna hópa opinberra starfsmanna.

Ýmsir annmarkar voru á þessu fyrirkomulagi og hafði BSRB lengi krafist þess að einstök aðildarfélög færu með samningsrétt eins og gilti á almennum vinnumarkaði og samtök háskólafólks höfðu lengi krafist verkfallsréttar.

Árið 1986 voru sett ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 94/1986. Meginrökin fyrir sérstökum lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna fólust annars vegar í sérstöðu þeirra hvað ráðningarkjör varðar og hins vegar í sérstöðu ríkisins sem vinnuveitanda og þeim skyldum sem ríkið hefur lögum samkvæmt á ýmsum sviðum, þar á meðal í verkefnum sem geta ekki verið háð verkföllum. Sjá Alþingistíðindi 1986, umræður, dálkur 1320 og áfram.

Sú sérstaða gildir enn um opinbera starfsmenn að félög þeirra hafa verkfallsrétt, en atvinnurekandinn, sem er ríkið, hefur ekki verkbannsrétt. Leiðir það af sérstöðu ríkisins sem atvinnurekanda.

...