Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Margrét Eggertsdóttir

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og fór sá lestur fram um miðjan dag, um ellefuleytið eða jafnvel enn fyrr. A jólum var lesið á kvöldin. Sums staðar var lesið úr postillunni áður en menn gengu til kirkju en annars staðar var lesið fyrir þá sem heima sátu meðan aðrir fóru til kirkju.

Svonefnd húsagatilskipun var gefin út 3. júní 1746. Í henni var kveðið á um skyldu foreldra til að kenna börnum að lesa. Samkvæmt tilskipuninni átti að lesa að minnsta kosti einu sinni á dag úr biblíunni eða annarri andríkri bók. Myndin sýnir húslestur og er eftir danska portrettmálarann August Schiøtt (1823-1895).

Af öllum þessum postillum, bæði frumsömdum og þýddum, kemst engin - hvað vinsældir og áhrif varðar - í hálfkvisti við Vídalínspostillu sem prentuð var í sjötta sinn árið 1744. Höfundur hennar var Jón biskup Vídalín (1666-1720). Jón var framúrskarandi predikari og postillan er gott dæmi um áhrif barokklistarinnar á íslenskar bókmenntir en að mati sumra fræðimanna, einkum danska guðfræðingsins Arne Møller (1929), má einnig greina ensk áhrif í ræðustíl Jóns Vídalín. Áhrifin eru einkum talin hafa borist með bókinni The Whole Duty of Man eftir Richard Allestree sem þýdd var á dönsku skömmu áður en Jón hélt til náms í Kaupmannahöfn. Gunnar Kristjánsson sem gaf Vídalínspostillu út árið 1995 og skrifaði ítarlegan inngang um höfundinn og ritið, telur þó að Møller hafi gert mun meira úr þessum ensku áhrifum en efni standi til. Að mati Gunnars ber postillan öll einkenni lúterskrar guðfræði barokktímans.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Margrét Eggertsdóttir

rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

18.9.2023

Spyrjandi

Sigurður Stefánsson

Tilvísun

Margrét Eggertsdóttir. „Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?“ Vísindavefurinn, 18. september 2023. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21252.

Margrét Eggertsdóttir. (2023, 18. september). Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21252

Margrét Eggertsdóttir. „Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2023. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21252>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?
Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og fór sá lestur fram um miðjan dag, um ellefuleytið eða jafnvel enn fyrr. A jólum var lesið á kvöldin. Sums staðar var lesið úr postillunni áður en menn gengu til kirkju en annars staðar var lesið fyrir þá sem heima sátu meðan aðrir fóru til kirkju.

Svonefnd húsagatilskipun var gefin út 3. júní 1746. Í henni var kveðið á um skyldu foreldra til að kenna börnum að lesa. Samkvæmt tilskipuninni átti að lesa að minnsta kosti einu sinni á dag úr biblíunni eða annarri andríkri bók. Myndin sýnir húslestur og er eftir danska portrettmálarann August Schiøtt (1823-1895).

Af öllum þessum postillum, bæði frumsömdum og þýddum, kemst engin - hvað vinsældir og áhrif varðar - í hálfkvisti við Vídalínspostillu sem prentuð var í sjötta sinn árið 1744. Höfundur hennar var Jón biskup Vídalín (1666-1720). Jón var framúrskarandi predikari og postillan er gott dæmi um áhrif barokklistarinnar á íslenskar bókmenntir en að mati sumra fræðimanna, einkum danska guðfræðingsins Arne Møller (1929), má einnig greina ensk áhrif í ræðustíl Jóns Vídalín. Áhrifin eru einkum talin hafa borist með bókinni The Whole Duty of Man eftir Richard Allestree sem þýdd var á dönsku skömmu áður en Jón hélt til náms í Kaupmannahöfn. Gunnar Kristjánsson sem gaf Vídalínspostillu út árið 1995 og skrifaði ítarlegan inngang um höfundinn og ritið, telur þó að Møller hafi gert mun meira úr þessum ensku áhrifum en efni standi til. Að mati Gunnars ber postillan öll einkenni lúterskrar guðfræði barokktímans.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....