Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar verk er Vídalínspostilla?

Margrét Eggertsdóttir

Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið undir nafninu Vídalínspostilla. Það kom fyrst út í tveimur hlutum á árunum 1718-1720, fyrst vetrarparturinn sem er mun stærri (1718) og síðan sumarparturinn (1720) og hefur að geyma alls 77 predikanir. Postilla er predikanasafn þar sem hver predikun er útlegging á guðspjallstexta allra sunnudaga árið um kring. Postillan var mjög dýr bók en varð þó strax mjög vinsæl eins og sjá má af fjölda endurprentana. Fram á miðja 19. öld var hún gefin út 13 sinnum og það í stórum upplögum.

Þegar Jón Vídalín var við nám í Kaupmannahöfn voru þar ríkjandi mikil ensk áhrif, ekki síst vegna tengsla dönsku og ensku konungsfjölskyldnanna. Jón komst í kynni við enskan púrítanisma, enda var eitt helsta verk þeirrar trúarstefnu, The Whole Duty of Man, þýtt á dönsku um svipað leyti. Hann þýddi sjálfur þetta verk á íslensku og kom það út undir titlinum Skylda mannsins við guð, sjálfan sig og náungann á árunum 1744 og 1748, nokkru eftir andlát biskupsins. Áhrifin birtast ekki síst í ræðustílnum sem var í tísku á þessum tíma. Einnig hefur verið bent á að píetisminn hafi haft mikil áhrif á guðfræði Jóns. Ein frægasta predikun hans (á sunnudag milli áttadags og þrettánda) fjallar um reiðina, hversu skaðleg hún er og hvernig hægt sé að ná tökum á henni. Hún gekk undir nafninu „reiðilesturinn“ sem seinna fékk aðra merkingu, það er skammaræða.

Húspostilla Jóns Vídalín gengur yfirleitt undir nafninu Vídalínspostilla. Hún kom fyrst út í tveimur hlutum á árunum 1718-1720 og hefur að geyma alls 77 predikanir.

Jón Vídalín átti að sumu leyti óvenjulega ævi. Hann lauk prófi í guðfræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1689 en gekk síðan í danska sjóherinn. Það hefur eflaust verið lærdómsrík lífsreynsla en sagt er að hann hafi verið leystur undan herþjónustu í Danmörku að beiðni móður hans, Margrétar Þorsteinsdóttur. Það hafi einnig hjálpað til að hann var „svo mjög expedit eða liðugur að gjöra latinsk vers sem þá var gjört til reynslu. Og skuli hann að ályktan hafa átt að segja: Tot pangam versus qvot stant in littore saxa si mihi pro quovis nummulus unus erit“ [Ég myndi yrkja jafnmargar ljóðlínur og steinarnir á ströndinni ef ég fengi smápening fyrir hverja þeirra] (Jón Ólafsson, 170-1). Jón Vídalín var með bestu skáldum íslenskum sem ortu á latínu.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mig langar að vita eitthvað um Jón Vídalín biskup í Skálholti og reiðilestur hans?

Höfundur

Margrét Eggertsdóttir

rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

3.10.2023

Spyrjandi

Sigurður Stefánsson

Tilvísun

Margrét Eggertsdóttir. „Hvers konar verk er Vídalínspostilla?“ Vísindavefurinn, 3. október 2023, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85370.

Margrét Eggertsdóttir. (2023, 3. október). Hvers konar verk er Vídalínspostilla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85370

Margrét Eggertsdóttir. „Hvers konar verk er Vídalínspostilla?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2023. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85370>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar verk er Vídalínspostilla?
Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið undir nafninu Vídalínspostilla. Það kom fyrst út í tveimur hlutum á árunum 1718-1720, fyrst vetrarparturinn sem er mun stærri (1718) og síðan sumarparturinn (1720) og hefur að geyma alls 77 predikanir. Postilla er predikanasafn þar sem hver predikun er útlegging á guðspjallstexta allra sunnudaga árið um kring. Postillan var mjög dýr bók en varð þó strax mjög vinsæl eins og sjá má af fjölda endurprentana. Fram á miðja 19. öld var hún gefin út 13 sinnum og það í stórum upplögum.

Þegar Jón Vídalín var við nám í Kaupmannahöfn voru þar ríkjandi mikil ensk áhrif, ekki síst vegna tengsla dönsku og ensku konungsfjölskyldnanna. Jón komst í kynni við enskan púrítanisma, enda var eitt helsta verk þeirrar trúarstefnu, The Whole Duty of Man, þýtt á dönsku um svipað leyti. Hann þýddi sjálfur þetta verk á íslensku og kom það út undir titlinum Skylda mannsins við guð, sjálfan sig og náungann á árunum 1744 og 1748, nokkru eftir andlát biskupsins. Áhrifin birtast ekki síst í ræðustílnum sem var í tísku á þessum tíma. Einnig hefur verið bent á að píetisminn hafi haft mikil áhrif á guðfræði Jóns. Ein frægasta predikun hans (á sunnudag milli áttadags og þrettánda) fjallar um reiðina, hversu skaðleg hún er og hvernig hægt sé að ná tökum á henni. Hún gekk undir nafninu „reiðilesturinn“ sem seinna fékk aðra merkingu, það er skammaræða.

Húspostilla Jóns Vídalín gengur yfirleitt undir nafninu Vídalínspostilla. Hún kom fyrst út í tveimur hlutum á árunum 1718-1720 og hefur að geyma alls 77 predikanir.

Jón Vídalín átti að sumu leyti óvenjulega ævi. Hann lauk prófi í guðfræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1689 en gekk síðan í danska sjóherinn. Það hefur eflaust verið lærdómsrík lífsreynsla en sagt er að hann hafi verið leystur undan herþjónustu í Danmörku að beiðni móður hans, Margrétar Þorsteinsdóttur. Það hafi einnig hjálpað til að hann var „svo mjög expedit eða liðugur að gjöra latinsk vers sem þá var gjört til reynslu. Og skuli hann að ályktan hafa átt að segja: Tot pangam versus qvot stant in littore saxa si mihi pro quovis nummulus unus erit“ [Ég myndi yrkja jafnmargar ljóðlínur og steinarnir á ströndinni ef ég fengi smápening fyrir hverja þeirra] (Jón Ólafsson, 170-1). Jón Vídalín var með bestu skáldum íslenskum sem ortu á latínu.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mig langar að vita eitthvað um Jón Vídalín biskup í Skálholti og reiðilestur hans?
...