Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Eru hundar skyldir bjarndýrum?

Jón Már Halldórsson



Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á undanförnum ármilljörðum.

Af því leiðir að hundar og bjarndýr eru verulega skyld enda eru bæði dýrin spendýr af ættbálki rándýra sem nefnist Carnivora á latínu. Til glöggvunar er gott að skoða ættartré rándýra en eins og sjá má eru flokkar rándýra alls 10 talsins.



Hundar og bjarndýr eru af sömu megingrein rándýra, yfirættinni Canoidea, eins og myndin hér að ofan sýnir. Hin yfirættin nefnist Feloidea. Á myndinni má einnig sjá innbyrðis skyldleika hinna mismunandi flokka rándýra. Sá flokkur rándýra sem er skyldastur hundum er flokkurinn Mustelidae, en í honum eru meðal annars minkar, otrar, skunkar, jarfar og hreysikettir.

Steingervingafræðingar telja að sameiginlegur forfaðir hunda og bjarndýra hafi verið uppi á míósen-tímabilinu fyrir um 25 milljónum ára. Síðan þá hefur tegundum fjölgað mikið. Sú grein sem greindist frá hunda- og marðagreinni hefur síðan þróast í ólíka flokka rándýra svo sem bjarndýr og þvottabirni en dýr úr hinum þremur flokkunum selir, sæljón og rostungar eyða mestum hluta ævi sinnar í hafinu.

Ef miðað er við sögu lífsins á jörðinni og innbyrðis skyldleika hinna fjölbreytilegu fylkinga lífvera þá er óhætt að fullyrða að flokkar bjarndýra og hunda séu verulega skyldir. Enda hafa dýr í þessum flokkum ýmis sameiginleg einkenni í líkamsbyggingu og lífeðlisfræði sem staðfesta skyldleikann.



Mynd: Af vefsetri BBC: Walking with Beasts

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.2.2002

Spyrjandi

Árdís Jónsdóttir, fædd 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hundar skyldir bjarndýrum?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2002. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2144.

Jón Már Halldórsson. (2002, 27. febrúar). Eru hundar skyldir bjarndýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2144

Jón Már Halldórsson. „Eru hundar skyldir bjarndýrum?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2002. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2144>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru hundar skyldir bjarndýrum?


Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á undanförnum ármilljörðum.

Af því leiðir að hundar og bjarndýr eru verulega skyld enda eru bæði dýrin spendýr af ættbálki rándýra sem nefnist Carnivora á latínu. Til glöggvunar er gott að skoða ættartré rándýra en eins og sjá má eru flokkar rándýra alls 10 talsins.



Hundar og bjarndýr eru af sömu megingrein rándýra, yfirættinni Canoidea, eins og myndin hér að ofan sýnir. Hin yfirættin nefnist Feloidea. Á myndinni má einnig sjá innbyrðis skyldleika hinna mismunandi flokka rándýra. Sá flokkur rándýra sem er skyldastur hundum er flokkurinn Mustelidae, en í honum eru meðal annars minkar, otrar, skunkar, jarfar og hreysikettir.

Steingervingafræðingar telja að sameiginlegur forfaðir hunda og bjarndýra hafi verið uppi á míósen-tímabilinu fyrir um 25 milljónum ára. Síðan þá hefur tegundum fjölgað mikið. Sú grein sem greindist frá hunda- og marðagreinni hefur síðan þróast í ólíka flokka rándýra svo sem bjarndýr og þvottabirni en dýr úr hinum þremur flokkunum selir, sæljón og rostungar eyða mestum hluta ævi sinnar í hafinu.

Ef miðað er við sögu lífsins á jörðinni og innbyrðis skyldleika hinna fjölbreytilegu fylkinga lífvera þá er óhætt að fullyrða að flokkar bjarndýra og hunda séu verulega skyldir. Enda hafa dýr í þessum flokkum ýmis sameiginleg einkenni í líkamsbyggingu og lífeðlisfræði sem staðfesta skyldleikann.



Mynd: Af vefsetri BBC: Walking with Beasts

...