Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?

Jón Már Halldórsson

Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og sjúga næringu úr þeim. Mítlarnir geta því valdið skaða á einstökum plöntum í görðum húsa þótt kvikindin sé alveg meinlaus mönnum.

Margir verða þó fyrir ónæði af veggjamítlum þegar þeir gera sig heimakomna í híbýlum manna til þess að leita sér að hentugum stað til að verpa eggjum sínum eða hafa hamskipti.

Kvikindin hafa einnig verið kölluð roðamaurar í daglegu tali og mætti því ætla að þetta væru maurar, en svo er ekki. Maurar hafa öll einkenni skordýra eins og til dæmis sex fætur. Áttfætlumaurar hafa, eins og nafnið gefur til kynna, átta fætur og eru af fylkingu áttfætlna (lat. Arachnida) en köngulær og sporðdrekar tilheyra einnig þessum hópi.

Um 300 tegundir af áttfætlumaurum hafa fundist á Íslandi. Til eru tvær aðrar tegundir fyrir utan veggjamítilinn sem einnig ganga undir nafninu roðamaurar vegna hins rauða litar. Önnur tegundin heitir Tetranychus urticaee á latínu en hefur verið kölluð gróðurhúsaspunamítill því að hún getur valdið miklum skemmdum í gróðurhúsum. Hin tegundin er svokallaður túnamítill eða Penthaleus major á latínu. Túnamítill hefur valdið miklum skaða á túnum, sérstaklega á Norðurlandi.

Heimildir

Bjarni E. Guðleifsson, Roðamaur eða mítlar. Morgunblaðið 14. maí 1988, Reykjavík.

Bjarni E. Guðleifsson og Sigurgeir Ólafsson, Grasmaurar. Freyr nr. 9, 1987, Reykjavík.



Mynd 1: PennState, College of Agricultural Sciences - Cooperative Extension, Department of Entomology

Mynd 2: General Exterminating, Inc.

Mynd 3: University of Nebraska, Department of Entomology

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.2.2002

Spyrjandi

Ástríður Jóna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum? “ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2146.

Jón Már Halldórsson. (2002, 27. febrúar). Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2146

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum? “ Vísindavefurinn. 27. feb. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2146>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?
Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og sjúga næringu úr þeim. Mítlarnir geta því valdið skaða á einstökum plöntum í görðum húsa þótt kvikindin sé alveg meinlaus mönnum.

Margir verða þó fyrir ónæði af veggjamítlum þegar þeir gera sig heimakomna í híbýlum manna til þess að leita sér að hentugum stað til að verpa eggjum sínum eða hafa hamskipti.

Kvikindin hafa einnig verið kölluð roðamaurar í daglegu tali og mætti því ætla að þetta væru maurar, en svo er ekki. Maurar hafa öll einkenni skordýra eins og til dæmis sex fætur. Áttfætlumaurar hafa, eins og nafnið gefur til kynna, átta fætur og eru af fylkingu áttfætlna (lat. Arachnida) en köngulær og sporðdrekar tilheyra einnig þessum hópi.

Um 300 tegundir af áttfætlumaurum hafa fundist á Íslandi. Til eru tvær aðrar tegundir fyrir utan veggjamítilinn sem einnig ganga undir nafninu roðamaurar vegna hins rauða litar. Önnur tegundin heitir Tetranychus urticaee á latínu en hefur verið kölluð gróðurhúsaspunamítill því að hún getur valdið miklum skemmdum í gróðurhúsum. Hin tegundin er svokallaður túnamítill eða Penthaleus major á latínu. Túnamítill hefur valdið miklum skaða á túnum, sérstaklega á Norðurlandi.

Heimildir

Bjarni E. Guðleifsson, Roðamaur eða mítlar. Morgunblaðið 14. maí 1988, Reykjavík.

Bjarni E. Guðleifsson og Sigurgeir Ólafsson, Grasmaurar. Freyr nr. 9, 1987, Reykjavík.



Mynd 1: PennState, College of Agricultural Sciences - Cooperative Extension, Department of Entomology

Mynd 2: General Exterminating, Inc.

Mynd 3: University of Nebraska, Department of Entomology ...