Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?

Geir Þ. Þórarinsson

Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra aðgerða gat til dæmis verið að hleypa út vökva og minnka þrýsting.



Þessi mynd frá 1655 sýnir höfuðkúpuboranir þess tíma og tólin sem notuð voru.

Frá aðgerðum af þessu tagi segir meðal annars í ritgerðinni Um höfuðáverka frá um 400 f.Kr. sem var eignuð forngríska lækninum Hippókratesi. Þar er fjallað um ýmsar gerðir höfuðáverka og hvernig skuli bera sig að þegar bora þarf gat á höfuðkúpuna. Ritgerð þessa lásu læknar allt fram á 18. öld. Sams konar lýsingu er að finna í 8. bók De medicina eftir rómverska höfundinn Aulus Cornelius Celsus frá 1. öld. Rómverskir læknar virðast hafa verið örlítið tregari til þess að gera aðgerðir af þessu tagi en framkvæmdu þær þó einnig.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

1.9.2010

Spyrjandi

Flosi Þór Karlsson, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?“ Vísindavefurinn, 1. september 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21534.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 1. september). Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21534

Geir Þ. Þórarinsson. „Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21534>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?
Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra aðgerða gat til dæmis verið að hleypa út vökva og minnka þrýsting.



Þessi mynd frá 1655 sýnir höfuðkúpuboranir þess tíma og tólin sem notuð voru.

Frá aðgerðum af þessu tagi segir meðal annars í ritgerðinni Um höfuðáverka frá um 400 f.Kr. sem var eignuð forngríska lækninum Hippókratesi. Þar er fjallað um ýmsar gerðir höfuðáverka og hvernig skuli bera sig að þegar bora þarf gat á höfuðkúpuna. Ritgerð þessa lásu læknar allt fram á 18. öld. Sams konar lýsingu er að finna í 8. bók De medicina eftir rómverska höfundinn Aulus Cornelius Celsus frá 1. öld. Rómverskir læknar virðast hafa verið örlítið tregari til þess að gera aðgerðir af þessu tagi en framkvæmdu þær þó einnig.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...