Sólin Sólin Rís 07:18 • sest 19:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:02 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:27 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:46 í Reykjavík

Hvar er mamma?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðingarár til þess að geta gefið þess konar svar. Við gerum ráð fyrir að lesendur okkar sjái þetta allt í hendi sér og rekjum það nánar sem hér segir:
  • Ef spyrjandi er til dæmis 0-6 mánaða er líklegt að mamma hans sé með hann í fanginu eða hún sé hjá honum. Kannski er spyrjandi úti í vagni og mamma hans þá í kalltækissambandi við hann.
  • Ef spyrjandi er til dæmis þriggja ára er líklegt að hann sé á barnaheimili þegar þetta er skrifað á föstudagsmorgni, og mamma hans í vinnunni.
  • Ef spyrjandi er að minnsta kosti orðinn stálpaður er hann væntanlega í skóla eða vinnu og mamma hans í vinnunni.
  • Ef við værum að svara þessu um miðnætti í kvöld mundum við segja að mamma spyrjandans sé sofandi í rúminu.
  • En á milli 5 og 7 í gær var hún trúlega á líkamsræktarstöð.
Ef spyrjandi á í erfiðleikum í samskiptum við mömmu sína viljum við benda honum á svar Sigrúnar Júlíusdóttur við spurningunni Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar? En ef það gerist mjög oft að hann finnur ekki mömmu sína og þarf að spyrja þessarar spurningar, þá hlýtur önnur spurning að vakna, sem sé hvort hann ætti ekki að leita til barnaverndaryfirvalda eða til umboðsmanns barna. Um slík mál má finna nokkur svör hér á Vísindavefnum undir leitarorðum eins og "uppeldi", "börn" og svo framvegis.Mynd: HB

Útgáfudagur

8.3.2002

Spyrjandi

Guðmundur Kjartansson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar er mamma?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2002. Sótt 25. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2168.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2002, 8. mars). Hvar er mamma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2168

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar er mamma?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2002. Vefsíða. 25. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2168>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er mamma?
Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðingarár til þess að geta gefið þess konar svar. Við gerum ráð fyrir að lesendur okkar sjái þetta allt í hendi sér og rekjum það nánar sem hér segir:

  • Ef spyrjandi er til dæmis 0-6 mánaða er líklegt að mamma hans sé með hann í fanginu eða hún sé hjá honum. Kannski er spyrjandi úti í vagni og mamma hans þá í kalltækissambandi við hann.
  • Ef spyrjandi er til dæmis þriggja ára er líklegt að hann sé á barnaheimili þegar þetta er skrifað á föstudagsmorgni, og mamma hans í vinnunni.
  • Ef spyrjandi er að minnsta kosti orðinn stálpaður er hann væntanlega í skóla eða vinnu og mamma hans í vinnunni.
  • Ef við værum að svara þessu um miðnætti í kvöld mundum við segja að mamma spyrjandans sé sofandi í rúminu.
  • En á milli 5 og 7 í gær var hún trúlega á líkamsræktarstöð.
Ef spyrjandi á í erfiðleikum í samskiptum við mömmu sína viljum við benda honum á svar Sigrúnar Júlíusdóttur við spurningunni Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar? En ef það gerist mjög oft að hann finnur ekki mömmu sína og þarf að spyrja þessarar spurningar, þá hlýtur önnur spurning að vakna, sem sé hvort hann ætti ekki að leita til barnaverndaryfirvalda eða til umboðsmanns barna. Um slík mál má finna nokkur svör hér á Vísindavefnum undir leitarorðum eins og "uppeldi", "börn" og svo framvegis.Mynd: HB...