Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?

ÞV

Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti annars staðar úti í geimnum.

En ef spyrjandi á við það hvort á jörðinni séu til að mynda einhver sérstök skordýr sem við ættum að kalla geimverur framar öðrum, þá er svarið nei. Skordýr jarðarinnar eru innbyrðis skyld þannig að meðal þeirra leynast ekki tegundir sem hafa orðið til á einhvern allt annan hátt en hinar.

Ef einhverjar sérstakar tiltölulega þróaðar tegundir af jarðneskum lífverum hefðu orðið til úti í geimnum, og þannig með allt öðrum hætti en aðrar þróaðar líftegundir, þá mundu þær skera sig úr í lífríkinu og væntanlega mynda sérstaka fylkingu eða slíkt. Þess konar frávik er ekki að finna í hinu raunverulega lífríki jarðar eins og við þekkjum það.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.3.2002

Spyrjandi

Guðjón Ólafsson, fæddur 1983

Tilvísun

ÞV. „Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2190.

ÞV. (2002, 14. mars). Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2190

ÞV. „Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?
Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti annars staðar úti í geimnum.

En ef spyrjandi á við það hvort á jörðinni séu til að mynda einhver sérstök skordýr sem við ættum að kalla geimverur framar öðrum, þá er svarið nei. Skordýr jarðarinnar eru innbyrðis skyld þannig að meðal þeirra leynast ekki tegundir sem hafa orðið til á einhvern allt annan hátt en hinar.

Ef einhverjar sérstakar tiltölulega þróaðar tegundir af jarðneskum lífverum hefðu orðið til úti í geimnum, og þannig með allt öðrum hætti en aðrar þróaðar líftegundir, þá mundu þær skera sig úr í lífríkinu og væntanlega mynda sérstaka fylkingu eða slíkt. Þess konar frávik er ekki að finna í hinu raunverulega lífríki jarðar eins og við þekkjum það....