Hrossaflugan heitir á ensku ýmist 'crane fly' eða 'daddy-long-legs' en seinna heitið er líka notað um köngulær sem líkjast hrossaflugum í útliti.
Hrossaflugan hefur fullkomna myndbreytingu sem flokkast í fjögur lífsstig (egg, lirfu, púpu og flugu) og spanna þessi fjögur stig samtals um það bil eitt ár. Þær lifa um allt land en eru algengastar sunnanlands. Þær eru helst á sveimi í gras- eða kjarrlendi en virðast líka kunna ágætlega við sig í þéttbýli þar sem gjarnan sést til þeirra. Yfir vetrartímann þegar þær eru á lirfustigi finnast þær aðallega í rökum jarðvegi og rotnandi plöntuleifum, í safnhaugum og laufhrúgum, og eiga virkan þátt í niðurbroti þeirra.
Það er fyrst og fremst á lirfustiginu sem hrossaflugur éta. Lirfurnar eru í flestum tilfellum rándýr og lifa á ormum og öðrum smádýrum. Fullorðnu dýrin eru ekki í æti eða þá aðeins í lítilsháttar hunangslögg (blómasykri).
Heimildir og mynd:
- Er vorið komið? á Náttúrufræðistofnun Íslands
- Jón S. Ólafsson. Skordýr (Insecta) á Veiðimálastofnun
- Folafluga - Tipula paludosa á Náttúrufræðistofnun Íslands
- Lísa Anne Libungan, Gísli Már Gíslason og Tryggvi Þórðarson: Folafluga - nýtt skordýr á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 77 (3-4), bls. 107-112, 2009.
- Mynd: Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Sótt 31. 8. 2011.
Þetta svar er eftir nemandur á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2002.