Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?

Þórunn Guðmundsdóttir

Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu.

Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og að konur taki að sér að vera yfirsetukonur.

Á Íslandi er ekki vitað til þess að karlmaður hafi haft yfirsetustörf að aðalatvinnu. Nokkrir karlmenn stunduðu þó þau störf og urðu sumir þekktir yfirsetumenn. Flestir þeirra sem voru yfirsetumenn eru nú gleymdir öðrum en eftirlifandi ættingjum sínum og er það miður.

Ljósmóðir að störfum.

Eini karlmaðurinn sem vitað er til að hafi tekið próf í yfirsetufræðum var Jón Halldórsson frá Arndísarstöðum í Eyjardalsársókn í Þingeyjarsýslu, fæddur um 1730. Hann tók prófið 26. mars árið 1776, hjá Jóni Péturssyni fjórðungslækni á Norðurlandi. Jóni Halldórssyni var mismunað vegna kynferðis síns því hann fékk ekki þóknun úr konungssjóði eins og hluti starfandi ljósmæðra á síðari hluta 18. aldar. Íslenskir ráðamenn, þar á meðal Jón Sveinsson landlæknir, töldu hann eiga rétt á þóknun, en ekki var lagalegur grundvöllur fyrir því að úthluta karlmanni úr sjóðnum.

Í bókinni Ljósmæður á Íslandi er getið annarra yfisetumanna sem urðu kunnir af störfum sínum. Þeir eru: Einar Jónsson (fæddur 1788), Eyjólfur Jónsson (fæddur 1822), Eyjólfur Runólfsson (fæddur 1847), Jón Finnbogason (fæddur 1831), Jónas Jónsson (fæddur 1840), Steinn Sigurðsson (fæddur 1830), Sveinn Sveinsson (fæddur 1799) og Sveinn Magnússon (fæddur 1849).

Nokkrir karlmenn sem ekki höfðu formlega læknismenntun en fengust við lækningar, stunduðu einnig yfirsetustörf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Bréfabækur landlækna 1760-1800.
  • Ljósmæður á Íslandi, I. og II. bindi.
  • Lovsamling for Island.
  • Wikipedia.com - mynd. Sótt 9.8.2010.

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2002

Spyrjandi

Sigurlaug Jónasdóttir, fædd 1985

Tilvísun

Þórunn Guðmundsdóttir. „Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2002. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2206.

Þórunn Guðmundsdóttir. (2002, 18. mars). Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2206

Þórunn Guðmundsdóttir. „Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2002. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2206>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?
Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu.

Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og að konur taki að sér að vera yfirsetukonur.

Á Íslandi er ekki vitað til þess að karlmaður hafi haft yfirsetustörf að aðalatvinnu. Nokkrir karlmenn stunduðu þó þau störf og urðu sumir þekktir yfirsetumenn. Flestir þeirra sem voru yfirsetumenn eru nú gleymdir öðrum en eftirlifandi ættingjum sínum og er það miður.

Ljósmóðir að störfum.

Eini karlmaðurinn sem vitað er til að hafi tekið próf í yfirsetufræðum var Jón Halldórsson frá Arndísarstöðum í Eyjardalsársókn í Þingeyjarsýslu, fæddur um 1730. Hann tók prófið 26. mars árið 1776, hjá Jóni Péturssyni fjórðungslækni á Norðurlandi. Jóni Halldórssyni var mismunað vegna kynferðis síns því hann fékk ekki þóknun úr konungssjóði eins og hluti starfandi ljósmæðra á síðari hluta 18. aldar. Íslenskir ráðamenn, þar á meðal Jón Sveinsson landlæknir, töldu hann eiga rétt á þóknun, en ekki var lagalegur grundvöllur fyrir því að úthluta karlmanni úr sjóðnum.

Í bókinni Ljósmæður á Íslandi er getið annarra yfisetumanna sem urðu kunnir af störfum sínum. Þeir eru: Einar Jónsson (fæddur 1788), Eyjólfur Jónsson (fæddur 1822), Eyjólfur Runólfsson (fæddur 1847), Jón Finnbogason (fæddur 1831), Jónas Jónsson (fæddur 1840), Steinn Sigurðsson (fæddur 1830), Sveinn Sveinsson (fæddur 1799) og Sveinn Magnússon (fæddur 1849).

Nokkrir karlmenn sem ekki höfðu formlega læknismenntun en fengust við lækningar, stunduðu einnig yfirsetustörf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Bréfabækur landlækna 1760-1800.
  • Ljósmæður á Íslandi, I. og II. bindi.
  • Lovsamling for Island.
  • Wikipedia.com - mynd. Sótt 9.8.2010.
...