Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?

Freysteinn Sigmundsson

Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglendi Íslands eru merki um landris sem varð þegar ísaldarjökullinn sem huldi Ísland bráðnaði.

Ljóst er að jörðin svarar langtímabreytingum í fargi á yfirborði líkt og deigt efni sem hnígur og færist til í samræmi við þá krafta sem verka á efnið. Næst yfirborði, niður á um 10 kílómetra dýpi, er jarðskorpan þó kaldari og stinnari og það veldur því að farg á jörðinni hefur áhrif langt út fyrir jaðar fargsins, líkt og krossviðarplata svignar undan þunga, langt út fyrir þann hlut sem lagður er ofan á plötuna. Hægt er að setja fram reiknilíkön sem líkja vel eftir svörun jarðarinnar við fargbreytingum og þannig má meta hvað gerist ef Vatnajökull hverfur.

Þess konar líkanreikningar benda til þess að sig undan núverandi Vatnajökli sé rúmir 100 metrar undir miðjum jöklinum. Ef þykkt Vatnajökuls breytist, þá er ljóst að landið leitar í nýja og hærri jafnvægisstöðu. Ef Vatnajökull hyrfi á morgun, þá yrði landris yfir 100 metra nálægt miðbiki núverandi jökuls. Landrisið myndi minnka með fjarlægð frá miðju jökulsins. Við jaðar núverandi jökuls myndi land rísa um eina 50 metra.

Landrisið myndi jafnframt ná langt út fyrir núverandi jaðar jökulsins. Landris við Höfn í Hornafirði yrði um 20 metrar, en í 50 kílómetra fjarlægð frá núverandi jökuljaðri yrði landrisið minna en 5 metrar.

Þessar landbreytingar tækju langan tíma, líklegast um eða yfir 100 ár. Rishraðinn yrði mestur fyrst, vel yfir 1 metri á ári, en síðan mundi hægja jafnt og þétt á landrisinu. Hraði breytinganna fer eftir seigju jarðlaga undir stinna hluta jarðskorpunnar, en seigjan ræður svörunartíma jarðarinnar. Seigjan er mjög há, meira en milljónföld seigja tjöru, og skýrir það lengd svörunartímans. Þó að um sé að ræða langan tíma, þá er svörunartíminn hér á landi miklu styttri heldur en annars staðar í heiminum, vegna hinnar jarðfræðilegu sérstöðu Íslands á rekhryggnum sem skilur að tvær af þeim meginplötum sem yfirborð jarðarinnar er gert úr.

Ýmis önnur áhrif en landris yrðu ef Vatnajökull hyrfi á morgun. Þannig myndi fargléttir líklega hafa gríðarleg áhrif á eldstöðvar undir jöklinum. Skyndileg bráðnun Vatnajökuls myndi leiða til tímabils mikillar eldvirkni þar sem fleiri af þeim eldstöðvum sem nú eru undir jöklinum gætu verið virkar samtímis með miklum eldgosum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Freysteinn Sigmundsson

Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

18.3.2002

Spyrjandi

Vaka Antonsdóttir

Tilvísun

Freysteinn Sigmundsson. „Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2208.

Freysteinn Sigmundsson. (2002, 18. mars). Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2208

Freysteinn Sigmundsson. „Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2208>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?
Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglendi Íslands eru merki um landris sem varð þegar ísaldarjökullinn sem huldi Ísland bráðnaði.

Ljóst er að jörðin svarar langtímabreytingum í fargi á yfirborði líkt og deigt efni sem hnígur og færist til í samræmi við þá krafta sem verka á efnið. Næst yfirborði, niður á um 10 kílómetra dýpi, er jarðskorpan þó kaldari og stinnari og það veldur því að farg á jörðinni hefur áhrif langt út fyrir jaðar fargsins, líkt og krossviðarplata svignar undan þunga, langt út fyrir þann hlut sem lagður er ofan á plötuna. Hægt er að setja fram reiknilíkön sem líkja vel eftir svörun jarðarinnar við fargbreytingum og þannig má meta hvað gerist ef Vatnajökull hverfur.

Þess konar líkanreikningar benda til þess að sig undan núverandi Vatnajökli sé rúmir 100 metrar undir miðjum jöklinum. Ef þykkt Vatnajökuls breytist, þá er ljóst að landið leitar í nýja og hærri jafnvægisstöðu. Ef Vatnajökull hyrfi á morgun, þá yrði landris yfir 100 metra nálægt miðbiki núverandi jökuls. Landrisið myndi minnka með fjarlægð frá miðju jökulsins. Við jaðar núverandi jökuls myndi land rísa um eina 50 metra.

Landrisið myndi jafnframt ná langt út fyrir núverandi jaðar jökulsins. Landris við Höfn í Hornafirði yrði um 20 metrar, en í 50 kílómetra fjarlægð frá núverandi jökuljaðri yrði landrisið minna en 5 metrar.

Þessar landbreytingar tækju langan tíma, líklegast um eða yfir 100 ár. Rishraðinn yrði mestur fyrst, vel yfir 1 metri á ári, en síðan mundi hægja jafnt og þétt á landrisinu. Hraði breytinganna fer eftir seigju jarðlaga undir stinna hluta jarðskorpunnar, en seigjan ræður svörunartíma jarðarinnar. Seigjan er mjög há, meira en milljónföld seigja tjöru, og skýrir það lengd svörunartímans. Þó að um sé að ræða langan tíma, þá er svörunartíminn hér á landi miklu styttri heldur en annars staðar í heiminum, vegna hinnar jarðfræðilegu sérstöðu Íslands á rekhryggnum sem skilur að tvær af þeim meginplötum sem yfirborð jarðarinnar er gert úr.

Ýmis önnur áhrif en landris yrðu ef Vatnajökull hyrfi á morgun. Þannig myndi fargléttir líklega hafa gríðarleg áhrif á eldstöðvar undir jöklinum. Skyndileg bráðnun Vatnajökuls myndi leiða til tímabils mikillar eldvirkni þar sem fleiri af þeim eldstöðvum sem nú eru undir jöklinum gætu verið virkar samtímis með miklum eldgosum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...