Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Í hvaða átt er vestur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum.

En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi samkvæmt sönnum sóltíma, það er að segja eftir að sól var í hágöngu í suðri. Í Reykjavík er hádegi núna um kl. 13:35 en á Ísafirði, þar sem spyrjandi býr, er það um fimm mínútum síðar. En ef spyrjandi gerir þetta rétt, gengur út um kl. 19:40 um jafndægur, þá mun hann sjá sólina vera að setjast við sjóndeildarhringinn í vestri. Óvitlaust væri að leggja á minnið við hvaða stað á sjóndeildarhringnum þetta gerist, en slíkir staðir hafa verið kallaðir eyktamörk á Íslandi.

Ef spyrjandi á ekki klukku eða vill ekki nota hana hefði hann raunar ekki þurft þess, heldur hefði hann einfaldlega getað beðið eftir sólsetrinu; það gerist í hávestri á jafndægrum.

Nú getur að vísu verið að fjöll í grenndinni trufli þessar athuganir. Spyrjandi þarf þó engan veginn að deyja ráðalaus fyrir því. Hann gæti til dæmis klætt sig betur og gengið út aftur eftir nákvæmlega 12 klukkustundir, klukkan 7:40 að morgni, og horft á sólina koma upp í austri, í þeirri von að þar sé minna af fjöllum en í vestri. Austur er sem kunnugt er gagnstætt við vestur. Ef maður er búinn að finna austur er þess vegna auðvelt að finna vestur, til dæmis með því að standa á vel skilgreindum og afmörkuðum stað, miða út stað í hæfilegri fjarlægð í austri þaðan, ganga þangað og horfa á upphaflega staðinn. Þá er maður nefnilega að horfa í vestur.

Spyrjandi getur líka notað stöðu sólarinnar á hádegi (kl. 13:40 á Ísafirði, en þá er hún hæst á lofti) til að finna vestur. Hann mundi þá hugsa sér lóðlínu frá sól niður að sjóndeildarhring, finna einhvern stað í stefnu á lóðlínuna, taka upp vinkil eða einhvern rétthyrndan hlut og miða út rétt horn sólarsinnis frá suðri. Þar er vestur.

Á sama hátt getur spyrjandi fundið vestur á stjörnubjartri nóttu með því að miða út Pólstjörnuna og hugsa sér lóðlínu frá henni niður á sjóndeildarhring og miða út 90 gráður andsælis frá þeirri stefnu. Þar er líka vestur, enda gefur þetta sömu stefnu og áður. Menn þurfa að vera betur klæddir til að beita þessari aðferð en hinum.

Nú má kannski spyrja af hverju við byrjuðum ekki á því að benda spyrjanda á að nota áttavita, en það er af því að við viljum ekki að hann fari að villast. Áttavitinn sýnir nefnilega segulskekkju og þess vegna er ekki svo auðvelt að finna nákvæmt vestur með honum. Við vitum ekki heldur hvort spyrjandi á áttavita en hinar aðferðirnar sem við höfum nefnt krefjast engra sérhæfðra tækja.

En kannski á spyrjandi kort og þá getur hann ef til vill fundið á kortinu áberandi stað, til dæmis fjallstind eða skarð sem er í hávestur frá húsinu þar sem hann býr eða frá öðrum stað sem hann kýs til að gera athuganir. Hann getur þá horft út um gluggann á þennan stað og þannig fundið vestur.Svo getur líka verið að spyrjandi geti fengið lánað GPS-tæki. Ef hann kveikir á því utan dyra og gengur svolítið um líður ekki á löngu þar til tækið sýnir honum áttirnar. Með því að æfa sig og prófa sig áfram getur hann meðal annars komist upp á lag með að ganga beint í vestur og kynnast þeirri tilfinningu sem því fylgir.

Skoðið einnig skyld svör:Teikning af sólarupprás: HB

Mynd með GPS móttakara: GeoSpatial Experts

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.3.2002

Spyrjandi

Ívar Pétursson, f. 1986

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Í hvaða átt er vestur?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2002. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2227.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 22. mars). Í hvaða átt er vestur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2227

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Í hvaða átt er vestur?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2002. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2227>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum.

En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi samkvæmt sönnum sóltíma, það er að segja eftir að sól var í hágöngu í suðri. Í Reykjavík er hádegi núna um kl. 13:35 en á Ísafirði, þar sem spyrjandi býr, er það um fimm mínútum síðar. En ef spyrjandi gerir þetta rétt, gengur út um kl. 19:40 um jafndægur, þá mun hann sjá sólina vera að setjast við sjóndeildarhringinn í vestri. Óvitlaust væri að leggja á minnið við hvaða stað á sjóndeildarhringnum þetta gerist, en slíkir staðir hafa verið kallaðir eyktamörk á Íslandi.

Ef spyrjandi á ekki klukku eða vill ekki nota hana hefði hann raunar ekki þurft þess, heldur hefði hann einfaldlega getað beðið eftir sólsetrinu; það gerist í hávestri á jafndægrum.

Nú getur að vísu verið að fjöll í grenndinni trufli þessar athuganir. Spyrjandi þarf þó engan veginn að deyja ráðalaus fyrir því. Hann gæti til dæmis klætt sig betur og gengið út aftur eftir nákvæmlega 12 klukkustundir, klukkan 7:40 að morgni, og horft á sólina koma upp í austri, í þeirri von að þar sé minna af fjöllum en í vestri. Austur er sem kunnugt er gagnstætt við vestur. Ef maður er búinn að finna austur er þess vegna auðvelt að finna vestur, til dæmis með því að standa á vel skilgreindum og afmörkuðum stað, miða út stað í hæfilegri fjarlægð í austri þaðan, ganga þangað og horfa á upphaflega staðinn. Þá er maður nefnilega að horfa í vestur.

Spyrjandi getur líka notað stöðu sólarinnar á hádegi (kl. 13:40 á Ísafirði, en þá er hún hæst á lofti) til að finna vestur. Hann mundi þá hugsa sér lóðlínu frá sól niður að sjóndeildarhring, finna einhvern stað í stefnu á lóðlínuna, taka upp vinkil eða einhvern rétthyrndan hlut og miða út rétt horn sólarsinnis frá suðri. Þar er vestur.

Á sama hátt getur spyrjandi fundið vestur á stjörnubjartri nóttu með því að miða út Pólstjörnuna og hugsa sér lóðlínu frá henni niður á sjóndeildarhring og miða út 90 gráður andsælis frá þeirri stefnu. Þar er líka vestur, enda gefur þetta sömu stefnu og áður. Menn þurfa að vera betur klæddir til að beita þessari aðferð en hinum.

Nú má kannski spyrja af hverju við byrjuðum ekki á því að benda spyrjanda á að nota áttavita, en það er af því að við viljum ekki að hann fari að villast. Áttavitinn sýnir nefnilega segulskekkju og þess vegna er ekki svo auðvelt að finna nákvæmt vestur með honum. Við vitum ekki heldur hvort spyrjandi á áttavita en hinar aðferðirnar sem við höfum nefnt krefjast engra sérhæfðra tækja.

En kannski á spyrjandi kort og þá getur hann ef til vill fundið á kortinu áberandi stað, til dæmis fjallstind eða skarð sem er í hávestur frá húsinu þar sem hann býr eða frá öðrum stað sem hann kýs til að gera athuganir. Hann getur þá horft út um gluggann á þennan stað og þannig fundið vestur.Svo getur líka verið að spyrjandi geti fengið lánað GPS-tæki. Ef hann kveikir á því utan dyra og gengur svolítið um líður ekki á löngu þar til tækið sýnir honum áttirnar. Með því að æfa sig og prófa sig áfram getur hann meðal annars komist upp á lag með að ganga beint í vestur og kynnast þeirri tilfinningu sem því fylgir.

Skoðið einnig skyld svör:Teikning af sólarupprás: HB

Mynd með GPS móttakara: GeoSpatial Experts...