Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál.
Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; íslensku, ensku, dönsku, afgönsku, hebresku, japönsku, og líka táknmáli. Þegar þið biðjið til englanna á kvöldin, skilja þeir ykkur. Englar hafa enga fordóma, virða alla einstaklinga í heiminum sama hvaða mál þeir tala og líka þá sem eru fatlaðir eða mállausir. Englar eru vinir okkar allra.
Önnur svör um táknmál á Vísindavefnum- Júlía G. Hreinsdóttir Hvernig hefur menntun heyrnarlausra verið háttað?
- Svandís Svavarsdóttir Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?
- Svandís Svavarsdóttir Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?
Mynd: Catholic Fine Art