Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Jóhanna af Örk?

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans.

Jóhanna af Örk.

Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar sem henni var skipað að leiða Frakka til sigurs í Hundrað ára stríðinu. Hinn ókrýndi konungur Frakka, Karl VII, sendi hana til borgarinnar Orlèans sem var umsetin af Englendingum. Jóhönnu tókst að aflétta umsátrinu um borgina á aðeins níu dögum og hlaut hún mikla frægð fyrir. Frakkar sigruðu í nokkrum orrustum til viðbótar og svo fór að lokum að Karl VII var krýndur konungur Frakklands í borginni Reims. Þetta hafði mjög jákvæð áhrif á sjálfstraust Frakka í stríðinu.

Jóhanna af Örk var handtekin af Englendingum nærri Compiègne árið 1431. Hún var dæmd til dauða fyrir villutrú af kirkjudómstól á vegum enska landstjórans Jóhanns hertoga af Bedford. Jóhanna var brennd á báli í Rúðuborg nokkru síðar. Hún varð þjóðhetja aðeins sautján ára og dó aðeins nítján ára gömul. Kallixtus páfi III. veitti henni uppreisn æru tuttugu og fjórum árum eftir dauða hennar. Jóhanna var tekin í dýrlingatölu 16. maí árið 1920 af Benedikt páfa XV.

Heimildir:

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

1.7.2008

Spyrjandi

Vigdís Hákonardóttir, Bryndís Lilja, Elva Eir Grétarsdóttir, Sigurgeir Thoroddsen

Tilvísun

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir. „Hver var Jóhanna af Örk?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22534.

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir. (2008, 1. júlí). Hver var Jóhanna af Örk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22534

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir. „Hver var Jóhanna af Örk?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22534>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Jóhanna af Örk?
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans.

Jóhanna af Örk.

Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar sem henni var skipað að leiða Frakka til sigurs í Hundrað ára stríðinu. Hinn ókrýndi konungur Frakka, Karl VII, sendi hana til borgarinnar Orlèans sem var umsetin af Englendingum. Jóhönnu tókst að aflétta umsátrinu um borgina á aðeins níu dögum og hlaut hún mikla frægð fyrir. Frakkar sigruðu í nokkrum orrustum til viðbótar og svo fór að lokum að Karl VII var krýndur konungur Frakklands í borginni Reims. Þetta hafði mjög jákvæð áhrif á sjálfstraust Frakka í stríðinu.

Jóhanna af Örk var handtekin af Englendingum nærri Compiègne árið 1431. Hún var dæmd til dauða fyrir villutrú af kirkjudómstól á vegum enska landstjórans Jóhanns hertoga af Bedford. Jóhanna var brennd á báli í Rúðuborg nokkru síðar. Hún varð þjóðhetja aðeins sautján ára og dó aðeins nítján ára gömul. Kallixtus páfi III. veitti henni uppreisn æru tuttugu og fjórum árum eftir dauða hennar. Jóhanna var tekin í dýrlingatölu 16. maí árið 1920 af Benedikt páfa XV.

Heimildir: