Í þyngdarleysinu í geimnum verða daglegar athafnir eins og að fara í bað, drekka, borða, hreyfa sig og fara upp í rúm ótrúlega erfiðar. Geimfarar kvarta yfir að vera í þyngdarleysi vegna þess að það gerir þeim erfitt fyrir að vinna vinnuna sína.
Hlutir eins og skrúfur og skrúfjárn liggja ekki kyrr heldur fljóta um. Ekki er hægt að notað líkamsþyngd sína til þess að halda hlutum niðri, það þarf að halda sér í eitthvað sem er fast við gólfið til þess að halda jafnvægi. Það væri því einfaldara fyrir geimfara að vinna á jörðu niðri.
Ef íþróttaaðstaða væri úti í geimnum myndi vera hægt að leika ýmis brögð sem aldrei væri hægt að gera á jörðu niðri. Ímyndið ykkur bara fótbolta í þyngdarleysi þar sem boltinn flýgur um! Eða tennis!
Hver sem er getur lifað í geimnum í nokkrar vikur án vandamála eða veikinda. En ef fólk vildi vera í geimnum lengur, til dæmis í einhverja mánuði, koma upp ýmis vandamál. Þá yrði fólk að gera varúðarráðstafanir gegn afleiðingum geimgeisla og þyngdarleysis.
Að fara á klósettið í geimnum getur verið með öllu svipað því hvernig það er gert á jörðinni. Baðherbergið er hannað mjög líkt og venjulegt baðherbergi. Vegna loftflæðis er hægt að nota klósettið eðlilega. En vegna þyngdarleysis er hægt að sitja á hvolfi, krækja tánum í loftið og gera hlutina þannig. Það er eitt af því sem er auðvelt að gera þarna uppi, en myndi enda hörmulega hérna niðri.
Þegar geimfarar koma aftur heim úr geimferðum sínum upplifa þeir skrýtin andartök. Þeir vita ekki hvar þeir eru. Þeim finnst þeir ennþá vera hangandi í lausu lofti á leið til jarðar. Þeir skynja allt í lausu lofti og það er víst ótrúlega raunverulegt fyrir þeim.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Sjá einnig svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig fara geimfarar í sturtu?
www.spacefuture.com
www.spacestory.com
www.pbs.org
Myndin er frá vefsetrinu Space Technology and Reaserch Students