Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í hvaða menntaskóla þarf ég að fara í til að geta lært um geiminn og farið á tunglið. Mig langar svo mikið að fara útaf ég ætla að vera fyrsti Íslendingurinn að lenda á tunglinu til að gera mömmu og pabba stolt af mér.

Stutta svarið er að framhaldsskólar búa fólk ekkert sérstaklega undir það að verða geimfarar á annan hátt en að bjóða upp á góða og almenna undirstöðumenntun sem fólk byggir svo ofan á. Vel má vera að einhverjir framhaldsskólar bjóði upp á áfanga sem fjalla um geiminn en slíkir áfangar eru ekki undirstaða þess að geta orðið geimfari, heldur allt hitt sem tekur við að loknum framhaldsskóla, bæði nám og störf.

Starfsstétt geimfara er ekki fjölmenn og atvinnutækifærin fá, að minnsta kosti enn sem komið er. Frá því að geimferðir hófust eftir miðja síðustu öld hafa innan við 600 manns farið út í geim. Áhuginn er þó mun meiri. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) bætir í hóp geimfara sinna á um það bil á fjögurra ára fresti. Þegar opnað var fyrir umsóknir árið 2017 sendu um 18.300 manns inn umsóknir en aðeins 11 voru ráðnir. Árið 2021 auglýsti Evrópska geimferðastofnunin (ESA) eftir umsóknum og var það aðeins í þriðja skipti sem slíkt var gert frá árinu 1978. Yfir 23.000 umsóknir bárust en áætlað er að ráða 3-4.

Geimfarar gegna ýmsum störfum úti í geimnum og þurfa meðal annars að fá þjálfun til að geta sinnt viðhaldi og viðgerðum.

Geimfarar hafa ýmis mismunandi verkefni og hlutverk í geimferðum. Þeir geta verið flugstjórar, flugmenn eða sérfræðingar. Geimfarar sinna til að mynda rannsóknum á sínu sérsviði, fara í geimgöngur, taka þátt í að halda geimstöðinni gangandi, meðal annars með því að fylgjast með og viðhalda búnaði og tækjum og miðla þekkingu sinni og reynslu með fólki á jörðu niðri, til dæmis með kennslu.

Sett eru ýmis skilyrði um menntun, störf, líkamlegt og andlegt atgervi, til að koma til greina sem geimfari. Á vef bæði NASA og ESA er að finna upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til væntanlegra geimfara og eru þær nokkuð sambærilegar.

Umsækjandi um starf geimfara þarf að hafa lokið mastersnámi í greinum eins og verkfræði, lífvísindum, tölvunarfræði, stærðfræði, tæknigreinum eða læknisfræði. Doktorsnám er talinn kostur. Flugmannsnám, til dæmis sem tilraunaflugmaður, getur líka verið grunnur. Auk formlegrar menntunar þurfa umsækjendur að hafa að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu á sínu sérsviði eða að minnsta kosti 1.000 klukkustunda flugstjórnartíma á þotu. Umsækjendur þurfa að vera í góðu andlegu og líkamlegu formi og með 100% sjón (með eða án gleraugna). Þá mega umsækjendur ekki vera undir 150 cm á hæð og ekki yfir 190 cm og helgast það af því að eins og er þá eru geimför ekki hönnuð fyrir fólk sem er stærra eða minna en þessi viðmið.

Þegar geimferðastofnanir hafa valið úr umsækjendum tekur við tveggja ára grunnþjálfun sem er bókleg, verkleg og líkamleg. Auk þess að þurfa að læra um geimför og geimstöðvar, tækjabúnað, viðhald og athafnir daglegs lífs í geimnum, þarf fólk meðal annars að læra rússnesku, ef sú kunnátta er ekki þegar til staðar. Rússneskukunnátta er nauðsynleg til að að geta átt samskipti við rússnesku stjórnstöðina. Einnig þurfa væntanlegir geimfarar að sundpróf og ljúka kafararéttindum, æfa í hermi til þess að venjast bæði miklum og litlum loftþrýstingi og fá þjálfun í viðbrögðum við neyðarástandi og björgun. Þetta er aðeins hluti af þeirri þjálfun sem geimfarar fá.

Verðandi geimfarar æfa meðal annars í vatni.

Ef allt er tekið saman, háskólanám, nauðsynleg starfsreynsla og undirbúningsþjálfun, getur það tekið um 10 ár að undirbúa sig til þess að komast út í geim. Því til viðbótar líður venjulega einhver tími, jafnvel nokkur ár, frá því að grunnþjálfun líkur og þar til væntanlegir geimfarar fá loksins að fara út í geiminn. Á þeim tíma sinna þeir ýmsum störfum á jörðu niðri. Af þessu má sjá að það tekur ansi langan tíma og er mjög krefjandi að verða geimfari. Hins vegar eru flest þau sem hafa farið út í geim algjörlega sammála því að tíminn og fyrirhöfnin sé þess virði.

Rétt er að taka það fram að þetta svar miðar við þær kröfur sem opinberar geimferðastofnanir gera til síns fólks, fólks sem fer út í geiminn í vísindaskyni og dvelur þar jafnvel um lengri tíma. Allt annað gildir um svokallaða geimferðamenn, þar virðist helsta krafan vera sú að eiga næga peninga.

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig get ég orðið geimfari hjá NASA?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.12.2021

Síðast uppfært

9.2.2022

Spyrjandi

Karl Eggert Þórarinsson, Sigrún Silka

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2021, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82588.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2021, 27. desember). Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82588

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2021. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82588>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í hvaða menntaskóla þarf ég að fara í til að geta lært um geiminn og farið á tunglið. Mig langar svo mikið að fara útaf ég ætla að vera fyrsti Íslendingurinn að lenda á tunglinu til að gera mömmu og pabba stolt af mér.

Stutta svarið er að framhaldsskólar búa fólk ekkert sérstaklega undir það að verða geimfarar á annan hátt en að bjóða upp á góða og almenna undirstöðumenntun sem fólk byggir svo ofan á. Vel má vera að einhverjir framhaldsskólar bjóði upp á áfanga sem fjalla um geiminn en slíkir áfangar eru ekki undirstaða þess að geta orðið geimfari, heldur allt hitt sem tekur við að loknum framhaldsskóla, bæði nám og störf.

Starfsstétt geimfara er ekki fjölmenn og atvinnutækifærin fá, að minnsta kosti enn sem komið er. Frá því að geimferðir hófust eftir miðja síðustu öld hafa innan við 600 manns farið út í geim. Áhuginn er þó mun meiri. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) bætir í hóp geimfara sinna á um það bil á fjögurra ára fresti. Þegar opnað var fyrir umsóknir árið 2017 sendu um 18.300 manns inn umsóknir en aðeins 11 voru ráðnir. Árið 2021 auglýsti Evrópska geimferðastofnunin (ESA) eftir umsóknum og var það aðeins í þriðja skipti sem slíkt var gert frá árinu 1978. Yfir 23.000 umsóknir bárust en áætlað er að ráða 3-4.

Geimfarar gegna ýmsum störfum úti í geimnum og þurfa meðal annars að fá þjálfun til að geta sinnt viðhaldi og viðgerðum.

Geimfarar hafa ýmis mismunandi verkefni og hlutverk í geimferðum. Þeir geta verið flugstjórar, flugmenn eða sérfræðingar. Geimfarar sinna til að mynda rannsóknum á sínu sérsviði, fara í geimgöngur, taka þátt í að halda geimstöðinni gangandi, meðal annars með því að fylgjast með og viðhalda búnaði og tækjum og miðla þekkingu sinni og reynslu með fólki á jörðu niðri, til dæmis með kennslu.

Sett eru ýmis skilyrði um menntun, störf, líkamlegt og andlegt atgervi, til að koma til greina sem geimfari. Á vef bæði NASA og ESA er að finna upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til væntanlegra geimfara og eru þær nokkuð sambærilegar.

Umsækjandi um starf geimfara þarf að hafa lokið mastersnámi í greinum eins og verkfræði, lífvísindum, tölvunarfræði, stærðfræði, tæknigreinum eða læknisfræði. Doktorsnám er talinn kostur. Flugmannsnám, til dæmis sem tilraunaflugmaður, getur líka verið grunnur. Auk formlegrar menntunar þurfa umsækjendur að hafa að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu á sínu sérsviði eða að minnsta kosti 1.000 klukkustunda flugstjórnartíma á þotu. Umsækjendur þurfa að vera í góðu andlegu og líkamlegu formi og með 100% sjón (með eða án gleraugna). Þá mega umsækjendur ekki vera undir 150 cm á hæð og ekki yfir 190 cm og helgast það af því að eins og er þá eru geimför ekki hönnuð fyrir fólk sem er stærra eða minna en þessi viðmið.

Þegar geimferðastofnanir hafa valið úr umsækjendum tekur við tveggja ára grunnþjálfun sem er bókleg, verkleg og líkamleg. Auk þess að þurfa að læra um geimför og geimstöðvar, tækjabúnað, viðhald og athafnir daglegs lífs í geimnum, þarf fólk meðal annars að læra rússnesku, ef sú kunnátta er ekki þegar til staðar. Rússneskukunnátta er nauðsynleg til að að geta átt samskipti við rússnesku stjórnstöðina. Einnig þurfa væntanlegir geimfarar að sundpróf og ljúka kafararéttindum, æfa í hermi til þess að venjast bæði miklum og litlum loftþrýstingi og fá þjálfun í viðbrögðum við neyðarástandi og björgun. Þetta er aðeins hluti af þeirri þjálfun sem geimfarar fá.

Verðandi geimfarar æfa meðal annars í vatni.

Ef allt er tekið saman, háskólanám, nauðsynleg starfsreynsla og undirbúningsþjálfun, getur það tekið um 10 ár að undirbúa sig til þess að komast út í geim. Því til viðbótar líður venjulega einhver tími, jafnvel nokkur ár, frá því að grunnþjálfun líkur og þar til væntanlegir geimfarar fá loksins að fara út í geiminn. Á þeim tíma sinna þeir ýmsum störfum á jörðu niðri. Af þessu má sjá að það tekur ansi langan tíma og er mjög krefjandi að verða geimfari. Hins vegar eru flest þau sem hafa farið út í geim algjörlega sammála því að tíminn og fyrirhöfnin sé þess virði.

Rétt er að taka það fram að þetta svar miðar við þær kröfur sem opinberar geimferðastofnanir gera til síns fólks, fólks sem fer út í geiminn í vísindaskyni og dvelur þar jafnvel um lengri tíma. Allt annað gildir um svokallaða geimferðamenn, þar virðist helsta krafan vera sú að eiga næga peninga.

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig get ég orðið geimfari hjá NASA?
...