Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig í heila og hafa svipaða verkun þótt þau séu einfaldari að gerð. Nú á dögum er nafnið endorfín notað sem samheiti yfir báða þessa efnaflokka.

Endorfín verka sem taugaboðefni og viðtaka fyrir þeim má finna á taugafrumum í heila, mænu og meltingarvegi. Mikilvægustu áhrif endorfína eru að þau virðast koma í veg fyrir sársaukaboð til heilans og eru þar af leiðandi verkjastillandi. Endorfín hafa einnig áhrif á túlkun tilfinninga og valda vellíðan eða sælutilfinningu. Þau eru líka talin hafa áhrif á hungur, minni, streitu, krampa og verkun áfengis.

Ópíöt eins og morfín og heróín bindast endorfínviðtökum líkamans. Sú binding kemur af stað sömu áhrifum og ef endorfínin bindast þeim, það er hafa verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ópíöt eru mjög vanabindandi og er ástæða þess sú að þegar neytandi tekur inn slík efni, til dæmis heróín, slekkur líkaminn á endorfínmyndun sinni. Þegar heróínið hefur brotnað niður er því óvenju lítið magn af endorfínum í heilanum og óþægindi, bæði líkamleg og tilfinningaleg, koma fram. Þetta leiðir til þess að neytandinn leitar eftir nýjum skammti. Hætti hann neyslu taka við nokkrir dagar áður en endorfínmagnið er komið í eðlilegt horf og líður neytandanum vægast sagt illa á meðan. Þetta ástand kallast fráhvarfseinkenni.

Talið er að sumir einstaklingar geti haft arfgenga tilhneigingu til misnotkunar áfengis eða annarra lyfja vegna óvenju lítils magns af endorfínum í líkama þeirra. Þessir einstaklingar finni meiri líkamlegan og tilfinningalegan sársauka og upplifi miklu meiri sælutilfinningu ef þeir taka geðvirk lyf en aðrir einstaklingar.

Skoðið einnig:

Höfundur

Útgáfudagur

3.4.2002

Spyrjandi

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2002, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2262.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 3. apríl). Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2262

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2002. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2262>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?
Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig í heila og hafa svipaða verkun þótt þau séu einfaldari að gerð. Nú á dögum er nafnið endorfín notað sem samheiti yfir báða þessa efnaflokka.

Endorfín verka sem taugaboðefni og viðtaka fyrir þeim má finna á taugafrumum í heila, mænu og meltingarvegi. Mikilvægustu áhrif endorfína eru að þau virðast koma í veg fyrir sársaukaboð til heilans og eru þar af leiðandi verkjastillandi. Endorfín hafa einnig áhrif á túlkun tilfinninga og valda vellíðan eða sælutilfinningu. Þau eru líka talin hafa áhrif á hungur, minni, streitu, krampa og verkun áfengis.

Ópíöt eins og morfín og heróín bindast endorfínviðtökum líkamans. Sú binding kemur af stað sömu áhrifum og ef endorfínin bindast þeim, það er hafa verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ópíöt eru mjög vanabindandi og er ástæða þess sú að þegar neytandi tekur inn slík efni, til dæmis heróín, slekkur líkaminn á endorfínmyndun sinni. Þegar heróínið hefur brotnað niður er því óvenju lítið magn af endorfínum í heilanum og óþægindi, bæði líkamleg og tilfinningaleg, koma fram. Þetta leiðir til þess að neytandinn leitar eftir nýjum skammti. Hætti hann neyslu taka við nokkrir dagar áður en endorfínmagnið er komið í eðlilegt horf og líður neytandanum vægast sagt illa á meðan. Þetta ástand kallast fráhvarfseinkenni.

Talið er að sumir einstaklingar geti haft arfgenga tilhneigingu til misnotkunar áfengis eða annarra lyfja vegna óvenju lítils magns af endorfínum í líkama þeirra. Þessir einstaklingar finni meiri líkamlegan og tilfinningalegan sársauka og upplifi miklu meiri sælutilfinningu ef þeir taka geðvirk lyf en aðrir einstaklingar.

Skoðið einnig:

...