Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Sævar Helgi Bragason

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekkert kom út úr þeim viðræðum.

Geimvísindastofnun Evrópu eru fjölþjóðleg samtök sem sett voru á laggirnar árið 1975 með það að markmiði að vera vettvangur samstarfs Evrópuríkja í geimrannsóknum og -tækni. Helstu verkefni stofnunarinnar eru eftirfarandi:

  • Að framkvæma og útfæra evrópska stefnu í geimvísindum til langs tíma, með því að leggja til sameiginleg markmið í geimvísindum og samstilla stefnur aðildarríkjanna í samráði við önnur innlend samtök og alþjóðastofnanir.
  • Að framkvæma og útfæra áætlanir og starfsemi á sviði geimvísinda.
  • Að samræma evrópsku geimferðaáætlunina og innlendar áætlanir aðildarríkjanna; einkum í tengslum við þróun gervihnattahugbúnaðar.
  • Að leggja aðildarríkjunum til samræmda iðnstefnu í samræmi við stefnur og áætlanir stofnunarinnar.

Gervihnöttur á sveimi yfir jörðinni.

Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunarinnar eru í París í Frakklandi og árleg framlög aðildarríkjanna auk Evrópusambandsins nema um fjórum milljörðum evra. Í byrjun árs 2013 voru aðildarríkin tuttugu talsins: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland og Þýskaland. Pólland gerðist aðili árið 2012 og er því nýjasta aðildarríkið. Fleiri ríki eru að semja um inngöngu.

Aðild að Geimvísindastofnun Evrópu er óháð aðild að Evrópusambandinu eins og sjá má af listanum yfir aðildarríkin. ESA eru sjálfstæð samtök sem eiga þó í nánu samstarfi við Evrópusambandið í gegnum rammaáætlanir þess um vísindi og tækni. Um 20% af árlegum fjárframlögum til ESA kemur frá Evrópusambandinu.

Öll aðildarríki ESA leggja samtökunum til fjármagn sem hlutfall af landsframleiðslu. Í staðinn á hátækniiðnaður í aðildarríkjunum möguleika á að fá tækniþróunarverkefni sem eflir mjög rannsóknir og nýsköpun í ríkjunum.

Heimildir og mynd:

Upprunalegar spurningar:

Gæti Ísland tekið þátt í Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) eða verið hluti af annarri geimvísindastarfsemi?

Hver er ástæðan fyrir því að Ísland er ekki aðili að European Space Agency eins og öll önnur Vestur-Evrópuríki?

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

7.3.2013

Spyrjandi

Finnur Pind, Sigurjón Antonsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2013, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22639.

Sævar Helgi Bragason. (2013, 7. mars). Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22639

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2013. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?
Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekkert kom út úr þeim viðræðum.

Geimvísindastofnun Evrópu eru fjölþjóðleg samtök sem sett voru á laggirnar árið 1975 með það að markmiði að vera vettvangur samstarfs Evrópuríkja í geimrannsóknum og -tækni. Helstu verkefni stofnunarinnar eru eftirfarandi:

  • Að framkvæma og útfæra evrópska stefnu í geimvísindum til langs tíma, með því að leggja til sameiginleg markmið í geimvísindum og samstilla stefnur aðildarríkjanna í samráði við önnur innlend samtök og alþjóðastofnanir.
  • Að framkvæma og útfæra áætlanir og starfsemi á sviði geimvísinda.
  • Að samræma evrópsku geimferðaáætlunina og innlendar áætlanir aðildarríkjanna; einkum í tengslum við þróun gervihnattahugbúnaðar.
  • Að leggja aðildarríkjunum til samræmda iðnstefnu í samræmi við stefnur og áætlanir stofnunarinnar.

Gervihnöttur á sveimi yfir jörðinni.

Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunarinnar eru í París í Frakklandi og árleg framlög aðildarríkjanna auk Evrópusambandsins nema um fjórum milljörðum evra. Í byrjun árs 2013 voru aðildarríkin tuttugu talsins: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland og Þýskaland. Pólland gerðist aðili árið 2012 og er því nýjasta aðildarríkið. Fleiri ríki eru að semja um inngöngu.

Aðild að Geimvísindastofnun Evrópu er óháð aðild að Evrópusambandinu eins og sjá má af listanum yfir aðildarríkin. ESA eru sjálfstæð samtök sem eiga þó í nánu samstarfi við Evrópusambandið í gegnum rammaáætlanir þess um vísindi og tækni. Um 20% af árlegum fjárframlögum til ESA kemur frá Evrópusambandinu.

Öll aðildarríki ESA leggja samtökunum til fjármagn sem hlutfall af landsframleiðslu. Í staðinn á hátækniiðnaður í aðildarríkjunum möguleika á að fá tækniþróunarverkefni sem eflir mjög rannsóknir og nýsköpun í ríkjunum.

Heimildir og mynd:

Upprunalegar spurningar:

Gæti Ísland tekið þátt í Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) eða verið hluti af annarri geimvísindastarfsemi?

Hver er ástæðan fyrir því að Ísland er ekki aðili að European Space Agency eins og öll önnur Vestur-Evrópuríki?
...