Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?

EDS

Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarinnar um Miklahvell (e. Big Bang).

Edwin Hubble kom ekki sjálfur að gerð sjónaukans sem eftir honum er nefndur þar sem smíði hans hófst ekki fyrr en um aldarfjórðungi eftir að Hubble lést. Sjónaukinn var hannaður og smíðaður af Bandaríkjamönnum en er samstarfsverkefni geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og geimferðastofnunar Evrópu (ESA).

Hubble-sjónaukinn hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1990. Gert er ráð fyrir að hans tíma ljúki árið 2014.

Hubble-sjónaukinn var sendur á loft með Discovery-geimferjunni frá Canaveral-höfða í Flórída 24. apríl 1990. Hann er á næstum því hringlaga braut umhverfis jörðina í um 570 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga jarðar. Hubble-sjónaukinn sést ekki frá Íslandi en ef ferðast er sunnar á hnöttinn þá er hægt að sjá hann silast yfir himininn frá vestri til austurs eins og hvern annan gervihnött.

Á Stjörnufræðivefnum er að finna ágæta grein um Hubble-sjónaukann og var hún höfð til hliðsjónar við gerð þessa svars. Lesendur eru hvattir til að lesa þá grein í heild sinni.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Ég finn engar heimildir um það hver smíðaði Hubble-sjónaukann, ég var að velta því fyrir mér hvort Edwin Hubble hafi sjálfur tekið þátt í smíði eða hönnun sjónaukans eða hvort sjónaukinn hafi bara verið skírður eftir honum?

Höfundur

Útgáfudagur

8.11.2012

Spyrjandi

Guðmundur Kristjánsson, María Bjarnadóttir

Tilvísun

EDS. „Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2012. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=63335.

EDS. (2012, 8. nóvember). Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63335

EDS. „Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2012. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63335>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?
Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarinnar um Miklahvell (e. Big Bang).

Edwin Hubble kom ekki sjálfur að gerð sjónaukans sem eftir honum er nefndur þar sem smíði hans hófst ekki fyrr en um aldarfjórðungi eftir að Hubble lést. Sjónaukinn var hannaður og smíðaður af Bandaríkjamönnum en er samstarfsverkefni geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og geimferðastofnunar Evrópu (ESA).

Hubble-sjónaukinn hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1990. Gert er ráð fyrir að hans tíma ljúki árið 2014.

Hubble-sjónaukinn var sendur á loft með Discovery-geimferjunni frá Canaveral-höfða í Flórída 24. apríl 1990. Hann er á næstum því hringlaga braut umhverfis jörðina í um 570 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga jarðar. Hubble-sjónaukinn sést ekki frá Íslandi en ef ferðast er sunnar á hnöttinn þá er hægt að sjá hann silast yfir himininn frá vestri til austurs eins og hvern annan gervihnött.

Á Stjörnufræðivefnum er að finna ágæta grein um Hubble-sjónaukann og var hún höfð til hliðsjónar við gerð þessa svars. Lesendur eru hvattir til að lesa þá grein í heild sinni.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Ég finn engar heimildir um það hver smíðaði Hubble-sjónaukann, ég var að velta því fyrir mér hvort Edwin Hubble hafi sjálfur tekið þátt í smíði eða hönnun sjónaukans eða hvort sjónaukinn hafi bara verið skírður eftir honum?
...