Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Lilja Kristinsdóttir

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum löndum með því að drepa þá flesta með ýmsum aðferðum en aðra notaði hann til að vinna margt í útrýmingarbúðunum.

Áður en stríðið byrjaði innlimuðu Þjóðverjar Austurríki og Súdetahéruðin á landamærum Tékkóslóvakíu. Það var árið 1938. Í mars 1939 tóku þeir það sem var eftir af Tékkóslóvakíu. Þeir gerðu Slóvakíu að leppríki og innlimuðu afganginn. Eftir þetta byrjaði síðari heimsstyrjöldin. Hún varði í sex ár, 1939-1945. Nokkrar þjóðir voru í bandalagi með Þjóðverjum. Það voru meðal annars: Ítalir, Japanar, Finnar, Ungverjar, Rúmenar og Búlgarar.

Fyrst hertóku Þjóðverjar Vestur-Pólland í september árið 1939, og þannig hófst stríðið. Vorið 1940 hertóku þeir Danmörku og Noreg til að tryggja innflutning sinn á járngrýti frá Svíþjóð og bæta aðstöðu sína í loft- og sjóhernaði gegn Bretum. Í maí og júní sama ár hertóku þeir Holland, Belgíu og Lúxemborg og gersigruðu Frakka. Ekki gekk Þjóðverjum vel að buga Breta með loftárásum. Í apríl og maí 1941 hertóku Þjóðverjar Júgóslavíu og Grikkland. Þá varð Króatía að leppríki þeirra. Í júni 1941 réðust þeir á Sovétríkin. Þá tóku þeir nokkur lönd sem Sovétmenn höfðu hertekið fyrst. Það voru: Austur-Pólland, Eistland, Lettland og Litháen. Síðan hertóku þeir stóran hluta af Sovétríkjunum. Í október 1942 höfðu þeir náð til Stalíngrad. Eftir það töpuðu þeir þessum löndum smám saman.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir og mynd

Evrópuvefur 7.bekkjar Barnaskólans á Stokkseyri og Eyrabakka

Íslenska alfræði orðabókin. Örn og Örlygur. 1990.

Höfundur

nemandi í Rimaskóla

Útgáfudagur

11.4.2002

Spyrjandi

Gerður Lúðvíksdóttir, fædd 1986

Tilvísun

Lilja Kristinsdóttir. „Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2002, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2289.

Lilja Kristinsdóttir. (2002, 11. apríl). Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2289

Lilja Kristinsdóttir. „Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2002. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2289>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?
Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum löndum með því að drepa þá flesta með ýmsum aðferðum en aðra notaði hann til að vinna margt í útrýmingarbúðunum.

Áður en stríðið byrjaði innlimuðu Þjóðverjar Austurríki og Súdetahéruðin á landamærum Tékkóslóvakíu. Það var árið 1938. Í mars 1939 tóku þeir það sem var eftir af Tékkóslóvakíu. Þeir gerðu Slóvakíu að leppríki og innlimuðu afganginn. Eftir þetta byrjaði síðari heimsstyrjöldin. Hún varði í sex ár, 1939-1945. Nokkrar þjóðir voru í bandalagi með Þjóðverjum. Það voru meðal annars: Ítalir, Japanar, Finnar, Ungverjar, Rúmenar og Búlgarar.

Fyrst hertóku Þjóðverjar Vestur-Pólland í september árið 1939, og þannig hófst stríðið. Vorið 1940 hertóku þeir Danmörku og Noreg til að tryggja innflutning sinn á járngrýti frá Svíþjóð og bæta aðstöðu sína í loft- og sjóhernaði gegn Bretum. Í maí og júní sama ár hertóku þeir Holland, Belgíu og Lúxemborg og gersigruðu Frakka. Ekki gekk Þjóðverjum vel að buga Breta með loftárásum. Í apríl og maí 1941 hertóku Þjóðverjar Júgóslavíu og Grikkland. Þá varð Króatía að leppríki þeirra. Í júni 1941 réðust þeir á Sovétríkin. Þá tóku þeir nokkur lönd sem Sovétmenn höfðu hertekið fyrst. Það voru: Austur-Pólland, Eistland, Lettland og Litháen. Síðan hertóku þeir stóran hluta af Sovétríkjunum. Í október 1942 höfðu þeir náð til Stalíngrad. Eftir það töpuðu þeir þessum löndum smám saman.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir og mynd

Evrópuvefur 7.bekkjar Barnaskólans á Stokkseyri og Eyrabakka

Íslenska alfræði orðabókin. Örn og Örlygur. 1990....