Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Af hverju var Þýskaland kallað þriðja ríkið?

Nanna Kristjánsdóttir

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

 • Af hverju heitir/hét Þýskaland þriðja ríkið?
 • Af hverju kallaði Hitler sig „þriðja ríkið“?
 • Af hverju var nasistaríki Adolfs Hitlers kallað þriðja ríkið?
 • Af hverju hét Þýskaland Þriðja ríkið í seinni heimstyriöldinni?
 • Þriðja ríkið er íslenskun á þýska heitinu Drittes Reich, sem nasistar notuðu um veldi sitt í Þýskalandi í aðdraganda og á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Með því er vísað til þess að veldi nasista átti að vera arftaki tveggja þýskra stórvelda, Heilaga rómverska ríkisins (843-1806) og Þýska keisaraveldisins (1871-1918). Þetta var hluti af loforði nasistaflokksins að hefja Þýskaland aftur til vegs og virðingar eftir niðurlægingu fyrri heimsstyrjaldarinnar.

  Fánar með hakakrossum blakta við hún í Berlín á tímum Þriðja ríkisins.

  Nasistar kölluðu veldi sitt líka Þúsund ára ríkið, en fóru þar örlítið fram úr sér, þar sem Þriðja ríkið leið undir lok árið 1945, aðeins tólf árum eftir stofnun þess árið 1933.

  Mynd:

  Höfundur

  Útgáfudagur

  28.7.2021

  Spyrjandi

  Jóhann Sigurbjarnarson, Halldór Davíðsson, Frímann Ingvarsson, Hörður Ólason

  Tilvísun

  Nanna Kristjánsdóttir. „Af hverju var Þýskaland kallað þriðja ríkið?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2021. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26521.

  Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 28. júlí). Af hverju var Þýskaland kallað þriðja ríkið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26521

  Nanna Kristjánsdóttir. „Af hverju var Þýskaland kallað þriðja ríkið?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2021. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26521>.

  Chicago | APA | MLA

  Spyrja

  Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

  Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

  Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

  Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

  Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

  Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

  =

  Senda grein til vinar

  =

  Af hverju var Þýskaland kallað þriðja ríkið?
  Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

 • Af hverju heitir/hét Þýskaland þriðja ríkið?
 • Af hverju kallaði Hitler sig „þriðja ríkið“?
 • Af hverju var nasistaríki Adolfs Hitlers kallað þriðja ríkið?
 • Af hverju hét Þýskaland Þriðja ríkið í seinni heimstyriöldinni?
 • Þriðja ríkið er íslenskun á þýska heitinu Drittes Reich, sem nasistar notuðu um veldi sitt í Þýskalandi í aðdraganda og á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Með því er vísað til þess að veldi nasista átti að vera arftaki tveggja þýskra stórvelda, Heilaga rómverska ríkisins (843-1806) og Þýska keisaraveldisins (1871-1918). Þetta var hluti af loforði nasistaflokksins að hefja Þýskaland aftur til vegs og virðingar eftir niðurlægingu fyrri heimsstyrjaldarinnar.

  Fánar með hakakrossum blakta við hún í Berlín á tímum Þriðja ríkisins.

  Nasistar kölluðu veldi sitt líka Þúsund ára ríkið, en fóru þar örlítið fram úr sér, þar sem Þriðja ríkið leið undir lok árið 1945, aðeins tólf árum eftir stofnun þess árið 1933.

  Mynd:...