Rómverjar nefndu þjóðflokka sem bjuggu í Norður-Þýskalandi og jafnvel Skandinavíu um Krists burð Germani. Germany í ensku er því komið frá Rómverjum en uppruni nafnsins Germania er með öllu óviss. Það er ekki talið komið úr latínu og er frekar talið dregið af germönskum þjóðflokki eða einhverri nágrannaþjóð Germana, en um upprunamerkingu þess hafa ýmsar tilgátur verið uppi. Ein er að nafnið sé keltneskt, úr fornírsku gair ‚nágranni‘ og maon ‚fólk‘ eða úr germönsku máli, gari ‚spjót‘ og man ‚maður‘.
Á frönsku heitir landið Allemagne, úr Alemanni, sem var nafn á þjóðflokki sem eitt sinn bjó á svæðinu og merkir ‚allir menn‘.
Á finnsku er nafn Þýskalands Saksa ‚land Saxa‘.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:- Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir? eftir Guðrúnu Kvaran
- Merkir Ítalía 'land kálfanna'? Hver er uppruni nafnsins? eftir Guðrúnu Kvaran
- Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita? eftir EDS
- Ásgeir Bl. Magnússon. Íslensk orðsifjabók. 1989.
- Adrian Room. Dictionary of Proper Names. 1994.
- Mynd: Deutschland á Wikipedia. Texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum? (T.d. Deutshland, Germany og Tyskland o.s.frv).
