Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?

Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í merkingunni ‚þýskur‘ og er skylt því orði.

Rómverjar nefndu þjóðflokka sem bjuggu í Norður-Þýskalandi og jafnvel Skandinavíu um Krists burð Germani. Germany í ensku er því komið frá Rómverjum en uppruni nafnsins Germania er með öllu óviss. Það er ekki talið komið úr latínu og er frekar talið dregið af germönskum þjóðflokki eða einhverri nágrannaþjóð Germana, en um upprunamerkingu þess hafa ýmsar tilgátur verið uppi. Ein er að nafnið sé keltneskt, úr fornírsku gair ‚nágranni‘ og maon ‚fólk‘ eða úr germönsku máli, gari ‚spjót‘ og man ‚maður‘.

Á frönsku heitir landið Allemagne, úr Alemanni, sem var nafn á þjóðflokki sem eitt sinn bjó á svæðinu og merkir ‚allir menn‘.

Á finnsku er nafn Þýskalands Saksa ‚land Saxa‘.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Bl. Magnússon. Íslensk orðsifjabók. 1989.
  • Adrian Room. Dictionary of Proper Names. 1994.
  • Mynd: Deutschland á Wikipedia. Texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum? (T.d. Deutshland, Germany og Tyskland o.s.frv).

Útgáfudagur

4.9.2009

Spyrjandi

Ríkey Guðmundsdóttir

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?“ Vísindavefurinn, 4. september 2009. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=29267.

Svavar Sigmundsson. (2009, 4. september). Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29267

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2009. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29267>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.