Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?

EDS

Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað um þann hluta upprunalegu spurningarinnar hér heldur er lesendum bent á að kynna sér þessi svör.

Allt of langt mál er að telja upp hér hvað öll lönd í heimi heita en hægt er að nálgast slíkar upplýsingar á netinu. Til dæmis er hægt að skoða heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og sjá þar lista yfir aðildarlönd. Þessi listi er þó ekki tæmandi þar sem þau örfáu sjálfstæðu ríki sem ekki eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eru ekki tiltekin. Sama er að segja um lönd sem ekki eru sjálfstæð ríki en við hugsum yfirleitt um sem sérstök lönd. Dæmi um slíkt eru Grænland og Færeyjar.

Á annarri síðu á vef Sameinuðu þjóðanna má hins vegar finna lista yfir öll lönd heims, ekki aðeins þau sem eru sjálfstæð ríki. Þar er löndum raða eftir svæðum þannig að til dæmis er hægt að sjá hvað öll lönd í Vestur-Evrópu heita eða hvaða lönd eru í Austur-Asíu.

Lista yfir öll lönd heims er að finna á fleiri stöðum á netinu, til dæmis á heimasíðu World Factbook undir felliglugganum „Select a country or location“. Á þeim lista eru einnig lönd sem heyra undir önnur ríki svo sem Grænland, Færeyjar og margar eyjar í Karíbahafinu.

En það er ekki nóg að sjá aðeins erlenda lista yfir nöfn á öllum löndum heimsins því þegar við skrifum á íslensku viljum við nota réttan íslenskan rithátt. Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna lista sem sýnir hvernig á að stafsetja heiti ríkja heimsins. Þar má til dæmis sjá að á íslensku á ekki að hafa y í heiti landsins Kenía eins og er á ensku, rétt er að skrifa Gvæjana þegar stafsetja á heiti lands í Suður-Ameríku sem á ensku nefnist Guyana og ekki er z í nafni Kákasuslandsins Aserbaídsjan eins og í enska rithættinum (Azerbaijan).

Skoðið einnig:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.12.2004

Spyrjandi

Sólveig Rán Stefánsdóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2004. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4670.

EDS. (2004, 17. desember). Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4670

EDS. „Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2004. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4670>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?
Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað um þann hluta upprunalegu spurningarinnar hér heldur er lesendum bent á að kynna sér þessi svör.

Allt of langt mál er að telja upp hér hvað öll lönd í heimi heita en hægt er að nálgast slíkar upplýsingar á netinu. Til dæmis er hægt að skoða heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og sjá þar lista yfir aðildarlönd. Þessi listi er þó ekki tæmandi þar sem þau örfáu sjálfstæðu ríki sem ekki eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eru ekki tiltekin. Sama er að segja um lönd sem ekki eru sjálfstæð ríki en við hugsum yfirleitt um sem sérstök lönd. Dæmi um slíkt eru Grænland og Færeyjar.

Á annarri síðu á vef Sameinuðu þjóðanna má hins vegar finna lista yfir öll lönd heims, ekki aðeins þau sem eru sjálfstæð ríki. Þar er löndum raða eftir svæðum þannig að til dæmis er hægt að sjá hvað öll lönd í Vestur-Evrópu heita eða hvaða lönd eru í Austur-Asíu.

Lista yfir öll lönd heims er að finna á fleiri stöðum á netinu, til dæmis á heimasíðu World Factbook undir felliglugganum „Select a country or location“. Á þeim lista eru einnig lönd sem heyra undir önnur ríki svo sem Grænland, Færeyjar og margar eyjar í Karíbahafinu.

En það er ekki nóg að sjá aðeins erlenda lista yfir nöfn á öllum löndum heimsins því þegar við skrifum á íslensku viljum við nota réttan íslenskan rithátt. Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna lista sem sýnir hvernig á að stafsetja heiti ríkja heimsins. Þar má til dæmis sjá að á íslensku á ekki að hafa y í heiti landsins Kenía eins og er á ensku, rétt er að skrifa Gvæjana þegar stafsetja á heiti lands í Suður-Ameríku sem á ensku nefnist Guyana og ekki er z í nafni Kákasuslandsins Aserbaídsjan eins og í enska rithættinum (Azerbaijan).

Skoðið einnig: ...