Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?

JGÞ

Íslensk málstöð (nú Árnastofnun) lét taka saman skrá yfir landaheiti og þar er sýnt hvaða íslensku heiti við notum yfir löndin og íbúa þeirra. Á vefsetri Árnastofnunar er að finna nánari upplýsingar auk eintölumyndar íbúaheita.

Þarna kemur fram að Portúgalar búa eða koma frá Portúgal.

Portúgal er eitt þriggja landaheita á listanum sem endar á -al, hin eru Nepal og Senegal og íbúarnir þar hafa sömu endingu og kallast Nepalar og Senegalar.

Það er afar fátítt að íbúaheiti endi á -ir, á listanum eru aðeins fjögur dæmi um þá endingu:
  • Danir
  • Grikkir
  • Ítalir
  • Tyrkir
Hin endingin, það er -ar, er hins vegar mjög algeng og nægir að nefna nokkur dæmi:
  • Afganar
  • Ástralar
  • Belgar
  • Bretar
  • Búlgarar
  • Finnar
  • Frakkar
  • Íslendingar
  • Pólverjar
  • Rússar
  • Skotar
  • Tékkar
  • Þjóðverjar
Við bendum lesendum okkar á að skoða listann í heild sinni en til fróðleiks eru hér nokkur landa- og íbúaheiti sem ekki er víst að öllum séu töm:
  • í Bangladess búa Bangladessar
  • í Gana búa Ganverjar
  • í Katar búa Katarar
  • í Kirgistan búa Kirgisar
  • í Laos búa Laosar
  • í Tógó búa Tógómenn eða Tógóar

Þetta svar var uppfært 16. 4. 2018.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.7.2004

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Heimir Arnfinnsson, f. 1986

Tilvísun

JGÞ. „Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2004, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4398.

JGÞ. (2004, 8. júlí). Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4398

JGÞ. „Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2004. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4398>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?
Íslensk málstöð (nú Árnastofnun) lét taka saman skrá yfir landaheiti og þar er sýnt hvaða íslensku heiti við notum yfir löndin og íbúa þeirra. Á vefsetri Árnastofnunar er að finna nánari upplýsingar auk eintölumyndar íbúaheita.

Þarna kemur fram að Portúgalar búa eða koma frá Portúgal.

Portúgal er eitt þriggja landaheita á listanum sem endar á -al, hin eru Nepal og Senegal og íbúarnir þar hafa sömu endingu og kallast Nepalar og Senegalar.

Það er afar fátítt að íbúaheiti endi á -ir, á listanum eru aðeins fjögur dæmi um þá endingu:
  • Danir
  • Grikkir
  • Ítalir
  • Tyrkir
Hin endingin, það er -ar, er hins vegar mjög algeng og nægir að nefna nokkur dæmi:
  • Afganar
  • Ástralar
  • Belgar
  • Bretar
  • Búlgarar
  • Finnar
  • Frakkar
  • Íslendingar
  • Pólverjar
  • Rússar
  • Skotar
  • Tékkar
  • Þjóðverjar
Við bendum lesendum okkar á að skoða listann í heild sinni en til fróðleiks eru hér nokkur landa- og íbúaheiti sem ekki er víst að öllum séu töm:
  • í Bangladess búa Bangladessar
  • í Gana búa Ganverjar
  • í Katar búa Katarar
  • í Kirgistan búa Kirgisar
  • í Laos búa Laosar
  • í Tógó búa Tógómenn eða Tógóar

Þetta svar var uppfært 16. 4. 2018....