Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?

Vilhjálmur Þór Kjartansson og nemendur á 2. ári í rafmagns- og tölvuverkfræði

Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:
Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafrænar segulbandsspólur til að geyma myndir á í myndavélinni (hvað eru þær mörg MB?) og hvort þær hátæknirafhlöður sem nú eru notaðar í farsíma, mætti ekki nota í staðinn fyrir gömlu 1,5 V rafhlöðurnar.
Nokkrar leiðir eru færar til að geyma kyrrmyndir í stafrænni myndavél og hafa þær mismunandi kosti og galla. Þeir þættir sem helst þarf að taka tillit til við val á geymsluformi eru orkunotkun, geymslurými, hraði og verð.

Segulbandsspólur koma vel út í tveimur atriðum af þessum fjórum. Hægt er að geyma mikið á þeim, til dæmis 11 GB af gögnum á 60 mínútna "mini DV" spólu, sem er orðin algeng í stafrænum myndbandstökuvélum. Spólurnar sjálfar eru einnig mjög ódýrar.

Gallarnir eru hins vegar takmarkaður hraðinn og mikil orkunotkun. Það er ekki hægt að sækja mynd beint, heldur þarf að spóla fram og til baka. Það krefst mikillar orku miðað við aðrar leiðir og er hægvirkt.

Þetta er trúlega helsta ástæðan fyrir því að segulböndin eru ekki notuð í kyrrmyndavélum.

Um rafhlöðumál er það að segja að tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að nota nýjustu rafhlöður í stafrænar myndavélar. Kostnaðarsjónarmið ráða líklega mestu um að þær eru ekki meira notaðar en raun ber vitni. Reyndar eru LCD-skjáirnir, sem eru algengir á slíkum vélum, líklega orkufrekasti hluti þeirra. Með því að stilla notkun þeirra í hóf má lengja líftíma rafhlaðanna verulega.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Útgáfudagur

13.3.2000

Spyrjandi

Hörður Edvinsson

Tilvísun

Vilhjálmur Þór Kjartansson og nemendur á 2. ári í rafmagns- og tölvuverkfræði. „Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2000, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=229.

Vilhjálmur Þór Kjartansson og nemendur á 2. ári í rafmagns- og tölvuverkfræði. (2000, 13. mars). Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=229

Vilhjálmur Þór Kjartansson og nemendur á 2. ári í rafmagns- og tölvuverkfræði. „Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2000. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=229>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?
Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:

Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafrænar segulbandsspólur til að geyma myndir á í myndavélinni (hvað eru þær mörg MB?) og hvort þær hátæknirafhlöður sem nú eru notaðar í farsíma, mætti ekki nota í staðinn fyrir gömlu 1,5 V rafhlöðurnar.
Nokkrar leiðir eru færar til að geyma kyrrmyndir í stafrænni myndavél og hafa þær mismunandi kosti og galla. Þeir þættir sem helst þarf að taka tillit til við val á geymsluformi eru orkunotkun, geymslurými, hraði og verð.

Segulbandsspólur koma vel út í tveimur atriðum af þessum fjórum. Hægt er að geyma mikið á þeim, til dæmis 11 GB af gögnum á 60 mínútna "mini DV" spólu, sem er orðin algeng í stafrænum myndbandstökuvélum. Spólurnar sjálfar eru einnig mjög ódýrar.

Gallarnir eru hins vegar takmarkaður hraðinn og mikil orkunotkun. Það er ekki hægt að sækja mynd beint, heldur þarf að spóla fram og til baka. Það krefst mikillar orku miðað við aðrar leiðir og er hægvirkt.

Þetta er trúlega helsta ástæðan fyrir því að segulböndin eru ekki notuð í kyrrmyndavélum.

Um rafhlöðumál er það að segja að tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að nota nýjustu rafhlöður í stafrænar myndavélar. Kostnaðarsjónarmið ráða líklega mestu um að þær eru ekki meira notaðar en raun ber vitni. Reyndar eru LCD-skjáirnir, sem eru algengir á slíkum vélum, líklega orkufrekasti hluti þeirra. Með því að stilla notkun þeirra í hóf má lengja líftíma rafhlaðanna verulega.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...