Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Árni Helgason

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sambandsins um vinnumarkaðsmálefni í sína löggjöf. Mestu skiptir þó að samkvæmt EES-samningnum njóta allir borgarar EES réttinda samkvæmt fjórfrelsisákvæðum Evrópusambandsins en í því felst meðal annars sú grundvallarregla að hömlur megi ekki setja á rétt fólks til að leita að og sækja sér vinnu í aðildarríkjum sambandsins. Út frá lögum og reglum á að vera jafneinfalt fyrir Íslending að ráða sig í vinnu á Grikklandi og fyrir Grikkja að ráða sig hér á landi. Engar breytingar yrðu á þessu ef Ísland gengur í Evrópusambandið.  

Menntamál og málefni skóla heyra ekki með beinum hætti undir Evrópusambandið. Stjórnvöld í hverju landi fara því með forræði í menntamálum. Það þýðir að sambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á þessu sviði, andstætt því sem á við um marga aðra málaflokka, til dæmis sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Evrópusambandið stendur hins vegar fyrir ýmsum samstarfsverkefnum á sviði menntamála, meðal annars verkefni sem heitir Menntaáætlun ESB, þar sem aðildarríkin eru hvött til að auka samstarf sitt á sviði menntamála. Sú hvatning er meðal annars í formi styrkja, til dæmis Erasmus-styrkja á háskólastigi. Ísland er nú þegar þátttakandi í áætluninni og aðild að ESB breytir því engu þar um. Þá skrifuðu 29 ríki, þar á meðal Ísland, undir svonefnda Bologna-yfirlýsingu árið 1999 um aukið samstarf á sviði menntamála og hefur sú aðgerð þegar haft ýmiss konar áhrif á menntamál hér á landi.

Aðild Íslands að ESB hefði aftur á móti áhrif á greiðslu skólagjalda í háskólum í Bretlandi. Varðandi þessi gjöld er greint á milli tveggja hópa; heimamanna (e. home fees) og þeirra sem búa erlendis (e. overseas fees) og eru þau allajafna talsvert hærri. Íbúar Evrópusambandsins teljast heimamenn en Ísland hefur verið sett í hinn flokkinn þrátt fyrir aðild að EES og íslenskir námsmenn greiða því hærri skólagjöld í Bretlandi en námsmenn frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þó er hægt að fá undanþágur frá þessu í vissum tilvikum, til dæmis ef viðkomandi hefur unnið í Bretlandi áður en námið hófst, eins og nánar er lýst hjá Upplýsingastofu um nám erlendis.

Skólagjöld eru annars almennt ekki innheimt í háskólum aðildarríkja í Evrópusambandinu. Þar sem það er gert er ekki gerður sami greinarmunur og í Bretlandi á milli þeirra sem búa heima og erlendis. 

Heimildir og mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

1.9.2009

Spyrjandi

Auður Steinberg

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?“ Vísindavefurinn, 1. september 2009. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23406.

Árni Helgason. (2009, 1. september). Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23406

Árni Helgason. „Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2009. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?
Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sambandsins um vinnumarkaðsmálefni í sína löggjöf. Mestu skiptir þó að samkvæmt EES-samningnum njóta allir borgarar EES réttinda samkvæmt fjórfrelsisákvæðum Evrópusambandsins en í því felst meðal annars sú grundvallarregla að hömlur megi ekki setja á rétt fólks til að leita að og sækja sér vinnu í aðildarríkjum sambandsins. Út frá lögum og reglum á að vera jafneinfalt fyrir Íslending að ráða sig í vinnu á Grikklandi og fyrir Grikkja að ráða sig hér á landi. Engar breytingar yrðu á þessu ef Ísland gengur í Evrópusambandið.  

Menntamál og málefni skóla heyra ekki með beinum hætti undir Evrópusambandið. Stjórnvöld í hverju landi fara því með forræði í menntamálum. Það þýðir að sambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á þessu sviði, andstætt því sem á við um marga aðra málaflokka, til dæmis sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Evrópusambandið stendur hins vegar fyrir ýmsum samstarfsverkefnum á sviði menntamála, meðal annars verkefni sem heitir Menntaáætlun ESB, þar sem aðildarríkin eru hvött til að auka samstarf sitt á sviði menntamála. Sú hvatning er meðal annars í formi styrkja, til dæmis Erasmus-styrkja á háskólastigi. Ísland er nú þegar þátttakandi í áætluninni og aðild að ESB breytir því engu þar um. Þá skrifuðu 29 ríki, þar á meðal Ísland, undir svonefnda Bologna-yfirlýsingu árið 1999 um aukið samstarf á sviði menntamála og hefur sú aðgerð þegar haft ýmiss konar áhrif á menntamál hér á landi.

Aðild Íslands að ESB hefði aftur á móti áhrif á greiðslu skólagjalda í háskólum í Bretlandi. Varðandi þessi gjöld er greint á milli tveggja hópa; heimamanna (e. home fees) og þeirra sem búa erlendis (e. overseas fees) og eru þau allajafna talsvert hærri. Íbúar Evrópusambandsins teljast heimamenn en Ísland hefur verið sett í hinn flokkinn þrátt fyrir aðild að EES og íslenskir námsmenn greiða því hærri skólagjöld í Bretlandi en námsmenn frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þó er hægt að fá undanþágur frá þessu í vissum tilvikum, til dæmis ef viðkomandi hefur unnið í Bretlandi áður en námið hófst, eins og nánar er lýst hjá Upplýsingastofu um nám erlendis.

Skólagjöld eru annars almennt ekki innheimt í háskólum aðildarríkja í Evrópusambandinu. Þar sem það er gert er ekki gerður sami greinarmunur og í Bretlandi á milli þeirra sem búa heima og erlendis. 

Heimildir og mynd:...